<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

laugardagur, mars 12, 2005

17:51 -


Annars finnst mér Brussel sniðug borg, skipulagt kaos þar sem ægir saman alls kyns arkitektúr. Maastricht er á mörkum aðhaldssemi hollenskra mótmælenda og hedónisma frönskumælandi nágrannanna en í Brussel er maður kominn örugglega yfir línuna. Fullt af börum og veitingahúsum og húsvínið á sjoppulegustu kaffihúsum er stórfínt. En á móti kemur að verðlagið þar fellur ekki vel að námslánunum, enda svo mikið af risnuliði sem vinnur þar að það er lítil pressa á mönnum að halda verðlaginu í skefjum.

Að öðru leyti er allt með rólegasta móti. Tvö próf framundan á þriðja og fimmta í páskum. Maður fylgist þá bara með Aldrei fór ég suður á netinu. Veðrið mætti samt vera betra. Hér hefur verið mjög stöðugt vetrarveður síðasta mánuðinn með frosti og þurru veðri en nú hefur skellt á suðlægum áttum með tilfallandi rigningu og roki.

Á þingpöllunum í Brussel. Í þessum sal er víst kosið 6-7 sinnum á ári, en í hverjum mánuði flykkist allt þingliðið til Strassborgar í Frakklandi til að afgreiða mál. Posted by Hello


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.