<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

fimmtudagur, mars 03, 2005

19:11 -


Má til með að benda á þrælgóðan pistil Eiríks Norðdahl um tilvistarkrísu höfuðborgarsvæðisins. Ég get engu við þetta bætt en finnst pælingin stórsnjöll.

***

Af annarri menningu, þá finnst mér magnað hvað tilveran hérna í hollensku Limburgh er tímalaus. Stundum er erfitt að merkja hvort maður er núna eða fyrir tuttugu árum. Hérna virðist enginn sérstaklega smeykur við að missa af nútímanum. T.d. birtist þetta í klæðnaði fólks sem einkennist af afskaplega miklu tískulegu frelsi. Þannig sér maður stundum hópa fólks sem minna einna helst á leikara í períóduverki um lífið þegar við vorum í gaggó. Lituðum gallabuxum og támjóum svörtum leðurskóm bregður fyrir. Og þið getið þá rétt ímyndað ykkur hvort Dressmann frá Noregi sé ekki fyllilega viðurkenndur klæðaburður.

Landsins lýð virðist ekki sérstakur akkur í því að vera með allt það nýjasta á hreinu. Þessa verður greinilega vart hjá sambýlingunum sem allir eru háskólastúdentar (held m.a.s. að ég sé sá elsti í húsinu), t.d. í matartímum. Ég tel mig nú ekki sérstaklega snobbaðan gagnvart nýjustu straumum í matargerð og heldur hallann undir retrófæði (sbr. snitselið og rúllutertubrauðin) en maður er að sulla í pönnusteiktu grænmeti og hraðlöguðum kjúklingi meðan hollensku krakkarnir eru að útbúa besta togarafæði. Alls kyns bras, ýmis kjötfarstilbrigði, bjúgu, fullt af djúpsteiktu stöffi með úrvali af majónessósum og margt fleira sem var á hröðu undanhaldi heima á Íslandi fyrir 10-15 árum og flestir eru löngu búnir að gleyma í dag.

Þessu átti maður ekki von á. Þannig rak mig í rogastans fyrir stuttu þegar ljóshærð mjóna (algjör pía) sem býr hérna og er í hjúkrunarfræðinámi var að bralla steikt slátur! Þetta var semsagt alveg eins og íslensk blóðmör nema örlítið stærri pylsa og mörinn var heldur reglulegar skorinn en maður á að venjast - lyktin stemmdi 100%. Hún sagðist borða blóðpylsu annað slagið en kvartaði yfir því að hana væri ekki að fá í öllum búðum.

Að sama skapi kom á óvart þegar ég fann lykt af soðnum fiski liðast inn um skráargatið nú seinnipartinn. Þegar ég kom fram voru þeir Brahm og Henry að gæða sér á soðnum þorski með kartöflum og gulrótum og grænum baunum úr dós. Ég skellti mér á hakkabuff þeim til samlætis. Posted by Hello


Anonymous Nafnlaus said...

Þetta er nú svoldið spes...ha?
Er fólk í alvöru í lituðum gallabuxum? Eru kannski þykku flónelskyrturnar aðalmálið líka?  


Anonymous Nafnlaus said...

já...þessi vangavelta um flónelskyrtur er frá Kiddý komin...
Kiddý  


Blogger Hafdis Sunna said...

Hahaha! En það er ábyggilega nauðsynlegt að læra í landi þar sem engin tískupressa er og sparsemi og hollusta ræður ríkjum :)  


Blogger Kristjan said...

Mér finnst þetta merkilegt með matinn, skítt með tuskurnar. Heldurðu að Niðurlendingar séu tilbúnir í kæsta skötu?  


Blogger Kristinn said...

Þetta er einmitt mjög sérstakt. Síðast í dag sá ég náunga í rauðum gallabuxum. Því miður hef ég ekki séð þykku flónelskyrturnar en svona þverröndóttir rugby-bolir virðast alveg vera málið hjá þessum gaurum.

Það er samt ekki þannig að allir líti bona fide ninetieslega út en fólk virðist ófeimið blanda saman fötum sem það keypti á síðustu tólf árum. Þannig er tískupressan sama og engin - þetta er mjög þægilegt.

Spurning með skötuna, ég veit ekki alveg. Það er alltaf verið að ræða að halda svona alþjóðadinner þar sem allir koma með eitthvað frá sínu landi. Kannski maður reyni að slá rækilega í gegn...  


Blogger Kristinn said...

Þetta er einmitt mjög sérstakt. Síðast í dag sá ég náunga í rauðum gallabuxum. Því miður hef ég ekki séð þykku flónelskyrturnar en svona þverröndóttir rugby-bolir virðast alveg vera málið hjá þessum gaurum.

Það er samt ekki þannig að allir líti bona fide ninetieslega út en fólk virðist ófeimið blanda saman fötum sem það keypti á síðustu tólf árum. Þannig er tískupressan sama og engin - þetta er mjög þægilegt.

Spurning með skötuna, ég veit ekki alveg. Það er alltaf verið að ræða að halda svona alþjóðadinner þar sem allir koma með eitthvað frá sínu landi. Kannski maður reyni að slá rækilega í gegn...  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.