"Nú stendur til að byggja ný álver og stækka þau sem fyrir eru á næstu árum og landið er brátt að verða eitt helsta álframleiðsluland heims. Þetta mun leiða til þess að krónan mun halda áfram styrk sínum með þeim afleiðingum að önnur íslensk iðnfyrirtæki munu flytja starfsemi sína annað. Þetta gefur auga leið. Hvaða útflutningsgreinar munu þola áratugar nær samfellt uppbyggingarskeið í stjóriðju frá 2003 til 2013", spurði Ágúst Guðmundsson í Bakkavör á Viðskiptaþingi. Frá þessu var greint í fréttum mbl.is. Á Vísi.is má svo lesa frétt af stefnumörkun Marel um stórfelldan vöxt í útlöndum. Þar segir forstjórinn augljósann kost stefnunnar að vægi kostnaðar í krónum muni stórminnka úr 23% í 7%. "Augljóst er að vilji stjórnvalda er að hafa krónuna sterka áfram og við verðum að bregðast við því", sagði Hörður Arnarson í Marel.
Kárahnjúkastífla. Glæsilegt mannvirki, en hvað kostar það þegar upp er staðið? Mynd: www.karahnjukar.is.
said...
hvaða geðveiki er þetta. Er þetta hugmyndaleysi, eiga þau í ríkisstjórnini hlutabréf í þessum kompaníum, eða hefur Valgerður í hótunum t.d. "Halldór nú byggjum við 15 álver eða ég set þessar myndir af þér á internetið".