Í síðustu viku brá ég hinsvegar út af vananum og stakk einu Q ofan í körfuna í matvörumarkaðinum. Það var heldur ekki að ástæðulausu því þar er tveggja opnu umfjöllum um snilldarbandið Eagles sem snýst aðallega um hversu truflaðir þeir voru á tónleikaferðalögum. Annað hefði maður nú haldið miðað við mýktartónana sem þeir tóku upp en kemur í ljós að þegar þeir voru búnir að fá leið á að henda sjónvörpum út um hótelglugga tók einn Arnanna upp á því að hafa með keðjusög á túrum og saga hótelhebergin í spað.
Í sama blaði kemur líka fram að í poppheimum sé í gangi krítískt endurmat á norska tríóinu A-ha og menn keppist við að lofsyngja þá. Orð í tíma töluð segi ég nú bara!
Fór í fyrsta prófið í gær og gekk bara vel. Skotarnir tóku ekki annað í mál en við færum á pöbbinn á eftir. Þannig skelltu allir sér í hammara og bjór í hádeginu í gær. Síðan var setið úti í sólinni fram eftir degi til að hlaða batteríin. Viðstaddir voru sammála um að undir þessum kringumstæðum væri Costa del Sol skítapleis sem enginn þyrfti á að halda. Enda bjórinn líklega ódýrari í Glasgow en þar núorðið.
Niðurstaðan er sú að maður vaknaði kaffibrúnn og andlega endurnærður í morgun - tilbúinn í næsta próf!
Skelli með mynd af Örnunum þegar þeir voru upp á sitt besta. Óneitanlega er viss svipur með þeim og 9/11's enda ligg ég ekki á þeirri skoðun að strákarnir eigi heilmikið inni í soft rokk deildinni.
Sigga said...
nei, ekki A-ha! Þeir eru svo fertugir og leiðinlegir, með leim hárgreiðslur og góðir með sig.
Má ég þá frekar biðja um The Great Garlic Girls sem eiga einmitt 25 ára afmæli um þessar mundir. Svona til að halda okkur innan norska skemmti"iðnaðarins".
Kristinn said...
Þetta er einmitt vandinn með þessar gömlu kempur, maður verður að muna þær eins og þær voru. Og alls ekki fara á come back tónleika - það brýtur bara niður goðsögnina. Fór t.d. einu sinni á Stuðmannaball og dauðsé eftir því. Hefði ekki farið á Djúran gegna hárri greiðslu.
Hverjar eru annars hvítlaukspíurnar? Hljómar svakalega!
Sigga said...
Hvítlaukspíurnar eru tveir hressir fýrar sem heita Terje og Jonny sem hneigjast til hins sterkara kyns og fíla að klæðast kvenmannsfötum og sýna öðrum! Þeir voru einu sinni dansarar í Eurovisionframlagi Norðmanna, lagið hét Romeo. "rúmeú, rúmeúú"!
Þeir halda show reglulega um Noreg og eru mikið dáðir.
Voru að rifja upp í gær í sjónvarpsþætti sögur af ferlinum, m.a. sína verstu upplifun þegar þeir fóru til Færeyja '84. Færeyska krádið vissi semsagt ekki "hvers kyns var" og í stuttu máli sagt endaði þetta á taugaáfalli á gistiheimilinu eftir æsilegan eltingaleik, brotnar flöskur og slagsmál. Minnir svolítið á atriði úr Priscillu, Queen of the desert. Töff þessi transabransi!
said...
Komiði sæl
Ég vil mynna á hina þýsku þjóðlagapop/rokksveit The Fliging Lespians/ eða hinar fljúgandi bókaspírur. Þessi sveit hefur a.m.k. gefið út eina plötu fronturinn var rauður grunnur og mynd af tvíeggja öxi, svo nafn sveitarinnar í gotnesku letri a.s.s.
annars þegar ég skrifaði "nafn sveitarinnar" gerði ég mér grein fyrir hve mörg sveitarfélög á íslandi heita ömurlegum og hallærislegum nöfnum t.d. Árborg.
Væri ekki skárra að viðurkenna að maður væri frá Selfossi ef svfél.héti einhverju kúl nafni eins og Skaufasveit eða Ballarbyggð
said...
Kristinn said...
Verst að er ekki almennileg skipulögð glæpastarfsemi á Íslandi, þá gæti Selfoss meikað það sem svona Jersey Íslands. Ég meina þeir eru með fólk í krumpugöllum á bónuðum bílum, Tony væri rökrétt næsta skref.
said...
Gunnar Briem fordæmir allan samanburð milli Nine Elevens og Eagles. Það væri allt eins hægt að bera saman mannaskít (Eagles)og rjómasúkkulaði (Nine Elevens). Þeir taka reyndar góð gítarsóló, það verður ekki af þeim tekið.
said...
Frábært að þú hafir notið góða veðursins eftir prófið - bjór og hammari í sólinni geta bara ekki klikkað! Ohh sumarið er komið, það er bara frábært :)
Ég fíla Eagles og Nine Elevens líka, bæði betra!
Kv. Elín.
said...
Háli Slick er virðingafyllst ósammála Gunnari Briem um Eagles. Mér hefur alltaf fundist músikin fín og lífsstíllinn algjörlega framúrskarandi. Ég ólst náttúrlega upp við Ernina sem hafa í áratugi verið uppáhaldshljómsveit Hála Slick senior.
Við í elleftu septemberunum gætum hæglega lært eitt og annað varðandi lífsstílinn, þó við ættum kannski ekkert að vera að leita í þeirra smiðju þegar kemur að músik.
said...
Háli Slick er virðingafyllst ósammála Gunnari Briem um Eagles. Mér hefur alltaf fundist músikin fín og lífsstíllinn algjörlega framúrskarandi. Ég ólst náttúrlega upp við Ernina sem hafa í áratugi verið uppáhaldshljómsveit Hála Slick senior.
Við í elleftu septemberunum gætum hæglega lært eitt og annað varðandi lífsstílinn, þó við ættum kannski ekkert að vera að leita í þeirra smiðju þegar kemur að músik.