<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

mánudagur, mars 21, 2005

18:27 -


Það segir nú ýmislegt um fréttamatið á þessari síðu að ég er himinlifandi því að hafa fundið tvo nýja stórmarkaði í vikunni, í einungis um fimm mínútna hjólafæri frá mér. Þetta eru semsagt Aldi lágvörumarkaður og GB (næstum BG) markaður sem er vörumerki í eigu Carrefour og er u.þ.b. á Hagkaupsmælikvarða. Þessar búðir eru semsagt í nágrannabæ hér í Belgíu sem er í öfuga átt við Maastricht og því hef ég ekki átt neitt erindi þá leiðina. Skemmtilegast við þetta er að þrátt fyrir að maður verði ekki á físískan hátt var við landamæri Belgíu og Hollands að þá virðast þau samt marka nokkur skil í matarmenningunni. Þannig er t.d. hægt að kaupa gourmet spörfugla í kjötborðinu.

Mikilvægast af öllu er samt sjálfsalinn fyrir utan GB sem mér finnst algjört undratæki. Þetta er semsagt stór útstillingargluggi með ýmsum nauðsynjavörum, túrtöppum, brauði, nokkrum tegundum af bjór, 1944 réttum, snakki, og fleiri vörutegundum sem getur verið gott að geta nálgast með stuttum fyrirvara. Þetta þykir mér frelsi sem vit er í - að geta skellt sér á hjólinu og náð í kaldann öllara allan sólarhringinn. Það sem gerir þetta svo öllu póstmódernískara er að á leiðinni til baka gæti maður stoppað og snúið hænu í vegkantinum til að taka með í ofninn - t.d. ef gesti bæri að garði. Posted by Hello


Anonymous Nafnlaus said...

já til hamingju með nýju búðirnar, þessi sjálfsali er alveg magnaður!!  


Anonymous Nafnlaus said...

...og kvitta....
Kiddý  


Blogger Kristinn said...

Takk Kiddý, ég vissi að þú myndir skilja þetta!  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.