laugardagur, janúar 28, 2006
13:48 -
Í þrígang hef ég farið á íslensku sjávarútvegssýninguna, árin 1996, 1999 og 2002. Sjávó ?96 stendur algerlega upp úr enda var greinin á þeim tíma ennþá ein helsta uppspretta auðs og valda í landinu. Þá mættu í Laugardalshöllina allir sem eitthvað máttu sín í þjóðfélaginu, útgerðarmenn, þingmenn, ráðherrar og forsvarsmenn helstu stórfyrirtækjanna sem í þá daga voru olíufélögin, bankarnir, Flugleiðir og Eimskip. Sýningin 2002 var svo varla svipur hjá sjón, komin í Kópavog og snerist bara um fagmennsku. Bara kaupendur og seljendur, fagmenn og sérfræðingar að ræða saman. Vantaði allt þetta óformlega networking hjá mafíu Íslands.
Þó reikna ég með að sýningin árið 1996 hafi verið algjört píp samanborið við t.d. sýninguna árið 1987. Þegar komið er fram á tíunda áratuginn var sjávarútvegurinn bara atvinnugrein en áður höfðu sjónarmið sjávarútvegsins verið í öndvegi við hagstjórnun og opinbera stefnumótun. Þannig voru veitt opinber lán til útvegsins og gengið iðulega fellt í kjölfar launahækkana til að létta á rekstrinum. Smám saman er þessari útvegs- og afskiptahyggju aflétt og ríkið tekið út úr fyrirtækjarekstri að mestu leyti. Almennari sjónarmið fengu að ráða ferðinni við hagstjórn.
Flestir landsmenn eru líklega á því að fjölbreytnin sem hefur aukist mikið í atvinnulífinu undanfarin ár sé hið besta mál. Meira segja hefur allskyns sérmenntað fólk sem reiknaði aldrei með að fá vinnu við sitt hæfi á Íslandi snúið heim. Í dag getur maður unnið í álveri, farið á sjó, kennt, gerst verðbréfamiðlari, starfað við rannsóknir hjá DeCode, farið með erlenda ferðamenn um víðáttur landsins, kóðað hjá CCP eða reiknað eitthvað út hjá tæknifyrirtækjum eins og Marel eða Össuri, svo nokkur augljós dæmi séu tekin. Þannig hafa ýmsar kerfisumbætur og það að hið opinbera hefur haldið sig mun meira til hlés en áður var gert öllum gott. Meira og minna getur fólk lært það sem það vill og gert það sem það vill, a.m.k. hafa atvinnumöguleikar fólks aldrei verið fjölbreyttari og betri en nú. Fyrir nokkrum árum gat fólk líka lært u.þ.b. hvað sem er en fékk líklega ekki vinnu á sínu sviði nema það tilheyrði gömlu embættisstéttunum.
Það er vissara að festa þetta belle epoch íslensks efnahagslífs rækilega á minnið því líkt og frjálslyndis- og góðæristímabilið í Evrópu á árunum fyrir fyrra stríð mun þetta skeið líða undir lok.
Nú er nefnilega verið að búa til nýjan höfuðatvinnuveg þjóðarinnar og verða hagsmunir hans hafðir í öndvegi við hagstjórn og opinbera stefnumótun hér eftir. Almenn rekstrarskilyrði fyrirtækjanna í landinu, kjör almennings, þjóðhagsleg sjónarmið og velferð verða sekúnder við hlið hins alltumlykjandi áliðnaðar. Hverjum er svosem ekki skítsama um fiskeldi í Mjóafirði, manni verður bara kalt á puttunum í svona vinnu. Sama má segja um nördana í CCP, fólk fær í bakið af kyrrsetum. Allir vita að ferðaþjónusta er bara hobbí og föndur og Marel er hvort eð er í Garðabæ. Það svæði á landinu sem á líklega mest undir útflutningsgreinum er Vestfirðir og það hefur löngum sýnt sig að maður þarf að vera betri en ég í latínu til að nefna sætið sem hagsmunir þess fjórðungs eru settir í.
