<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

sunnudagur, nóvember 13, 2005

14:35 -

Þetta er ansi gott. Núna þegar tveir viðskiptafræðingar, þar af annar með garðyrkjupróf að auki, textílhönnuður, vélstjóri, dýralæknanemi og viðskiptanemi eru búnir að tjá sig um málið sé ég ekki betur en að það séu komnir nokkuð sterkir drættir að niðurstöðu. Svei mér þá ef þessi samsetning hópsins er bara ekki eftir formúlunni hjá McKinsey & Co! E.t.v. ætti maður að senda menntamálaráðherra link á síðuna og reikning fyrir ráðgjafarþjónustu.

Í sem stystu máli sýnist mér fólk á því að hvernig sem flækjan þarna á kennarastofunni varð til þá bjóði rammi ríkisstofnunar engan vegin upp á lausn, með einum eða öðrum hætti. Þá er minnt á að vinnustaðir eru alls ekki alltaf (og kannski sjaldnast) mjög sanngjarn vettvangur þar sem ágreiningur fólks er leystur í kristilegu bróðerni. Heldur ræður séffinn ríkjum og hinir fá skófar á rassinn séu þeir ekki sammála. Síðan er það þá stjórnarinnar að hirta séffann sé hann að búa til innræktaðan og duglausan hóp já-manna. Þá má segja að illmögulegt sé fyrir utanaðkomandi aðila að setja sig inn í blæbrigði einstakra mála, eða einstaka atburði, eins og hér um ræðir, heldur verði þeir að skoða málin mun almennar.

Þannig leggjum við til að sjálfstæði stofnunarinnar verði aukið og vald skólastjórnenda til að haga sínum rekstri eins og þeim þykir henta verði aukið. Jafnframt verði ábyrgð lykilstjórnenda skýr gagnvart stjórn sem hafi fulla heimild til að segja skólameistara upp störfum eða endurnýja ekki ráðningu þyki þeim stjórnunin ófullnægjandi. Þá verði lögmæti stjórnar aukið með því að gefa almenningi kost á að hafa áhrif á kjör hennar. T.d. með beinni kosningu á starfssvæði skólans eins og finna má dæmi um í Bandaríkjunum. Færa má rök fyrir því að stofnanir eins og framhaldsskólar séu afar þýðingarmiklar fyrir svæðið sem þær starfa á og því líklegt að áhugi samfélagsins á vegsemd þeirra sé mikill.

Núverandi fyrirkomulag er meingallað þar sem skólameistari hefur ekki heimild til að manna skólann eftir hentugleika, heldur er bundinn af einkaleyfi kennarastéttarinnar á kennslu og reglum um opinbera starfsmenn. Ef skólameistarinn reynist svo klikkaður, eða bara lélegur, þá er bölvaður höfuðverkur að reka hann. Stjórnin virðist í reynd aðallega upp á punt og er ólíkleg til að gera nokkuð. Ef menntamálaráðherra fer að skipta sér af málinu þá er hrópað "pólitísk afskipti" og allt verður brjálað. Enda svosem fáránlegt ef ráðherra þarf að víla og díla með örlög einstakra embættismanna. Nær væri að auka dreifistýringu opinbera geirans á Íslandi, líkt og gert hefur verið t.d. í Bretlandi. Miðstýringaráráttan sem er alltumlykjandi í íslenska stjórnkerfinu er í einu orði sagt sjúkleg, en það er nú annað mál og meira.

Þess má geta að innan skamms er væntanleg fyrir almenningssjónir skýrsla Félagsvísindastofnunar um stjórnunarhætti í MÍ og verður forvitnilegt að sjá hvaða niðurstöðu þeir komast að.

Vegna spurningar Þorsteins Yngva er rétt að taka fram að ég er með öllu óvenslaður málsaðilum.


Anonymous Nafnlaus said...

uuuhhhhhh..... Yeahh... what he said!  


Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð að fá að óska þér til hamingju með nýjasta útspil forsætisráðherrans! Nú er bara að fara að velja sér land til að sækja púkann frá. Ertu ekki glaður?
Sigga  


Anonymous Nafnlaus said...

Er þessi skrípaleikur forsætisráðherra ekki fyrst og síðast ætlaður til að beina athyglinni frá þeirri staðreynd að samkynhneigðum karlmönnum stendur ekki gervifrjóvgun til boða? Sem er auðvitað hneyksli!
-Eiríkur  


Blogger Kristinn said...

Júhú, þetta er sko toppurinn! Nú fer maður að reyna að verða sér úti um eintök af GQ Baby, til að kynna sér nýjustu strauma í barnafatatískunni.

Svo er það náttúrlega alveg rétt hjá Eiríki að það er forkastanlegt að við höfuð ekki unnið bug á þessu framlagi náttúrunnar til ójafnréttis að karlmenn geti ekki getið og gengið með börn.  


Anonymous Nafnlaus said...

Eiríkur og Kristinn.

reyniði nú að vera svoldið málefnalegir

Smári  


Blogger Kristinn said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.  


