<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

miðvikudagur, mars 02, 2005

22:11 -


Sótti hjólið úr yfirhalningu í dag. Þetta er svo mikill bissness hérna að mér finnst eins og ég eigi bíl - maður fær sektir og fer á verkstæði. En plottið er semsagt það að innifalið í að kaupa hjólið er þessi þjónusta. Nú fúnkerar það líka sem aldrei fyrr, líklega hef ég sett persónulegt tímamet á leiðinni heim í dag.

Í gærkvöldi fór ég á fyrirlestur hjá prófessor Muysken en hann hefur unnið að ritgerðum í samstarfi við ástralskan kollega sinn sem eru vægast krítískar á evrópska efnahagsstefnu og það fá allir sína sneið. Seðlabanki Evrópu og ”one size fits all” peningastefna sem fylgir Evrunni eru þar ofarlega á blaði en ekki síst gagnrýna þeir svokallaðan stöðugleika- og vaxtarsáttmála sem ríkisstjórnir Evrulandanna þurfa að undirgangast og takmarkar sveigjanleika þeirra í ríkisfjármálum. Þannig er búið að binda báðar hendur þessara ríkja sem hafa gefið frá sér bæði sjálfstæða peningastefnu og ríkisfjármál.

Þannig er niðurstaða þeirra að ofuráhersla Evruríkjanna á lága verðbólgu og stöðug ríkisfjármal (skv. Frankfurt-Brussel consensus) sé fáránleg þegar atvinnuleysi er mikið, viðvarandi og vaxandi. Að halda verðbólgu lágri og ríkisfjármálum stöðugum sé í raun svarið við vitlausri spurningu.

Þetta voru ansi skemmtilegar pælingar hjá honum en mér finnst samt sem áður eins og menn skauti í kringum að ræða huggulegan strúktúr og stífni vinnumarkaðarins. Þannig eru mörg þýsk fyrirtæki nánast hætt að ráða launamenn af því skyldurnar sem fylgja þeim eru svo miklar og nánast ómögulegt að fækka starfsfólki aftur. Þeir sem komu sér ekki inn í hlýjuna meðan allt lék í lyndi mega sætta sig við að vinna sem verktakar og síðan þegar þeir missa djobbið þá bíður enginn atvinnuleysisbótatékki. Þannig hefur þýskum verkalýðsfélögum tekist aldeilis vel að hugsa um innherjana á kostnað þeirra sem fá ekki vinnu eða eru utan við huggulegheit launamennskunnar. Í praxís þýðir þetta að starfsöryggi eldri kynslóðarinnar er greitt af þeim yngri sem oft fá enga vinnu.

Í morgun kom svo í fréttunum að atvinnuleysi í Þýskalandi mældist 12,6% sem er met í samtímanum og hefur ástandið ekki verið eins slæmt síðan á dögum Weimar-lýðveldisins í heimskreppunni. Á móti kemur að Evrópumenn spara 11% tekna sinna meðan sparnaður Bandaríkjamanna er 1%. Þetta er vítahringur ef fólki væri ekki svona hrætt um efnahagsástandið myndi það eyða meiru og atvinnuástandið myndi snarbatna, en það liggja allir á peningunum því ef þú missir vinnuna er vissara að hafa borð fyrir báru. Það getur tekið ansi lengi að komast í vinnu aftur þegar atvinnuleysið er 12,6% en laus störf á vinnumarkaðinum telja aðeins 2%.

Mér finnst ágætt að skella með mynd af þessu fallega torgi hér í Maastricht þar sem hver stjarna táknar eitt hinna 25 ríkja Evrópusambandsins. Maður hlýtur að binda vonir við að nýju ríkin, sem hafa gengið í gegnum umbreytingar á sínum efnahag sem hafa verið allt annað en þægilegar, segi nú gömlu Evrópu til syndanna svo menn drattist til að taka á óþægilegu málunum. Posted by Hello


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.