Gamla góða LÍÚ var að minnsta kosti heiðarlegt hagsmunakratí, að því leyti að það var opinskátt. Það hafði kontór sem var hægt að fletta upp í símaskránni, formann sem allir vissu af og aðalfundi sem var tekið eftir. Þeirra menn fóru í sjónvarpið og blöðin með sínar kröfur svo þær duldust engum.
Forvígismenn hinnar nýju stórhagsmunastúku Íslands hljóta hinsvegar allir vera samvinnuskólagengnir og kaupfélagsskólaðir því þessi hagsmunagæsla fer öll fram bakvið tjöldin. Þetta er í anda mannleysuháttarins sem tröllríður Framsóknarflokknum um þessar mundir. Minnir meira á leikjanámskeið en stjórnmál, ?bara allir spila saman og enginn fýlu!? Maður veit varla hverjum á að kenna um því þetta fer eins draugur um samfélagið. Virðist ekki eiga ræða málið opinberlega því stjórn SÍS er búin að því. Hins vegar blasir við að það eigi að mæta núverandi hagstjórnarvanda með því leggja grunninn að meiri hagstjórnarvanda sem gæti sett allt á kaldan klaka. Halda gott partí og láta börnin og barnabörnin sjá um reikninginn.
Liggur við að maður sé farinn að halda að einkavæðingin hafi verið mistök. Opinber umsvif eru orðin svo fókuseruð að það er varla bitlingur eftir. Utanríkisráðuneytið yfirfullt, og RÚV off limits. Landsvirkjun og Orkuveitan eru síðustu vígin og því hljóta metnaðarfullir stjórnmálamenn að reyna að þenja þau fyrirtæki út af öllum mætti, báknið upp! Líklega hefði verið skynsamlegt að skilja eftir eins og eina stofnun eða sjóð til að leyfa liðinu að sukka án þess að það gæti skemmt mikið fyrir öðrum, eða kannski er ennþá lag að búa til Stofnun framsóknarmanna allra flokka til að hægt sé að skrúfa fyrir dulbúnu ríkisvæðinguna sem fer fram í orkugeiranum.
Mig er farið að dreyma martraðir. Sé fyrir mér þegar ég kem í páskafrí og flugvélin er lent í Keflavík þá segi flugfreyjan að vanda, ?góðir farþegar, velkomin heim,? ræski sig svo vandræðalega og ljúki setningunni, ?til Framsóknaríslands.?
Sorglegast við þetta allt saman er að það væri vel hægt að virkja og byggja álver með mun jávkæðari formerkjum eins og t.d. sérfræðingar OECD hafa bent á. Í staðinn fáum við fúsk fyrir reikning ríkisins.
Mynd: isal.is.
föstudagur, janúar 27, 2006
02:59 -
Mig grunar að ég sé haldinn krónískri ofbjartsýni. A.m.k. gerist það aftur og aftur að mér finnast ritgerðir og verkefni hafa gengið ágætlega en samt endar maður alltaf í því að vera að hnýta saman lausa enda langt fram á nóttina fyrir skiladag. Kerfisbundin spávilla í verklíkani, það er greiningin! En það þýðir ekkert að stressa sig á þessu, enda er þetta ættgengt fenómen og ekkert við því að gera, a.m.k. ekki upp úr þessu. Sunna systir er svona líka ;) Og ég er ekki frá því að mamma og Gísli bróðir séu líka frekar svona innblástursdrifin. A-mennskan fór öll í Eyju og Skúla, enda er oft leitað til þeirra þegar þarf að skipuleggja eitthvað fyrir okkur hin.