Blogger Kristinn said...

Ha ha ha, nú er miðaldra Samfylkingarkellingin farin að tala í gegnum Smár' Specht. Panta áritað plakat af Frú Brundtland næst þegar þú kemur aftur til nýja landsins!  


Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit um enn betri gjöf handa þér Kristinn.
"Gift med Gro" (ísl: Giftur Gróu)-reynslusaga Arne Olav Brundtland (fjallar aðallega um skilningsleysi samfélagsins gagnvart heimavinnandi húsföður á áttunda áratugnum) og svo framhaldið! "Fortsatt gift med Gro" (ísl: Ennþá giftur Gróu).
Menn gerast nú varla meiri samfylkingarkellingar en hann Arne Olav!
Sigga (fortsatt gift med Smári..)  


Blogger Kristinn said...

Þið eruð að grínast. Þvílíkt fyrirbæri! Norðurlandabúar eru svo klikk, líklega vanmetnustu sérvitringar álfunnar. Miðjarðarhafsliðið sem fær niðursoðna tómata senda að heiman og frakkarnir sem kveikja í bílum af því eru í tilvistarkreppu eru algerir byrjendur miðað við flippaðasta liðið í Evrópu. Sé bara fyrir mér herra Brundtland á inniskónum. Núna verð ég að fara komast til Noregs. Það er Zambíumaður með mér í bekk sem hefur komið til Noregs en ég hef ekki komið til gamla landsins.  


Blogger oakleyses said...

cheap oakley sunglasses, tiffany jewelry, replica watches, longchamp outlet, ray ban sunglasses, michael kors, prada handbags, michael kors outlet, longchamp outlet, christian louboutin outlet, louboutin, uggs on sale, burberry, michael kors outlet, michael kors outlet, nike outlet, polo ralph lauren outlet, ugg boots, ugg boots, prada outlet, polo ralph lauren outlet, tory burch outlet, michael kors outlet, burberry outlet online, kate spade outlet, ray ban sunglasses, gucci outlet, louboutin outlet, ugg boots, louis vuitton outlet, louis vuitton, oakley sunglasses, louboutin shoes, jordan shoes, louis vuitton, tiffany and co, ray ban sunglasses, nike air max, louis vuitton outlet, longchamp, replica watches, oakley sunglasses, nike free, ugg boots, oakley sunglasses, chanel handbags, michael kors outlet  


Blogger oakleyses said...

coach purses, true religion jeans, nike air max, ray ban pas cher, vans pas cher, ralph lauren pas cher, coach outlet, north face, hogan, true religion outlet, nike free, true religion jeans, air jordan pas cher, hermes, air force, ray ban uk, ralph lauren uk, lululemon, air max, north face, sac guess, new balance pas cher, hollister pas cher, nike air max, mulberry, lacoste pas cher, nike blazer, louboutin pas cher, abercrombie and fitch, nike roshe run, converse pas cher, michael kors, tn pas cher, true religion jeans, longchamp pas cher, nike free run uk, timberland, burberry, nike roshe, michael kors, oakley pas cher, kate spade handbags, michael kors, coach factory outlet, sac longchamp, hollister, coach outlet, michael kors, vanessa bruno, nike air max  


Blogger oakleyses said...

north face outlet, abercrombie and fitch, soccer shoes, birkin bag, nike roshe, hollister, vans shoes, valentino shoes, nike air max, converse, louboutin, wedding dresses, nike air max, mont blanc, north face outlet, asics running shoes, converse outlet, insanity workout, ferragamo shoes, nfl jerseys, baseball bats, nike huarache, iphone 6 cases, reebok shoes, ray ban, nike trainers, giuseppe zanotti, ghd, hollister, gucci, bottega veneta, babyliss, vans, mac cosmetics, celine handbags, beats by dre, oakley, timberland boots, ralph lauren, soccer jerseys, herve leger, new balance, p90x workout, chi flat iron, jimmy choo shoes, longchamp, lululemon, instyler, mcm handbags, hollister  


Blogger oakleyses said...

michael kors handbags, moncler, wedding dresses, ugg boots uk, barbour, bottes ugg, canada goose uk, louis vuitton, marc jacobs, swarovski crystal, moncler outlet, moncler, ugg,ugg australia,ugg italia, louis vuitton, doudoune canada goose, juicy couture outlet, replica watches, louis vuitton, canada goose, links of london, thomas sabo, swarovski, doke gabbana outlet, hollister, moncler, lancel, michael kors outlet online, moncler, montre pas cher, juicy couture outlet, pandora charms, canada goose, karen millen, ugg pas cher, moncler, moncler, pandora jewelry, pandora jewelry, toms shoes, moncler, canada goose outlet, barbour jackets, pandora charms, supra shoes, canada goose, michael kors outlet, canada goose outlet, louis vuitton, canada goose, coach outlet, ugg,uggs,uggs canada, sac louis vuitton pas cher  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.