Mér fannst grein Hadda góð, hann hæðir blaðamanninn og pakkar honum inn í staðalmynd hnignunarklámkóngs. Það verður spennandi að sjá Mannlíf, skyldu þeir hafa nota millifyrirsögnina Húsin yfirgefin? Og jafnvel birt svarthvíta hákontrast mynd af hjalli niður í fjöru?
Hér koma tenglarnir.
Gagnrýni Brynjólfs Flosasonar:
http://bb.is/?PageID=153&NewsID=65780
Gagnrýni Hadda bæjó:
http://www.haddi.is/index.asp?m_id=4&id=252
Svar Reynis Trausta:
http://www.mannlif.is/Ritstjoraspjall/nr/192
said...
Búin að lesa blaðið. Vægt til orða tekið var þetta engin auglýsing fyrir fjórðunginn. Engar myndir af sólríkum sumardögum í Tungudal!
bestu kveðjur,
Sigga
said...
Las umfjöllun Mannlífs og fannst hún mjög vel unnin. Ef mér skjátlast ekki voru viðmælendurnir flestir nánir samverkamenn bæjarstjórans. Fýluskrif bæjarstjórans koma ekki á óvart. Staðreyndir hafa aldrei haldið fyrir honum vöku. Til hvers ætti það svo sem að vera. Lýðurinn virðist ætla að fylgja honum fyrir björg. Eru þá ekki allir ánægðir?
Eiríkur Örn Norðdahl said...
Ég var nú einn viðmælenda, og telst seint til samverkamanna bæjarstjórans. Ég hef ekki séð umfjöllunina, en ég þóttist finna fyrir þessu hjá Páli Ásgeir sem Haddi minnist á, að hann hafi verið búinn að komast að sínum niðurstöðum áður en hann kom vestur. Enda kannski erfitt fyrir flóttamann að horfast í augu við að heimabyggð hans sé ekki að rotna og leysast upp. Það eina sem ég veit að er haft eftir mér í þessari grein er að ég kallaði áratuginn 1990-2000 svarta áratuginn, en það var líka með áherslu á að það væri langt síðan áratugnum lauk. Þegar ég hugsa út í það þyrfti ég eiginlega að fara að komast yfir þetta blessaða tölublað. Einnig óstaðfestar heimildir fyrir því að haft hafi verið eftir mér að ég ætlaði að flytja suður, en það gæti ekki verið fjær sanni, enda finnst mér Reykjavík rassgat og kæri mig ekkert um það.
said...
Sem flóttamanni finnst mér einmitt bjartsýni og velgengni hafi aukist í mínum ágæta fjórðungi, því ef horft er á heildarmyndina eru Vestfirðir, þrátt fyrir bakslög (rækjuiðnaðurinn,lokanir á Bíldudal,fólksflótti) að vaxa ásmeginn, í þeim skilningi að menn eru ekki lengur að bíða eftir einhverjum reddingum , heldur eru þeir farnir að hjálpa sér sjálfir s.b. kvótinn er kominn aftur til Bolungarvíkur, Súðvíkingar eru með skemmtilegar nýjungar í atvinnumálum og flestir staðirnir frá Þingeyri og norður úr eru að rétta úr kúttnum á ýmsann hátt. Ég hef ekki séð þessa greinn er ég tek undir með Eiríki að áratugurinn 1990-2000 hafi verið svartur, í það minnsta dökkgrár, annars held ég að stæðsta hættan í mannlífshnignun Ísafjarðar sé styttur opnunartími Langa Manga !
said...
Ég las þessa blessuðu fréttaskýringu. Veit ekki alveg hvað fréttaskýring er og hvort þessi grein flokkist undir hana en vissulega lítur hún meira traustvekjandi með þeim undirtitli. En sem alþjóð veit þá er Páll Ásgeir með eindæmum leiðinlegur fjölmiðlamaður samanber útvarpsmennska hjá Rás2. Mig grunar að það blundi einhverjir rithöfundadraumar í honum, og að honum finnist ákaflega gaman að lesa texta eftir sjálfan sig. Þessi grein fjallar algjörlega um allt hið neikvæða sem hefur dunið á okkur á síðustu fimmtán árum, ég er mest hissa að það birtust ekki myndir frá snjóflóðunum.
said...
Eiríkur, ég sagði líka að viðmælendurnir hefðu FLESTIR verið nánir samverkamenn bæjarstjórans. Þú hefur að vísu verið duglegur við að copy/pastea frá honum en þrátt fyrir það taldi ég þig ekki með nánum samverkamönnum og er í raun hissa á því að þú skulir telja ástæðu til þess að bera það af þér. Trúir þú því Eiríkur að allir þeir sem flytja frá okkur bíði þess eins og voni að heimabyggðin rotni og leysist upp? Er það með þessa víðsýni sem þú nálgast þín verkefni sem blaðamaður. Mér sýnist þú vera að lýsa sjálfum þér miklu frekar en Páli Djúpmanni.
Eiríkur Örn Norðdahl said...
Þetta er nú ekki svaravert, en ég skal nú samt reyna.
1) Ég kópípeista margt og mikið, og minna í blaðamennsku en annars staðar, satt best að segja. Ég man ekki til þess að hafa kópípeistað nema eina og eina málsgrein af heimasíðu Hadda, þó ég hafi oft hringt í hann til að fá komment á eitt og annað, enda er hann bæjarstjóri sveitarfélagsins og þarf að svara fyrir sitt. Ég lít ekki svo á að það sé hlutverk mitt að nota miðilinn Bæjarins besta til að lýsa eigin skoðunum, ætlist ég fyrir slíkt nota ég aðrar leiðir til þess, eins og aðrir bæjarbúar. Ég er hins vegar, svo ég taki það fram, enginn sjálfstæðismaður og ósammála Halldóri um margar útfærslur á bæjarmálum, þó ég hafi aldrei skilið það gegndarlausa hatur sem margir virðast hafa á honum.
2) Rétt eins og þú bendir mér á að þú hafir einungis sagt flestir, þá skal ég benda þér á að lesa málsgrein mína aftur - hún átti einungis við Pál, en síður en svo alla, eins þú kýst að orða spurninguna, auk þess - og þetta skiptir líklega mestu máli - þá er í málsgrein minni orðið 'kannski' sem er þeim eiginleikum gætt að læsir menn mega vera vissir um að ekkert er fullyrt heldur einungis spurt.
3) Nafnleysingjanum bendi ég einnig á að ég, fyrir mína parta, nenni ekki að rífast við nafnlausa menn og verður því engu frekar svarað úr þessari áttinni nema hann andskotist til að skrifa nafn sitt undir ávirðingar í minn garð. Og svo verður hann laminn á næsta balli.
said...
...ég náði aldrei út á hvað þetta mál gekk, en mikið djöfull er aumingjalegt að rífa kjaft nafnlaust...