Af hverju getur fólk ekki skilið annað en svart og hvítt, já eða nei, með eða á móti. Þessi íslenska tvípólahyggja getur verið alveg ærandi. Stundum fær maður að tilfinningu að fólk leggi sig fram við að pólarísera þjóðfélagsumræðuna. Vinda úr henni alla upplýsingu, forvitni og lausnamiðun þar til ekkert stendur eftir nema þræta – við og þau, mannátskommar og íhaldsnasistar.
Núna um stundir gengur yfir bylgja af einhverjum svona bolarembingi þar sem enn einu sinni er verið að smætta umræðu um stóriðju niður í merkingarlausar einfaldanir. Ruglaða fólkið sem vill bara „gera eitthvað annað“ og fólkið sem vill bara drífa í þessu. Svo er sagt að það sé fráleitt að nýta ekki auðlindir landsins, allt fari til andskotans annars, og þeir allra forhertustu hafa búið til nýja skýringu á hagsögu landsins sem er algjörlega álmiðuð.
Sorglegast af öllu finnst mér hvað mikið af Sjálfstæðismönum eru fastir í að öll aukningin í þessum bransa sé sjálfkrafa af hinu góða og fólk sem efist um það hljóti að vera ruglað.
Málið snýst auðvitað ekki um hvort við eigum að nýta auðlindir landsins já eða nei, heldur hvernig og hvenær það er þess virði. Íslenski álbransinn fram að þessu er sko örugglega ekki dæmi um virkni ósýnilegu handarinnar. Álhöndin er mjúklega smurð opinberum smyrslum og er því langt frá að vera einkamál fyrirtækja úti í bæ eins og haldið hefur verið fram.
Fyrst þarf að taka vatnsréttindin eignarnámi. Varla er það mjög frjálslynt að fótumtroða eignaréttinn. Bændur norður í landi sem misstu árnar sínar í Kárahnjúka vilja t.d. meina að mun meiri verðmæti hefðu falist í því fyrir þá að nýta eigin réttindi til smávirkjunar en að sitja uppi með bætur Landsvirkjunar. Ég veit ekki hvað er til í þessu en velti því fyrir mér af hverju eignarétturinn er ekki betur virtur. Hef ekki heyrt neinn grenja af sárindum yfir þessari forsjárhyggju. Þá er það skref tvö sem er að byggja virkjunina. Vitaskuld er það gert með ríkisábyrgð, þar sem skattgreiðslur almennings eru undir gagnvart lánadrottnunum. Það eru svo framkvæmdir upp á tugi milljarða sem opinbert fyrirtæki fær þessa almannaábyrgð til að ráðast í. Ef þetta er ekki ríkisdrifinn þenslustefna þá veit ég ekki hvað er. Að kalla Landsvirkjun fyrirtæki úti í bæ er algjör hártogun. Svona ráðstöfun hefur nákvæmlega sömu áhrifin og ef ríkið tæki sjálft milljarðana að láni og byggði t.d. upp samgöngukerfið í staðinn. Þriðja skrefið, og e.t.v. það dúbískasta er svo orkusalan. Hún er framkvæmd í skjóli myrkurs af opinberum starfsmönnum. Enginn má vita neitt. Landsvirkjun hefur m.a.s. minnkað upplýsingagjöf í ársreikningum svo ekki sé nokkur leið að skjóta á þetta heima við eldhúsborðið. Af hverju í ósköpunum má ekki bjóða þessa orku út og leyfa hæstbjóðanda að nýta hana? Það væri hin eðlilega hægripólitíska ráðstöfun. OECD lagði til fyrir mörgum árum að sú leið yrði farin. Ætli sé ekki bara skemmtilegra fyrir opinbera starfsmenn að vera úti að borða með útlenskum rentusóknarmönnum en að svitna við skrifborð að útbúa útboðsgögn eins og einhver aðferðafræðinörd? Svo má auðvitað ekki gleyma því að blessuð fyrirtækin sem lögðu svo hart að sér til að koma til landsins fá hinn mjög svo takmarkaða losunarkvóta í kaupbæti. Til að bíta höfuðið af skömminni hefur svo verið lenska að skella þessum framkvæmdum á þegar hagkerfið er við fulla atvinnu og þannig öruggt að hinn studdi iðnaður mun ryðja í burtu óstuddum einkarekstri.