En til að hressa sig við í frústreringum yfir því að innansleikjurnar virðast engan enda ætla að taka mæli ég með Ultravox, þá fer maður í stuð! Dancing with tears in my eyes...það gerist ekki betra!
miðvikudagur, janúar 25, 2006
15:40 -
Að mínu mati er Friðrik Klemenz Sophusson með lágkúrulegustu karakterum í íslenskum samtíma. Hvernig getur þessi maður, sem er einn af holdgervingum hreyfingar ungra sjálfstæðismanna sem sögðu báknið burt, verið framkvæmdastjóri þess að ríkisvæða íslenskt atvinnulíf með stórtækum hætti? Það að Sjálfstæðisflokkurinn standi að þessari ríkisstyrktu álvæðingu er hneyksli! Þetta er eins langt frá grundvallarsjónarmiðum flokksins og hugsast getur. Að heiðarlegur einkarekstur sé látinn blæða fyrir stórfellda uppbyggingu fyrir reikning ríkisins! Ég gæti vel skilið ef álmálin væru kafli í ævisögu Jónasar frá Hriflu, en að þetta fúsk eigi sér stað í dag - eru menn algjerlega gengnir af göflunum?
Ég ætla rétt að vona að Haarde drífi í því að selja sjoppuna og stövði þannig þetta rugl, því vitanlega gengur þetta ekkert án massívra ríkisábyrgða og ógegnsæs samkrulls orkusölu til rafveitna og stóriðju, að viðbættri niðursetningu á umhverfislegum fórnarkostnaði og ókeypis mengunarkvóta.
Mynd: althingi.is
mánudagur, janúar 23, 2006
00:22 -
Fór í bíó á Producers og horfði svo á þáttinn Hvað veistu um söngvakeppnina á ruv.is. Núna er ég alveg að missa það úr stuði, sem kemur ekki að neinu gagni klukkan korter yfir tólf á sunnudagskvöldi. Spurning um að sækja finnsku diskókennsluna á netið og nota stuðið til að æfa sig.
Mæli með Producers, þetta er frábær mynd!
laugardagur, janúar 21, 2006
11:47 -
Lögreglan í Glasgow gerir út þyrlu til löggæslu sem oft sveimar yfir bænum tímunum saman. Sitt hvorum megin við húsið mitt, í tæplega kílómeters fjarlægð, eru svo tvær bruggverksmiðjur. Þannig virðist það ekki klikka að þegar maður hefur gert sér glaðan dag í borginni og vaknar örlítið ryðgaður næsta dag þá hangir þyrlan yfir húsinu með tilheyrandi hávaða og þegar maður opnar glugga til að fá inn frískt loft hagar vindum þannig að inn leggur eiminn af soðnum humlum (sem er yndisleg lykt á föstudagseftirmiðdögum en ekki eins góð á laugardagsmorgnum). Steininn tók þó úr í morgun þegar þyrlan og bjórverksmiðjurnar lögðu sitt af mörkum til laugardagsins, og malasíski meðleigjandinn spilaði á blokkflautuna sína eins og endurreisnin væri gengin aftur. Honum vantar alveg að kynna sér Dire Straits til að brjóta þetta upp.
Skellti mér semsagt út á lífið í gær með tveimur brasilískum drottningum (eða meira svona prinsessum) sem búa í London en eru staddar hérna uppfrá að kynna sér mastersnám. Við fórum semsagt á helstu staði á senunni og var svaka gaman. Gaurarnir alveg dansóðir með latín taktana á hreinu. Annar þeirra, sem starfar sem grafískur hönnuður, sagðist vera fegurðarflóttamaður, það væru allir svo grannir og sólbrúnir og fallegir í Sáo Polo að hann hafi þurft að flytja til Bretlands til að njóta sín. Ha ha, heima er þetta nú bara kallað sjálfsmyndarkrísa og fólk sett á geðlyf, en sá brasilíski vissi sko alveg hvað var hans próblem.
