laugardagur, mars 12, 2005
17:49 -
Á miðvikudaginn tók ég þátt í hópferð hagfræðinema til Brussel - kannski ekki rosa stuð en ágætis túr. Heimsóttum semsagt eina af fjölmörgum byggingum framkvæmdastjórnarinnar þar sem við fengum smá innsýn í hvernig er að vinna fyrir EU og síðan heimsóttum við Evrópuþingið eftir hádegi. Ég átti nú von á einhverju meira grand en það sem við sáum voru voða venjulegar skrifstofubyggingar - allt frekar praktískt og hefðbundið. Einhvernvegin bjóst maður við meiri geðveiki - anddyri með átta metra háum styttum í klassískum stíl, gosbrunnum og þannig.
Niðurstaðan úr kynningunni var sú að EU starfsmenn búa við betri kjör en gengur og gerist hjá hinu opinbera í aðildarlöndunum en vinna jafnan lengri vinnudag.
Annað sem er mjög athyglisvert og ástæða til að rýna betur í er að okkur var tjáð að sérfræðingar frá gömlu EU löndunum 15 myndu eiga á brattann að sækja í ráðningum næstu árin meðan væri verið að koma fólki frá nýju löndunum inn í kerfið. Evrópusambandið viðurkennir semsagt að starfsmenn stjórnsýslunnar hafa heilmikil áhrif og því þurfi mönnunin að endurspegla aðildarríkin. Þetta er nú eitthvað sem þyrfti að taka til góðrar umræðu á Íslandi þar sem enginn getur talað um já ráðherra leikinn af því allir eiga svo mikið undir einhverjum embættismannakerfinu.
Hér sjást nokkrir hressir þjóðverjar fyrir utan byggingu Evrópuþingsins í Brussel.
© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.