<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

miðvikudagur, janúar 18, 2006

04:40 -


Að fara á pöbbinn er tekið alvarlega hér í Skotlandi. Fólk mælir sér mót á ákveðnum tíma og mætir stundvíslega. Þannig er það ekki heima þar sem allir mæta klukkan hálf tólf í partí sem átti að byrja klukkan níu. Annað sem mér finnst líka alveg frábært er hversu mikil aldursdreifing er á pöbbunum, það virðist ekki vera neitt unga fólks mál að fá sér í glas því maður sér ekki einungis miðaldra fólk heldur líka rígfullorðið á börunum. Þannig mætti ég t.d. gengi fjögurra góðglaðra gamalla kellinga í kvöld þegar ég var á leiðinni heim af kóræfingu. Bifukollurnar gáfu enga sénsa á gangstéttinni og ég mátti klessa mér upp við húsvegg til að hleypa þeim framhjá. Á síðasta föstudag skelltum við nokkrir skólafélagar okkur á pöbbinn og þá var plötusnúðurinn á seinni barnum sem við fórum á silfurrefur í jakkafötum með hárið sleikt aftur og feitan vindil. Óneitanlega var stíll yfir kallinum og hann átti mörg góð útspil í skífunum.

En varðandi það að mæta á réttum tíma þá var aðdragandi pöbbaferðarinnar sá að Steve skólabróðir minn sendi póst á bekkinn og spurði hvort fólk væri ekki til í að taka á því á föstudag. Ég svaraði að sjálfsögðu að ég væri geim og bað hann um að láta mig vita af planinu. Síðan fæ ég póst um að það sé mæting á bar sem vill svo hentuglega til að er hinum megin við götuna frá mér en fannst í brattasta lagi að hittast klukkan tvö. Þannig sendi ég til baka að ég ætlaði að mæta en yrði líklega með seinni skipunum þar sem þurfti að ganga frá ýmsu áður.

Þá kemur þetta snilldar svar frá Steve: "Kristinn mate you'd be late for your own funeral!"

Set með mynd frá bókasafninu til mótvægis við allt þetta gjálífistal.


Anonymous Nafnlaus said...

já stundvísi Íslendinga er ekki uppá marga fiska. Á mínum heimaslóðum þekkist hugtakið "súðavíkurkorter" sem er u.þ.b. 30-90 min. svo er afsökunin "Snorri (Steinsson)er að greiða sér" líka tekin gild. Annars hef ég lært í tímans rás að reglan að byrja snemma og hætta eftir þörfum, er ágæt  


Anonymous Nafnlaus said...

Ég er einmitt mjög dugleg að halda uppi heiðri Íslands í þessum málum hérna í Osló. Skil ekki þetta kjaftæði með að mæta 5 mínútur í! Það þýðir bara að á hverjum degi fara nokkrar 5 mínútur af lífi mínu í það að bíða eftir að klukkan verði eitthvað. Frekar les ég nokkrar blaðsíður í viðbót í skemmtilegu bókinni minni, hleyp í strætó (í stað þess að ganga og bíða) eða sef ögn lengur (það er óhollt að sofa lítið).
Ég er orðin leið á þessum áróðri frá fólki sem mætir snemma!
Steini, þú verður að kenna Birnu Júlíu um Súðavíkurkorterið og Snorri er að greiða sér, þetta er menningararfur sem má ekki glatast!
Með kveðju,
Sigga - B manneskja og stolt af því!  


Blogger Kristinn said...

Halelúja, þetta er geggjun og margar þjóðir ganga hreinlega út í öfgar með þetta. Flaug einu sinni með hollensku flugfélagi og mætti um borð þegar u.þ.b. korter var eftir af hálftíma boarding tímanum. Ég var síðastur um borð og farþegarnir litu á mig eins og viðundur. Hefndin var að fljúga með Icelandair til Amsterdam og sjá hollendingana engjast um af kvöldum þegar allt var orðið temmilega seint í morgunösinni á Keflavíkurflugvelli.  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.