<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

föstudagur, nóvember 18, 2005

01:04 -


Nú er mikið um að vera. Kammerkórinn heldur tónleika annað kvöld og svo erum við að fara að frumflytja mótettu eftir skoska tónskáldið James McMillan í messu á sunnudagsmorgun - skilst að hann sé stórt númer. Reyndar er þetta kaþólsk messa svo maður verður illa settur gagnvart páfavillunni - veit ekki hvað Siggi Gunnars segir við þessu, hann ráðlagði mér að forðast svona aðstæður. Til öryggis vil ég óska eftir því að einhver komi að sækja mig til Rómar ef kórinn verður tekinn í pant fyrir aflátsbréfaskuldir.

Tók eftir því á BB, að það á að stofna Austfirðingafélagið á Vestfjörðum. Mér finnst þetta stórgott mál enda á þeirri skoðun að Austfirðingar séu sérstakt öndvegisfólk. Mér finnst þá líka tímabært að Hálfdán Bjarki hrindi hugmyndum sínum um Reykvíkingafélagið á Ísafirði í framkvæmd.

Um daginn fórum við nokkrir skólafélagar í golf. Almennt spila ég ekki golf, en í anda samvinnu og samstöðu ákvað ég að fara með, enda málið kynnt þannig fyrir mér að um sérstaklega léttann níu holu túr á minniháttar golfvelli yrði að ræða. Hér í fæðingarlandi golfsins náði þetta að þróast yfir í hópferð á massívan 18 holu golfvöll sem var erfiðari yfirferðar en meðal gönguleið á Hornströndum. Þarna voru hólar og hæðir, og brautirnar lágu yfirleitt til skiptis niður á móti og upp á móti. Þannig var ekki nóg að maður gerði sig að fífli innan um sjentilmennin á þessum fína velli heldur var erfitt að setjast fyrir harðsperrum tvo daga á eftir. Málsbætur voru að nokkrir aðrir í hópnum voru frekar slakir svo ég var ekki langverstur.

Á meðfylgjandi mynd sjáumst við Neil Cowan bekkjarbróðir pósa fyrir myndavélina fyrir teighögg. Glöggir lesendur sjá grínið í baksýn. Nota bene þá er á þarna fyrir neðan, sem sést ekki á myndinni, og mér tókst að skjóta yfir hana, nánast inn á grín - ég geri mér samt engar grillur, þetta er bara ekki mitt sport.

Smart samt.


Anonymous Nafnlaus said...

þú ert eins og í Dressmann auglýsingu, helvíti flottur  


Anonymous Nafnlaus said...

Hvað er að koma fyrir árgang "77 Kristinn farinn að spila golf og Elín farinn að vinna í dragt og háum hælum.

Hvað er næst.

Kristinn þú bara hringir og ég mæti í golf til mekka "golfsins" þú kannski kynnir þér golfvellina og bendir á 5 þá bestu í kring.

kv
Torfi Jó  


Blogger Kristinn said...

Dúmm dúmm dúrúm dúmmm dúmmm, dúmm dúmm! Dressmann klikkar ekki!

Já von þú spyrjir Torfi, svei mér þá ég veit ekki hvað gerist næst, en þó ber að ítreka að þetta var nú meira fyrir kurteisissakir af minni hálfu, ég reikna ekki með að fá stæka golfbakteríu. En nóg er af völlunum ef það gerist svo golfferðir til Skotlands ættu ekki að vera vandamálið.  


Anonymous Nafnlaus said...

Hae Kristinn, djof... ertu ordinn grannur og spengilegur! Greinilegt ad mataraedid er ad bera godan arangur. Litur svo vel ut tharna a golfvellinum. Ja, eins og Steini sagdi, alveg eins og klipptur ut ur Dressmann auglysingu :)

Kv. Ella irska.  


Blogger Hafdis Sunna said...

Æðislegt Kristinn! Voðalega buisness e-ð, ég sé að þú ert alveg að fitta inn í ímyndina.  


Anonymous Nafnlaus said...

Það er nauðsynlegt fyrir unga menn á uppleið að taka sig vel út golfvellinum, og það gerirðu svo sannarlega Kristinn minn. Vonandi kemst ekki upp um kynvillu þína í messunni, annars held ég svosem að þetta kaþólska slegti sé samkynhneigðara en ands...
Sammála Torfa, Elín í dragt og hælum í fjárfestingabankanum er eitthvað sem maður sá alls ekki fyrir.  


Blogger oakleyses said...

coach purses, true religion jeans, nike air max, ray ban pas cher, vans pas cher, ralph lauren pas cher, coach outlet, north face, hogan, true religion outlet, nike free, true religion jeans, air jordan pas cher, hermes, air force, ray ban uk, ralph lauren uk, lululemon, air max, north face, sac guess, new balance pas cher, hollister pas cher, nike air max, mulberry, lacoste pas cher, nike blazer, louboutin pas cher, abercrombie and fitch, nike roshe run, converse pas cher, michael kors, tn pas cher, true religion jeans, longchamp pas cher, nike free run uk, timberland, burberry, nike roshe, michael kors, oakley pas cher, kate spade handbags, michael kors, coach factory outlet, sac longchamp, hollister, coach outlet, michael kors, vanessa bruno, nike air max  


Blogger oakleyses said...

north face outlet, abercrombie and fitch, soccer shoes, birkin bag, nike roshe, hollister, vans shoes, valentino shoes, nike air max, converse, louboutin, wedding dresses, nike air max, mont blanc, north face outlet, asics running shoes, converse outlet, insanity workout, ferragamo shoes, nfl jerseys, baseball bats, nike huarache, iphone 6 cases, reebok shoes, ray ban, nike trainers, giuseppe zanotti, ghd, hollister, gucci, bottega veneta, babyliss, vans, mac cosmetics, celine handbags, beats by dre, oakley, timberland boots, ralph lauren, soccer jerseys, herve leger, new balance, p90x workout, chi flat iron, jimmy choo shoes, longchamp, lululemon, instyler, mcm handbags, hollister  


Blogger oakleyses said...

michael kors handbags, moncler, wedding dresses, ugg boots uk, barbour, bottes ugg, canada goose uk, louis vuitton, marc jacobs, swarovski crystal, moncler outlet, moncler, ugg,ugg australia,ugg italia, louis vuitton, doudoune canada goose, juicy couture outlet, replica watches, louis vuitton, canada goose, links of london, thomas sabo, swarovski, doke gabbana outlet, hollister, moncler, lancel, michael kors outlet online, moncler, montre pas cher, juicy couture outlet, pandora charms, canada goose, karen millen, ugg pas cher, moncler, moncler, pandora jewelry, pandora jewelry, toms shoes, moncler, canada goose outlet, barbour jackets, pandora charms, supra shoes, canada goose, michael kors outlet, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, coach outlet, ugg,uggs,uggs canada, sac louis vuitton pas cher  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.