Furða mig líkt og Eiríkur á þessari æðisgengnu múslimafælni sem virðist grassera.
Þessi endemisvitleysa um að útlendingar séu að grafa undan vinnumarkaðinum stenst ekki skoðun. Hún er hins vegar lítill angi af mjög hættulegum viðhorfum sem geta komið efnahag heimsins á kaldan klaka. Einangrunarhyggja hvers kyns mun alltaf skaða heildarhagsmuni mannkyns. Og ekki síður hagsmuni þeirra sem ætlunin er að "vernda" en þeirra sem standa utan múranna.
Hafdis Sunna said...
"HANN Á AFMÆLI Í DAG, HANN Á AFMÆLI Í DAG...."
:) :) :) :) :)
Enn og aftur, til hamingju og njóttu dagsins!
said...
Sæll Kristin
Það hlýtur samt að mega ræða þessi mál... Menn mega ekki minnast á innflytendur eða útlendinga án þess að vera kallaðir Nasistar...
AÐ er varla af ástæðulausu að allmörg Evrópuríki kusu að nýta sér aðlögunarfrestin...
Það hlýtur að vera hægt að ræða þetta án þess að fara útí einhverja öfga-umræðu..
Mér sýnist Frjálslyndi Flokkurinn ekki vera að marka sér einhverja Harðlínu stefnu (kannski Jón Magnússon Utanveltu-Besefi)
Kveðja Þórarinn Ólafsson
árný said...
Kæri vinur Kristinn. Hjartanlega til hammó með ammó!! Kveðjur frá okkur öllum.
Eiríkur Örn Norðdahl said...
Það er að mínu mati alveg ljóst, og sannað með frekar afleitum afleiðingum, að það margborgar sig að "fljóta ekki sofandi að feigðarósi" við uppgang neikvæðrar umræðu um innflytjendur - þá sérílagi þegar sú umræða virðist fyrst og síðast beinast að langt að komnu fólki, eða fólki sem er okkur ólíkt. Slíkt hefur ekkert með atvinnumál eða annað að gera, sú orðræða er einfaldlega dulbúinn rasismi. Málið er ekki að það eigi ekki að ræða innflytjendamál - því síður! - en það á ekki að líðast að rætt sé um innflytjendur með neikvæðum formerkjum, ákveðnir hópar sagðir hafa verið til vandræða alls staðar og ræða heiðursmorð í Silfrinu eins og það sé eitthvað próblem (ætli við eigum ekki nóg með okkar eigin heiðurslausu morðingja).
Nema hvað. Hingað kom ég ekki til að debatera þetta.
Fyrst: Kristinn, til hamingju með afmælið.
Svo: Mig langaði að spyrja þig álits á þessu: http://www.bb.is/?PageID=141&NewsID=87810
kveðja,
Eiríkur
said...