Ég dvaldi á indversku gistiheimili í Rauða hverfinu svo það fór ekki framhjá mér, en hafði tvöfalt afþreyingargildi því sögurnar frá Gunna Jóns og Steina snarlifnuðu við á rölti um göturnar - mér fannst ég hafa séð þetta oft áður. Síðan var kíkt á bari og baðhús og m.a.s. leðurverslanir þó ekkert hafi verið keypt í þetta sinn þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar. Það þýðir heldur ekkert að flana að svoleiðis ákvörðunum, og auðvitað verður maður af hafa eitthvað fólk með sér sem getur gefið second opinion. Reyndar hefur draumurinn alltaf verið að eignast rauðar Paul Stanley buxur en búðirnar sem ég skoðaði einblíndu á harðari tísku.
said...
já það borgar sig ekki að flana að neinu þegar leðurbuxur eru annars vegar, mjög tricky bisness...
Kiddý
Kristjan said...
Það væri forvitnilegt að heyra lýsingar á indverska gistihúsinu í rauða hverfinu. Hljómar ekki of traustvekjandi.