
Annars kíkti ég á grasagarðinn sem var heldur dauflegur - maður hefur náttúrlega gríðarlegar væntingar til Hollendinga á þessu sviði. Gunna og Bjössi kíktu frá Brussel. Þau voru í sunnudagsbíltúr og litu við í Amsterdam og tóku kvöldmat með mér - það var gaman að hitta þau og fá fréttir enda nóg að gerast á þeim bænum.
