<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/4016206?origin\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

laugardagur, maí 27, 2006

13:11 -

Mér finnst algert óráð að hafa kosningar á vorin, það setur próftöku og ritgerðaskrif alveg úr skorðum. Nær væri að kjósa á sumrin, þá er hvort eð er ekkert um að vera nema fótbolti. Það endaði með að ég úrskurðaði sjálfan mig í pólitískt straff og hætti að fylgjast með debatinu. Fyrir mér eru kosningar mikið meira spennandi en HM og hægt að verða gjörsamlega heltekinn. Þannig verður spennandi að setjast niður í kvöld og fylgjast með.

Hvað sem fólki finnst um það sem hefur verið skrifað, þá held ég að fjölmennari hópur fólks hafi aldrei tekið formlegan þátt í stjórnmálaumræðunni fyrir vestan en nú. Greinaplássin á BB-vefnum hafa verið uppfærð tvisvar og jafnvel þrisvar á dag núna undir það síðasta sem hlýtur að teljast mjög jákvætt. Ég útlistaði mína afstöðu um daginn: http://bb.is/?PageID=161&NewsID=69851

Ókei, það verður að viðurkennast að ég stalst aðeins til að kíkja á pístlana á BB í morgun. Þar var ég sérstaklega hrifinn af grein Geirþrúðar rótara sem súmmeraði upp það sem ég hef verið að hugsa:

"Við breytum ekki breytinganna vegna. Frambjóðendur Í-listans tala um nauðsynlegar breytingar en ég hef ekki enn heyrt hverjar þær eru. [...] Það er ekki traustvekjandi fyrir okkur kjósendur þegar aðalmál þeirra er að fella Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki málefni, og ekki á borð berandi fyrir okkur kjósendur sem eigum að fela þeim ábyrgðina á bæjarfélaginu."

Sjá á bb.is: http://bb.is/?PageID=153&NewsID=70424

|

fimmtudagur, maí 18, 2006

21:40 -

Þetta gengur ekki lengur, við erum dottin út úr Eurovision í forkeppninni annað árið í röð. Bretar elskuðu Silvíu og hefðu pottþétt greitt henni atkvæði en þeir kusu ekki í forkeppninni frekar en hinar þjóðirnar sem eru þegar inni. Þannig klikkaði Silvía á að höfða ekki nógu vel til þjóðanna austast í álfunni sem dóminera undankeppninni. Þannig legg ég til, þar sem mikið að stórgóðu tónlistarfólki frá Austur Evrópu býr á Íslandi að fyrir næstu keppni verði myndað stórskotalið úr þeim hópi til að rúlla þessu upp. Þýðir greinilega ekki að vera á of vestrænum nótum. Ég bara þoli ekki þessar endurteknu niðurlægingar. Nú þarf að fara að taka þetta alvarlega. Við verðum að fara að vinna þetta!

|

þriðjudagur, maí 16, 2006

23:14 -

Sir Terry Wogan, sem hefur kynnst Eurovision í Bretlandi allar götur síðan 1971 hóstaði þátt í sjónvarpinu í kvöld þar sem var farið yfir sögu keppninnar. Ísland komst að sjálfsögðu á blað fyrir mögnuðustu búningana, eða ICY tríóðið n.t.t. Síðan var Páli Óskari náttúrlega gerð viðeigandi skil: "This is what all you PVC freaks have been waiting for..."

En það sem öllu máli skiptir...Í lokin voru kynnt til sögunnar þau lög sem Bretar telja sigurstranglegust, það eru Belgía, Eistland, Finnland og Ísland. Silvía Nótt fékk lengsta klippið og salurinn klappaði lang mest fyrir henni.

Krakkar, við erum að fara að vinna þetta... Nú verður hefnt fyrir ófarir Selmu í Ísrael 99! Það verður ekkert andsk***** Charlotte Nilson núna!

