<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/4016206?origin\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

mánudagur, janúar 16, 2006

04:14 -


Myndanæmið hefur ekki verið upp á marga fiska að undanförnu. Þannig nennir maður ekki að lyfta myndavél nema eitthvað stórmerkilegt beri fyrir augu. Þannig tók ég bara eina mynd í jólafríinu og það var af Árný minni að afgreiða í Ríkinu á Ísafirði. Ef maður vill vera dramtískur má segja að myndin fangi það hvernig stórkostlegum náttúrunnar hring hefur verið lokað. Í verkahring Ríkisstarfsmanna er að selja ungu fólki áfengi svo það geti brotist undan félagslegu taumhaldi og opnað hjörtun hvert fyrir öðru. Uppúr hverri helgi verða til nokkur pör, sum þeirra eignast börn og jafnvel stofna einhver fjölskyldu. Núna er Árný orðin helmingurinn af pari á móti Súna og þau áttu Jón Darra litla í fyrrasumar (þ.e. 2004). Óhjákvæmilega hefur það í för með sér að þau þurfa að fara minna í Ríkið en áður. Þar áður var Árný dyggur viðskiptavinur ÁTVR eins og gefur að skilja. Sérstaklega eru eftirminnilegar margar góðar Ríkisferðir sem við fórum í þegar við leigðum saman á Rauðarárstíg 20 ásamt Hönnu Rósu árið 2002. Þannig standa upp úr ferðir á gráa Daihatsu bílnum hennar Árnýjar í Vínbúðina við Dalbraut í Kópavogi sem á þeim tíma var næsta útsalan með opið á laugardagseftirmiðdögum.


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.