En þrátt fyrir allt, gott að vita að Taggart og hans menn líta til með hverfinu.
miðvikudagur, janúar 18, 2006
04:40 -
Að fara á pöbbinn er tekið alvarlega hér í Skotlandi. Fólk mælir sér mót á ákveðnum tíma og mætir stundvíslega. Þannig er það ekki heima þar sem allir mæta klukkan hálf tólf í partí sem átti að byrja klukkan níu. Annað sem mér finnst líka alveg frábært er hversu mikil aldursdreifing er á pöbbunum, það virðist ekki vera neitt unga fólks mál að fá sér í glas því maður sér ekki einungis miðaldra fólk heldur líka rígfullorðið á börunum. Þannig mætti ég t.d. gengi fjögurra góðglaðra gamalla kellinga í kvöld þegar ég var á leiðinni heim af kóræfingu. Bifukollurnar gáfu enga sénsa á gangstéttinni og ég mátti klessa mér upp við húsvegg til að hleypa þeim framhjá. Á síðasta föstudag skelltum við nokkrir skólafélagar okkur á pöbbinn og þá var plötusnúðurinn á seinni barnum sem við fórum á silfurrefur í jakkafötum með hárið sleikt aftur og feitan vindil. Óneitanlega var stíll yfir kallinum og hann átti mörg góð útspil í skífunum.
En varðandi það að mæta á réttum tíma þá var aðdragandi pöbbaferðarinnar sá að Steve skólabróðir minn sendi póst á bekkinn og spurði hvort fólk væri ekki til í að taka á því á föstudag. Ég svaraði að sjálfsögðu að ég væri geim og bað hann um að láta mig vita af planinu. Síðan fæ ég póst um að það sé mæting á bar sem vill svo hentuglega til að er hinum megin við götuna frá mér en fannst í brattasta lagi að hittast klukkan tvö. Þannig sendi ég til baka að ég ætlaði að mæta en yrði líklega með seinni skipunum þar sem þurfti að ganga frá ýmsu áður.
Þá kemur þetta snilldar svar frá Steve: "Kristinn mate you'd be late for your own funeral!"
Set með mynd frá bókasafninu til mótvægis við allt þetta gjálífistal.
mánudagur, janúar 16, 2006
04:14 -
Myndanæmið hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu. Þannig nennir maður ekki að lyfta myndavél nema eitthvað stórmerkilegt beri fyrir augu. Þannig tók ég bara eina mynd í jólafríinu og það var af Árný minni að afgreiða í Ríkinu á Ísafirði. Ef maður vill vera dramtískur má segja að myndin fangi það hvernig stórkostlegum náttúrunnar hring hefur verið lokað. Í verkahring Ríkisstarfsmanna er m.a. að selja ungu fólki áfengi svo það geti brotist undan félagslegu taumhaldi og opnað hjörtun hvert fyrir öðru. Uppúr hverri helgi verða til nokkur pör, sum þeirra eignast börn og jafnvel stofna einhver fjölskyldu. Núna er Árný orðin helmingurinn af pari á móti Súna og þau áttu Jón Darra litla í fyrrasumar (þ.e. 2004). Óhjákvæmilega hefur það í för með sér að þau þurfa að fara minna í Ríkið en áður. Þar áður var Árný dyggur viðskiptavinur ÁTVR eins og gefur að skilja. Sérstaklega eru eftirminnilegar margar góðar Ríkisferðir sem við fórum í þegar við leigðum saman á Rauðarárstíg 20 ásamt Hönnu Rósu árið 2002. Þannig standa upp úr ferðir á gráa Daihatsu bílnum hennar Árnýjar í Vínbúðina við Dalbraut í Kópavogi sem á þeim tíma var næsta útsalan með opið á laugardagseftirmiðdögum.