Hlustið á Silvíu Nótt til að komast í stuð: http://www.silvianight.com/

|

sunnudagur, maí 14, 2006

15:23 -

Þá er maður að ná sér aftur á strik eftir smá spennufall. Var semsagt í síðasta prófi á fimmtudag. Ég mætti síðastur í prófið (samt alveg tíu mínútur í) og endaði þess vegna aftast í stofunni. Mörgum þykir það ekkert slæmt en ég skrifa hægar en talmeinfræðingur á róandi og þarf að leggja mig allan fram til að aðrir geti skilið rithöndina. Þarna aftast hafði ég yfirsýn yfir alla stofuna og sá hvernig hinir settu niður maníska stíla, þéttskrifaðar opnur sem breiðu stafirnir mínir höfðu ekkert í. Eftir oföndum og stress náði ég mér saman og fór að trúa því að vönduð bygging og tilfinning fyrir efninu væru magninu sterkari!

Þannig var mikill léttir þegar prófinu var lokið og ég stakk upp á því við hina að við fengjum okkur kaffi til að ná áttum (verandi Íslendingur ber maður þann menningarfarangur að þykja klæmið að stinga upp á bjórdrykkju í hádeginu). Mótsvarið var að sjálfsögðu að við skildum fara á pöbbinn og fá okkur einn kaldann til að fagna þessum tímamótum. Þannig sátum við úti í sólinni fram eftir degi og nutum lífsins með bjór í annarri. Núna er ég eldrauður á nefinu og á handleggjunum, létt brenndur eftir daginn og finnst það æði.

Hitinn og sólin hér í Skotlandi er eins og heima á Íslandi, bara heitari (duh). Gróðurinn er um margt svipaður og heima, víðirunnar, birki, reynir og þannig. Loftið er ekki rakt og klístrað eins og á meginlandinu heldur nokkuð óbætt af iðnaðarútblæstri eins og heima. Þannig leggur sama góðviðrisilminn um nasir, hreint og norrænt útiloft. Yndislegt alveg. Ætli gott veður sé ekki bara ennþá betra á stöðum sem alla jafna eru ekki mjög veðursælir.

Úr þessu varð mikil gleði, en umgangakerfið veldur mér mestu vandræðum. Ég reyndi að útskýra fyrir Skotunum að ég hefði einfaldlega ekki sama áfengisþol og þeir (n.b. það er fáránlegt hvað þeir megna að innbyrða án sjáanlegra áhrifa). Þá forhertust þeir bara í bjórburðinum, þetta var svakalegt! Áður en yfirlauk höfðu allir siðferðismúrar brostið undan bjórflóðinu svo ég kom bæði við á Burger King og McDonalds á leiðinni heim, og stoppaði svo í Tesco til að kaupa ís. Fitukastið var reyndar góð forvörn fyrir morguninn eftir svo ég sé ekki eftir neinu!

Þetta kvöld hitti ég Martti frá Finnlandi, sem þekkir Bjalla töff frá Innsbruck, svona er nú heimurinn lítill.

Má til með að vera úrillur að lokum. Þessa úrillu ætla ég að tileinka Listahátið, enda fátt sem fer jafn mikið í taugarnar á mér og Listahátið. Hátíðin er dæmi um fyrirbæri sem var einu sinni þarft þar sem meiriháttar höfuðverkur var að flytja inn erlenda listamenn en hefur nú engan tilgang annan en að bjóða miðaldra Samfylkingarkellingum upp á niðurgreidda salsatónleika. Fólk getur bara borgað uppsett verð fyrir þetta stöff, ég trúi ekki að dagskrá Listahátíðar sé full af stórmerkilegri jaðarmenningu sem fólk kæmist annars ekki í snertingu við, þjóðfélaginu öllu til harms. Bara einfalt dæmi eins og hversu mikið flugför hafa lækkað í verði frá árinu 1970 er til merkis um að svona viðburðaframboð þarf ekki ríkisstuðning lengur.

