<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/4016206?origin\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

fimmtudagur, júlí 06, 2006

22:29 -


Þá er að pakka niður. Er ekki viss um að meðal Evrópumaður geri sér grein fyrir hversu mikið mál er að pakka niður fyrir Íslandsferð. Það þarf að gera ráð fyrir hrikalegu veðri en líka sól og blíðu. Í 12 daga ferð er allt í boði. Hingað til hefur mér virst ítölsku ferðamennirnir leysa þetta best, þeir fá sér bara þykka dúnúlpu og bregða yfir Mílanódressið og skipta svo út mokkasíunum fyrir glansandi burstaða gönguskó. Still yfir þeim.

Til viðbótar við fötin verð ég svo með mörg kíló af pappír því lokartitgerðarvertíðin er í fullum gangi. Hef notað sólina að undanförnu til að sitja úti og lesa. Get engan veginn hangið fyrir fram tölvu í svona veðri. Þess vegna væri alveg ókei mín vegna ef veðrið væri bara la la á Íslandi.

Held reyndar að ég hafi dottið í lukkupottin með ritgerðina. Endaði semsagt á að kanna efnahagsáhrif háskólastofnana sem er mjög í deiglunni um þessar mundir. Prófessorarnir hér voru stormandi ánægðir með þá uppástungu því Strathclyde í félagi við fleiri stofnanir vinnur að undirbúningi umfangsmikils rannsóknarverkefnis þar sem á að fara ofan í samana á þessum málum og m.a. smíða haglíkan sérstaklega utan um þessar spurningar sem hafa vaknað um hagrænan slagkraft háskólastofnana. Er semsagt að upplifa að vera réttur maður á réttum stað og tíma, sem er alveg magnað. Ritgerðarleiðbeinandinn minn heitir Kim Swales og er einn helsti gúrú Skotlands í svæðisbundinni hagþróun. Frábær náungi og Cambridge maður, sem er ekki stórmál í hinu tilgerðarlausa Skotlandi en þýðingarmikið annars staðar þar sem menn eru uppteknari af goggunarröðinni.

Merkilegt hvað er mikið auðveldara að ferðast frá Glasgow en til. Í fyrramálið vaknar maður svona um áttaleytið og tekur sturtu og morgunmat. Stefnt á að labba út á stoppistöð um níuleytið og krækja í flugvallarstrætó sem gengur á 10 mínútna fresti og er u.þ.b. 20 mínútur á leiðinni. Á hinum endanum tekur svo við endalaus bið efir flugrútunni og svo klukkutíma akstur í bæinn. Brottför kl. korter yfir ellefu, þá byrjar aðlögunin að hefðbundnum íslenskum dónaskap. Flugliðum er uppálagt að hreyta skilaboðum í farþega og nota alls ekki kurteisi eins og please til að herða Bretana upp svo þeir brotni ekki niður í menningarsjokki þegar svellkaldir bílstjórarnir á flugrútunni flexa tjáskiptavöðvanna: ?WHERE ARE YOU GOING????, ?uuhhh, H?ótel Nooordica?, ?YOU! STAY ON THE BUS!!!?. Mig grunar að Ferðamálaráð hafi gefist upp á að reyna að kenna Íslendingum kurteisi og hafi ákveðið að það væri einfaldara að reyna að ljúga að fólki að dónaskapurinn væri eins konar menningarupplifun. Bíð alltaf eftir að sjá auglýsingu frá Flugleiðum þar sem stendur ?Visit the incredible rude island?. Svo verða örugglega allir hrikalega kammó á morgun, týpískt af því ég er búinn að röfla hérna. Búið að klóna Þórunni Lár og setja um borð í allar flugleiðavélarnar. Þá ætla ég að biðja um eiginhandaráritun.

Set með eina hálandamynd n.t.t. af Loch Ness frá því við Binna tókum á sprett um slóðir Monarch of the Glen og víðar um daginn.


Blogger Hafdis Sunna said...

Ég er að hlægja ógeðslega mikið af dónalega rútubílstjóranum sem hreytti í aumingjans útlendinginn sem var kurteisin uppmáluð. "Those Icelanders..."  


Anonymous Nafnlaus said...

Úti í vatninu, til hægri á myndinni er einhver óútskýrð dökk þúst. Gæti þetta verið Nessie?  


Anonymous Nafnlaus said...

Ha haha! Þetta er fyndið. En jafnframt frábær hugmynd að gera út á dónaskap. Til dæmis þegar Ísland og Reykjavík hætta að vera kúl þá getum við farið að rækta dónaskapinn og jafnvel þegar lengra líður farið útí hortugheit, svívirðingar og ofbeldi.
- Excuse me sir, where can we find the next whale watching service?
- Well, you could start by putting your ugly head into your a** and just fu** XZ&%###ARGGHHH!

-kriss  


Anonymous Nafnlaus said...

Ha haha! Þetta er fyndið. En jafnframt frábær hugmynd að gera út á dónaskap. Til dæmis þegar Ísland og Reykjavík hætta að vera kúl þá getum við farið að rækta dónaskapinn og jafnvel þegar lengra líður farið útí hortugheit, svívirðingar og ofbeldi.
- Excuse me sir, where can we find the next whale watching service?
- Well, you could start by putting your ugly head into your a** and just fu** XZ&%###ARGGHHH!

-kriss  


Blogger Kristinn said...

Kriss, þú verður settur yfir þetta verkefni hjá Ferðamálaráði, ekki spurning!  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.