<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

laugardagur, mars 12, 2005

17:49 -


Á miðvikudaginn tók ég þátt í hópferð hagfræðinema til Brussel - kannski ekki rosa stuð en ágætis túr. Heimsóttum semsagt eina af fjölmörgum byggingum framkvæmdastjórnarinnar þar sem við fengum smá innsýn í hvernig er að vinna fyrir EU og síðan heimsóttum við Evrópuþingið eftir hádegi. Ég átti nú von á einhverju meira grand en það sem við sáum voru voða venjulegar skrifstofubyggingar - allt frekar praktískt og hefðbundið. Einhvernvegin bjóst maður við meiri geðveiki - anddyri með átta metra háum styttum í klassískum stíl, gosbrunnum og þannig.

Niðurstaðan úr kynningunni var sú að EU starfsmenn búa við betri kjör en gengur og gerist hjá hinu opinbera í aðildarlöndunum en vinna jafnan lengri vinnudag.

Annað sem er mjög athyglisvert og ástæða til að rýna betur í er að okkur var tjáð að sérfræðingar frá gömlu EU löndunum 15 myndu eiga á brattann að sækja í ráðningum næstu árin meðan væri verið að koma fólki frá nýju löndunum inn í kerfið. Evrópusambandið viðurkennir semsagt að starfsmenn stjórnsýslunnar hafa heilmikil áhrif og því þurfi mönnunin að endurspegla aðildarríkin. Þetta er nú eitthvað sem þyrfti að taka til góðrar umræðu á Íslandi þar sem enginn getur talað um já ráðherra leikinn af því allir eiga svo mikið undir einhverjum embættismannakerfinu.

Hér sjást nokkrir hressir þjóðverjar fyrir utan byggingu Evrópuþingsins í Brussel. Posted by Hello


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.