04:14 -
Myndanæmið hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu. Þannig nennir maður ekki að lyfta myndavél nema eitthvað stórmerkilegt beri fyrir augu. Þannig tók ég bara eina mynd í jólafríinu og það var af Árný minni að afgreiða í Ríkinu á Ísafirði. Ef maður vill vera dramtískur má segja að myndin fangi það hvernig stórkostlegum náttúrunnar hring hefur verið lokað. Í verkahring Ríkisstarfsmanna er að selja ungu fólki áfengi svo það geti brotist undan félagslegu taumhaldi og opnað hjörtun hvert fyrir öðru. Uppúr hverri helgi verða til nokkur pör, sum þeirra eignast börn og jafnvel stofna einhver fjölskyldu. Núna er Árný orðin helmingurinn af pari á móti Súna og þau áttu Jón Darra litla í fyrrasumar (þ.e. 2004). Óhjákvæmilega hefur það í för með sér að þau þurfa að fara minna í Ríkið en áður. Þar áður var Árný dyggur viðskiptavinur ÁTVR eins og gefur að skilja. Sérstaklega eru eftirminnilegar margar góðar Ríkisferðir sem við fórum í þegar við leigðum saman á Rauðarárstíg 20 ásamt Hönnu Rósu árið 2002. Þannig standa upp úr ferðir á gráa Daihatsu bílnum hennar Árnýjar í Vínbúðina við Dalbraut í Kópavogi sem á þeim tíma var næsta útsalan með opið á laugardagseftirmiðdögum.
04:14 -
Myndanæmið hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu. Þannig nennir maður ekki að lyfta myndavél nema eitthvað stórmerkilegt beri fyrir augu. Þannig tók ég bara eina mynd í jólafríinu og það var af Árný minni að afgreiða í Ríkinu á Ísafirði. Ef maður vill vera dramtískur má segja að myndin fangi það hvernig stórkostlegum náttúrunnar hring hefur verið lokað. Í verkahring Ríkisstarfsmanna er að selja ungu fólki áfengi svo það geti brotist undan félagslegu taumhaldi og opnað hjörtun hvert fyrir öðru. Uppúr hverri helgi verða til nokkur pör, sum þeirra eignast börn og jafnvel stofna einhver fjölskyldu. Núna er Árný orðin helmingurinn af pari á móti Súna og þau áttu Jón Darra litla í fyrrasumar (þ.e. 2004). Óhjákvæmilega hefur það í för með sér að þau þurfa að fara minna í Ríkið en áður. Þar áður var Árný dyggur viðskiptavinur ÁTVR eins og gefur að skilja. Sérstaklega eru eftirminnilegar margar góðar Ríkisferðir sem við fórum í þegar við leigðum saman á Rauðarárstíg 20 ásamt Hönnu Rósu árið 2002. Þannig standa upp úr ferðir á gráa Daihatsu bílnum hennar Árnýjar í Vínbúðina við Dalbraut í Kópavogi sem á þeim tíma var næsta útsalan með opið á laugardagseftirmiðdögum.
miðvikudagur, janúar 11, 2006
20:40 -
Þá er maður kominn aftur til Glasgow eftir frábær jól og áramót heima á Ísafirði þar sem öll mörk voru skilin að baki í mat og drykk. Tilefnin voru líka næg, alls kyns boð og hittinga með góðu fólki, vinum og vandamönnum. Til skamms tíma stóð til að vera með móral yfir mittislínunni, en þetta hefur nú oft verið mikið verra. Maður náði líka góðum stoppum í Reykjavík bæði á heimleið og útleið og hitti fullt af fólki þó alltaf ætli maður að reyna að hitta á fleiri. Í rauninni væri hægt að segja margar sögur af hverju þessara mannamóta en ég dett alltaf úr sambandi þegar ég kem vestur og nenni varla að svara síma, hvað þá blogga. Samskiptaþörfinni er líka yfirleitt vel fullnægt, maður lagar bara kaffi og þá er einhver kominn að spjalla en annars er ekki langt í næstu hús.
Nenni varla að pirrast út í biskupinn út af þessu hjónabandsröfli. Er fyrir löngu búinn að úttala mig um þann getulausa embættismann. Hvað er líka málið? Löggjafinn vill heimila trúfélögum að veita samkynhneigðum sömu þjónustu og öðrum. Það er ekki verið að neyða neinn til þess, trúfélögin mega eftir sem áður halda úti þeirri hjónabandspólitík sem þeim sýnist. Hins vegar yrði það þá á ábyrgð trúfélaganna en ekki löggjafans og biskupinn vill alls ekki taka á erfiðum úrlausnarefnum ? greinilega allt of mikið ónæði í vinnunni nú þegar. Mig grunar að flestum hommum og lesbíum sé slétt sama, a.m.k. er mér sama. Þetta er prinsipp sem skiptir litlu máli í reynd. Hins vegar held ég að margir (a.m.k. ég) njóti þess að horfa upp á vandræðagang íhaldsfauskanna á biskupsstofu, það eitt er næg ástæða til að keyra málið af fullum krafti.