Til mótvægis við umhverfisáhrif þessarar úrillu, svo ég sé úrillu-hlutlaus, þá má ég til með að segja frá því að Guðmundur Andri Thorsson er hættur að fara í taugarnar á mér. Líklega af því ég hef ekki séð hann í sjónvarpi nýlega og pistlarnir hans á vísi.is hafa verið ansi góðir að undanförnu.

Set með sólarmyndir. Því miður var myndavélin ekki með á rallinu góða.

Og síðast en ekki síst vil ég óska Hilmari til hamingju með þrítugsafmælið, Funklistanum til hamingju með tíu ára afmælið og Sigga og Aude til hamingju með nýfædda Herdísi.

|

þriðjudagur, maí 09, 2006

12:29 -

Í gegnum tíðina hef ég haft vissa fordóma gagnvart tónlistartísku og þeim stofnunum sem reka það fyrirbæri. Stundum hefur mér fundist þetta ganga út á það eitt að nota stundarhæp til að pranga upp á fólk músik sem hefur ekkert erindi við aðra en tónlistarmennina sjálfa. Þannig hef ég t.d. ekki keypt tímaritið Q, mikið frekar GQ.

Í síðustu viku brá ég hinsvegar út af vananum og stakk einu Q ofan í körfuna í matvörumarkaðinum. Það var heldur ekki að ástæðulausu því þar er tveggja opnu umfjöllum um snilldarbandið Eagles sem snýst aðallega um hversu truflaðir þeir voru á tónleikaferðalögum. Annað hefði maður nú haldið miðað við mýktartónana sem þeir tóku upp en kemur í ljós að þegar þeir voru búnir að fá leið á að henda sjónvörpum út um hótelglugga tók einn Arnanna upp á því að hafa með keðjusög á túrum og saga hótelhebergin í spað.

Í sama blaði kemur líka fram að í poppheimum sé í gangi krítískt endurmat á norska tríóinu A-ha og menn keppist við að lofsyngja þá. Orð í tíma töluð segi ég nú bara!

Fór í fyrsta prófið í gær og gekk bara vel. Skotarnir tóku ekki annað í mál en við færum á pöbbinn á eftir. Þannig skelltu allir sér í hammara og bjór í hádeginu í gær. Síðan var setið úti í sólinni fram eftir degi til að hlaða batteríin. Viðstaddir voru sammála um að undir þessum kringumstæðum væri Costa del Sol skítapleis sem enginn þyrfti á að halda. Enda bjórinn líklega ódýrari í Glasgow en þar núorðið.

Niðurstaðan er sú að maður vaknaði kaffibrúnn og andlega endurnærður í morgun - tilbúinn í næsta próf!

Skelli með mynd af Örnunum þegar þeir voru upp á sitt besta. Óneitanlega er viss svipur með þeim og 9/11's enda ligg ég ekki á þeirri skoðun að strákarnir eigi heilmikið inni í soft rokk deildinni.

|

miðvikudagur, maí 03, 2006

21:55 -

Tryggvi Þór Herbertsson og Frederic Mishkin leggja til að tekin verði upp ríkisfjármálaregla á Íslandi. Það eru orð í tíma töluð, þó vissulega sé þetta abstrakt og óútfært hjá þeim köppunum.

Svoleiðis kerfi, reyndar heldur flóknara, er í gangi í Bretlandi og hefur gefist vel.

Kíkið á skýrsluna, hún er mjög hrein og bein: http://www.chamber.is/news.asp?id=526&news_ID=479&type=one

|

þriðjudagur, maí 02, 2006

21:29 -

Ekki líst mér nógu vel á vænt gengi Sjallanna í bæjarstjórninni á Ísafirði. Samkvæmt spánýrri skoðanakönnun stefnir í að Olla Bæjó taki við að Hadda Bæjó, þar sem Í-listanum er spáð hreinum meirihluta. Enn er þó langt í kosningar...

Sjá frétt á Vísi.is: http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060502/FRETTIR01/60502079/1092

|

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.