
Vorið kom í síðustu viku og af því tilefni kveiktu húsfélagarnir varðeld úti í garði og síðan var setið við bjór og stuð fram eftir kvöldi. Veðrið er semsagt búið að vera gott sem gerir öll mál að smámálum. Þannig er allt búið að vera á haus af því það eru próf í næstu viku og ritgerðar að komast á eindaga, en svo undarlega sem það hljómar er mikið skemmtilegra að sitja yfir bókunum þegar maður veit af góðu veðri úti en þegar er rigning og kuldi.
