<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/4016206?origin\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

mánudagur, júlí 31, 2006

14:52 -

Ansi þykir mér Vísismönnum vera að takast vel upp með pistlahöfundana á síðunni. Líklega með betri þjóðfélagsumræðu sem hefur farið fram á landinu lengi. Á einhvern hátt er manni létt að lesa þegar þjóðfélagsrýnar koma í orð því sem brennur á manni, sérstaklega ef það virðist gert á vandaðan hátt. Sem minnir mig hversu óskaplega gott það er að hafa Egil Helgason í sumarfríi. Kallinn er gjörsamlega genginn úr skaftinu, endalaus múslimafælni og froðusnakkar að klæmast á hagfræði. Hver man ekki eftir gullkorninu: "Kristrún Heimisdóttir, hvað finnst þér um þessa vaxtahækkun?"

Það hvernig Ísrael (og Ísraelum) er endalaust hlíft við því að horfast í augu við pólitískan veruleika og mannlegt siðferði er hræðilegt og virðist engan enda ætla að taka. Því miður er skelfingarástandið í Líbanon bara minniháttar kafli í áratugalangri ofbeldis- og hörmungasögu. Við Íslendingar erum ekki síst ataðir blóði frænda okkar við Miðjarðarhafið hafandi stutt stofnun Ísraels með oddi og egg en síðan engu skeytt um framhaldið.

Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafræðingur og fyrrum aðstoðarmaður Gunnars Thoroddsen átti góðan pistil um Ísraelspólitíkina: http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060726/SKODANIR01/107260077/1003/THRJU

Þá ekki síður Múrarinn Sverrir Jakobsson: http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060729/SKODANIR04/107290010/1129/SKODANIR

Mér finnst Hafliði Helgason líka ná vel utan um þetta í dag. Þetta er a.m.k. mál sem ég skil: http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060731/SKODANIR04/107310022/1009/SKODANIR


Anonymous Nafnlaus said...

Hvaða bölvaða teknókrasía er hlaupin í þig Stinni? Mega engir nema spakir hagfræðingar tjá sig um vaxtahækkanir eða lækkanir? Ert þú ekki að tjá þig um Ísraelspólitík í þessari færslu án þess að hafa próf upp á vasann í þeim fræðum?  


Blogger Kristinn said...

Að sjálfsgöðu eiga sem flestir að hafa skoðanir á þessum málum og tjá þær. Það eru jú lífskjörin okkar allra sem um ræðir. Þetta var bara orðið yfirgengilegt í vetur hvernig þátt eftir þátt gekk ræpan undan liði sem hafði ekkert til brunns að bera nema ástina á eigin rödd. Og var ævinlega komið fram við það eins og mikilsvirta merkismenn á sviðinu, engu líkara en Keynes og Adam Smith væru mættir í settið.

Þetta væri eins og ég og Jón Geir værum kallaðir reglulega í sjónvarpið til að tjá okkur um framvinduna í meistaradeildinni og þáttarstjórnandinn sæti orðlaus yfir snilldinni.  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.