Kirkjan er löngu búin að tapa sínu tækifæri. Hún hafði tækifæri til að sína kristilegt hugrekki og opna faðm sinn fyrir þeim sem veikast stóðu, fyrir 20 eða 30 árum, þegar fólk var rekið úr vinnu, hent út af skemmtistöðum og barið fyrir það að vera samkynhneigt. Í millitíðinni hafa hugrakkir einstaklingar gjörbreytt þessari stöðu fyrir milligöngu borgaralegra stofnana og í þjóðarsátt. Ennþá getur þjóðkirkjan ekki ákveðið sig. Þetta eru nú meiri aumingjarnir! Og það er varla hægt að fara út í þessa umræðu því hún endar alltaf á endalausum biblíusíteringum. Þannig geta íhaldsfauskarnir drepið þessu á dreif út í hið endalausa. Þetta er sérstaklega ömurlegt í ljósi þess að það er mikil þörf á að útbreiða kristilegt hugarfar. En það þarf þá líka að vera upplýstur boðskapur. Við erum ekki lengur fátæk og illa upplýst þjóð sem er er að leka út af úr sulti. Það kaupir enginn dogmatík úr biblíunni. Það að banna sjálfsfróun átti við aðstæður í Miðausturlöndum fyrir árhundruðum, ekki lífið í dag - það er augljóst (nú á einhver Krossmaðurinn eftir að kommenta hvort morð eða þjófnaðir eigi þá við í samtímanum). Það er ekkert guðlegt við þessi trúarrit. Þau eru rituð að mönnum fyrir menn, að halda öðru fram er í besta falli einfeldni og í versta falli lygi í pólitískum tilgangi.
Þar fyrir utan má nefna að stíf eingyðistrú er ekkert lögmál í mannlegri tilvist. Í sögunni er þetta tiltölulega nýleg tíska sem virðist eiga í vök að verjast, a.m.k. á Vesturlöndum. Heilu heimsveldin hafa verið byggð á fjölgyðistrú sem oft á tíðum hefur verið mun umburðarlyndari og sýnt meiri fjölhyggju í viðhorfum. T.d. er ásatrúin okkar vel lifandi í dag, þar eru guðirnir nær því að vera jafningjar en almáttugir. E.t.v. ekki eins hentugt til lýðstjórnunar og hörð dogmatík en kannski á það betur við í heimsþorpi dagsins í dag?
Þetta átti nú alls ekki að verða svona langt, jæja.
Ég get ekki látið hjá leiðast að minnast á sorglegar fréttir sem maður fær að heiman, að Gísli Hjartar hafi svipt sig lífi eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot á forsíðu DV. Ég er hræddur um að ef DV fær ekki rauða spjaldið núna þá gerist það aldrei. Þessar mannorðsaftökur eru svartur blettur á okkar menningu. Það er óhugnanlegt hvernig þeir misnota málfrelsið. Svona blaðamennskuklám spillir fyrir réttarfarinu í landinu, það hlýtur að vera nógu erfitt fyrir að tilkynna kynferðisbrot án þess að viðkomandi eigi á hættu að klæmst verði á málinu á forsíðu DV sem hangir uppi í hverri sjoppu.
