<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/4016206?origin\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

miðvikudagur, janúar 11, 2006

20:40 -

Þá er maður kominn aftur til Glasgow eftir frábær jól og áramót heima á Ísafirði þar sem öll mörk voru skilin að baki í mat og drykk. Tilefnin voru líka næg, alls kyns boð og hittinga með góðu fólki, vinum og vandamönnum. Til skamms tíma stóð til að vera með móral yfir mittislínunni, en þetta hefur nú oft verið mikið verra. Maður náði líka góðum stoppum í Reykjavík bæði á heimleið og útleið og hitti fullt af fólki þó alltaf ætli maður að reyna að hitta á fleiri. Í rauninni væri hægt að segja margar sögur af hverju þessara mannamóta en ég dett alltaf úr sambandi þegar ég kem vestur og nenni varla að svara síma, hvað þá blogga. Samskiptaþörfinni er líka yfirleitt vel fullnægt, maður lagar bara kaffi og þá er einhver kominn að spjalla en annars er ekki langt í næstu hús.

Nenni varla að pirrast út í biskupinn út af þessu hjónabandsröfli. Er fyrir löngu búinn að úttala mig um þann getulausa embættismann. Hvað er líka málið? Löggjafinn vill heimila trúfélögum að veita samkynhneigðum sömu þjónustu og öðrum. Það er ekki verið að neyða neinn til þess, trúfélögin mega eftir sem áður halda úti þeirri hjónabandspólitík sem þeim sýnist. Hins vegar yrði það þá á ábyrgð trúfélaganna en ekki löggjafans og biskupinn vill alls ekki taka á erfiðum úrlausnarefnum ? greinilega allt of mikið ónæði í vinnunni nú þegar. Mig grunar að flestum hommum og lesbíum sé slétt sama, a.m.k. er mér sama. Þetta er prinsipp sem skiptir litlu máli í reynd. Hins vegar held ég að margir (a.m.k. ég) njóti þess að horfa upp á vandræðagang íhaldsfauskanna á biskupsstofu, það eitt er næg ástæða til að keyra málið af fullum krafti.

Kirkjan er löngu búin að tapa sínu tækifæri. Hún hafði tækifæri til að sína kristilegt hugrekki og opna faðm sinn fyrir þeim sem veikast stóðu, fyrir 20 eða 30 árum, þegar fólk var rekið úr vinnu, hent út af skemmtistöðum og barið fyrir það að vera samkynhneigt. Í millitíðinni hafa hugrakkir einstaklingar gjörbreytt þessari stöðu fyrir milligöngu borgaralegra stofnana og í þjóðarsátt. Ennþá getur þjóðkirkjan ekki ákveðið sig. Þetta eru nú meiri aumingjarnir! Og það er varla hægt að fara út í þessa umræðu því hún endar alltaf á endalausum biblíusíteringum. Þannig geta íhaldsfauskarnir drepið þessu á dreif út í hið endalausa. Þetta er sérstaklega ömurlegt í ljósi þess að það er mikil þörf á að útbreiða kristilegt hugarfar. En það þarf þá líka að vera upplýstur boðskapur. Við erum ekki lengur fátæk og illa upplýst þjóð sem er er að leka út af úr sulti. Það kaupir enginn dogmatík úr biblíunni. Það að banna sjálfsfróun átti við aðstæður í Miðausturlöndum fyrir árhundruðum, ekki lífið í dag - það er augljóst (nú á einhver Krossmaðurinn eftir að kommenta hvort morð eða þjófnaðir eigi þá við í samtímanum). Það er ekkert guðlegt við þessi trúarrit. Þau eru rituð að mönnum fyrir menn, að halda öðru fram er í besta falli einfeldni og í versta falli lygi í pólitískum tilgangi.

Þar fyrir utan má nefna að stíf eingyðistrú er ekkert lögmál í mannlegri tilvist. Í sögunni er þetta tiltölulega nýleg tíska sem virðist eiga í vök að verjast, a.m.k. á Vesturlöndum. Heilu heimsveldin hafa verið byggð á fjölgyðistrú sem oft á tíðum hefur verið mun umburðarlyndari og sýnt meiri fjölhyggju í viðhorfum. T.d. er ásatrúin okkar vel lifandi í dag, þar eru guðirnir nær því að vera jafningjar en almáttugir. E.t.v. ekki eins hentugt til lýðstjórnunar og hörð dogmatík en kannski á það betur við í heimsþorpi dagsins í dag?

Þetta átti nú alls ekki að verða svona langt, jæja.

Ég get ekki látið hjá leiðast að minnast á sorglegar fréttir sem maður fær að heiman, að Gísli Hjartar hafi svipt sig lífi eftir að hafa verið sakaður um kynferðisbrot á forsíðu DV. Ég er hræddur um að ef DV fær ekki rauða spjaldið núna þá gerist það aldrei. Þessar mannorðsaftökur eru svartur blettur á okkar menningu. Það er óhugnanlegt hvernig þeir misnota málfrelsið. Svona blaðamennskuklám spillir fyrir réttarfarinu í landinu, það hlýtur að vera nógu erfitt fyrir að tilkynna kynferðisbrot án þess að viðkomandi eigi á hættu að klæmst verði á málinu á forsíðu DV sem hangir uppi í hverri sjoppu.

Vegna þessa er ástæða til að benda á undirskriftasöfnunina á: http://www.deiglan.com/askorun/


Anonymous Nafnlaus said...

Djöful góður pistill vinur minn
og mundu að halda með CELTIC  


Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu Kristinn minn,
ég var bara að uppgötva það að mágkona mín er að fara til Glasgow sem Au Pair og við erum að skipuleggja ferð þangað! Sniðugt, ekki satt?  


Blogger Kristinn said...

Algjörlega, við tökum það með trompi!  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.