laugardagur, mars 12, 2005
17:51 -
Annars finnst mér Brussel sniðug borg, skipulagt kaos þar sem ægir saman alls kyns arkitektúr. Maastricht er á mörkum aðhaldssemi hollenskra mótmælenda og hedónisma frönskumælandi nágrannanna en í Brussel er maður kominn örugglega yfir línuna. Fullt af börum og veitingahúsum og húsvínið á sjoppulegustu kaffihúsum er stórfínt. En á móti kemur að verðlagið þar fellur ekki vel að námslánunum, enda svo mikið af risnuliði sem vinnur þar að það er lítil pressa á mönnum að halda verðlaginu í skefjum.
Að öðru leyti er allt með rólegasta móti. Tvö próf framundan á þriðja og fimmta í páskum. Maður fylgist þá bara með Aldrei fór ég suður á netinu. Veðrið mætti samt vera betra. Hér hefur verið mjög stöðugt vetrarveður síðasta mánuðinn með frosti og þurru veðri en nú hefur skellt á suðlægum áttum með tilfallandi rigningu og roki.
Á þingpöllunum í Brussel. Í þessum sal er víst kosið 6-7 sinnum á ári, en í hverjum mánuði flykkist allt þingliðið til Strassborgar í Frakklandi til að afgreiða mál.
© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.