Vegna þessa er ástæða til að benda á undirskriftasöfnunina á: http://www.deiglan.com/askorun/
Nenni varla að pirrast út í biskupinn út af þessu hjónabandsröfli. Er fyrir löngu búinn að úttala mig um þann getulausa embættismann. Hvað er líka málið? Löggjafinn vill heimila trúfélögum að veita samkynhneigðum sömu þjónustu og öðrum. Það er ekki verið að neyða neinn til þess, trúfélögin mega eftir sem áður halda úti þeirri hjónabandspólitík sem þeim sýnist. Hins vegar yrði það þá á ábyrgð trúfélaganna en ekki löggjafans og biskupinn vill alls ekki taka á erfiðum úrlausnarefnum ? greinilega allt of mikið ónæði í vinnunni nú þegar. Mig grunar að flestum hommum og lesbíum sé slétt sama, a.m.k. er mér sama. Þetta er prinsipp sem skiptir litlu máli í reynd. Hins vegar held ég að margir (a.m.k. ég) njóti þess að horfa upp á vandræðagang íhaldsfauskanna á biskupsstofu, það eitt er næg ástæða til að keyra málið af fullum krafti.
Kirkjan er löngu búin að tapa sínu tækifæri. Hún hafði tækifæri til að sína kristilegt hugrekki og opna faðm sinn fyrir þeim sem veikast stóðu, fyrir 20 eða 30 árum, þegar fólk var rekið úr vinnu, hent út af skemmtistöðum og barið fyrir það að vera samkynhneigt. Í millitíðinni hafa hugrakkir einstaklingar gjörbreytt þessari stöðu fyrir milligöngu borgaralegra stofnana og í þjóðarsátt. Ennþá getur þjóðkirkjan ekki ákveðið sig. Þetta eru nú meiri aumingjarnir! Og það er varla hægt að fara út í þessa umræðu því hún endar alltaf á endalausum biblíusíteringum. Þannig geta íhaldsfauskarnir drepið þessu á dreif út í hið endalausa. Þetta er sérstaklega ömurlegt í ljósi þess að það er mikil þörf á að útbreiða kristilegt hugarfar. En það þarf þá líka að vera upplýstur boðskapur. Við erum ekki lengur fátæk og illa upplýst þjóð sem er er að leka út af úr sulti. Það kaupir enginn dogmatík úr biblíunni. Það að banna sjálfsfróun átti við aðstæður í Miðausturlöndum fyrir árhundruðum, ekki lífið í dag - það er augljóst (nú á einhver Krossmaðurinn eftir að kommenta hvort morð eða þjófnaðir eigi þá við í samtímanum). Það er ekkert guðlegt við þessi trúarrit. Þau eru rituð að mönnum fyrir menn, að halda öðru fram er í besta falli einfeldni og í versta falli lygi í pólitískum tilgangi.
Þar fyrir utan má nefna að stíf eingyðistrú er ekkert lögmál í mannlegri tilvist. Í sögunni er þetta tiltölulega nýleg tíska sem virðist eiga í vök að verjast, a.m.k. á Vesturlöndum. Heilu heimsveldin hafa verið byggð á fjölgyðistrú sem oft á tíðum hefur verið mun umburðarlyndari og sýnt meiri fjölhyggju í viðhorfum. T.d. er ásatrúin okkar vel lifandi í dag, þar eru guðirnir nær því að vera jafningjar en almáttugir. E.t.v. ekki eins hentugt til lýðstjórnunar og hörð dogmatík en kannski á það betur við í heimsþorpi dagsins í dag?
Þetta átti nú alls ekki að verða svona langt, jæja.
Ég get ekki látið hjá leiðast að minnast á sorglegar fréttir sem maður fær að heiman, að Gísli Hjartar hafi svipt sig lífi eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot á forsíðu DV. Ég er hræddur um að ef DV fær ekki rauða spjaldið núna þá gerist það aldrei. Þessar mannorðsaftökur eru svartur blettur á okkar menningu. Það er óhugnanlegt hvernig þeir misnota málfrelsið. Svona blaðamennskuklám spillir fyrir réttarfarinu í landinu, það hlýtur að vera nógu erfitt fyrir að tilkynna kynferðisbrot án þess að viðkomandi eigi á hættu að klæmst verði á málinu á forsíðu DV sem hangir uppi í hverri sjoppu.
Vegna þessa er ástæða til að benda á undirskriftasöfnunina á: http://www.deiglan.com/askorun/
© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.