Það má vel skilja að fólki líki allt ofangreint ef það skilgreinir sig í verktakapólitík en að fólk kalli sig frjálslynda hægrisinna og kvitti upp á þetta er til merkis um mikla stefnubjögun.
Um að gera að nýta þessa orku en það á ekki að ana áfram með helvítis fúski. Byrjum á því að gefa landeigendum færi á að njóta sinna eignaréttinda og láta þau ekki af hendi nema í samningum frjálsra manna. Svo eigum við náttúrlega að leita hæstbjóðanda í orkuna með gegnsæu alþjóðlegu útboði og setja losunarkvótann á markað.
fimmtudagur, mars 20, 2008
00:21 -
mánudagur, mars 17, 2008
23:01 -
Var að ljúka við afanginn af dádýrakjöti með rótargrænmeti sem ég eldaði á föstudagskvöld. Er ekki frá því að það hafi verið betra núna, eins og orðið örlítið grafið í kryddinu af grænmetinu. Annars er þetta kjöt alveg magnað. Keypti það á bændamarkaðinum. Öðruvísi en íslenska villibráðarbragðið, enda aðeins öðruvísi aðstæður. Þarf að smakka aftur til að kveikja almennilega á því. En lyktin þegar kjötið var tekið úr umbúðunum, algjör útilykt, bara köld og blaut heiði. Stórkostlegt! Enda verður mitt fyrsta verk þegar kjötfrelsi kemst á (í boði Evrópusambandsins (þegar Framsóknarmenn allra flokka gefast upp á að draga lappirnar og innleiða evrópsku matvælalöggjöfina til fulls)) að skella dádýri í töskuna og hafa með í jólamatinn. Mun syngja Óðinn til gleðinnar hástöfum þegar ég geng framhjá tanndregnu skinkueftirlitinu í Leifsstöð.
Annars skellti ég mér aftur á markaðinn á laugardag og ætlaði að kaupa exótískar kartöflutegundir (sem eru víst aðalmálið hjá sælkera- og heilsuliðinu nú um stundir) en karftöflumaðurinn mætti ekki í þetta skiptið. E.t.v. af því að markaðurinn var núna í Queens Park sem er svona venjulegt „middle class“ hverfi en á síðustu helgi var hann í West End þar sem býr svolítið sjálfsmeðvitaður og uppskrúfaður „middle class“. Sennilega auðveldara að selja fjólubláar kartöflur þar.
Annars skellti ég mér aftur á markaðinn á laugardag og ætlaði að kaupa exótískar kartöflutegundir (sem eru víst aðalmálið hjá sælkera- og heilsuliðinu nú um stundir) en karftöflumaðurinn mætti ekki í þetta skiptið. E.t.v. af því að markaðurinn var núna í Queens Park sem er svona venjulegt „middle class“ hverfi en á síðustu helgi var hann í West End þar sem býr svolítið sjálfsmeðvitaður og uppskrúfaður „middle class“. Sennilega auðveldara að selja fjólubláar kartöflur þar.
föstudagur, mars 14, 2008
12:21 -
Endast neðanjarðarlestir í Reykjavík í 100 ár? Mér finnst það hóflegt mat. Það er ekkert sem segir að þær geti ekki enst lengur. Túban í Glasgow var tekin í notkun 1896 og þeir vagnar sem lengst hafa verið notaðir entust 80 ár.
Væri ekki hægt að stofna bankabók í nafni samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu og leggja einfaldlega inn peningana sem eiga að fara í mislæg gatnamót við Kringluna, Sundabraut og aðrar framkvæmdir sem eru á dagskrá, meðan fundin er varanleg lausn. Núgildandi hugmyndir um vegagerð á höfuðboargsvæðinu lykta af framkvæmdagreddu, tilfinningaheitum átrúnaði á einkabílinn og því vandræðaeðli framvkæmdafjár hjá ríkinu að það verður alltaf að eyða fjárveitingunum í „eitthvað“ annars gufa þær upp.
þriðjudagur, mars 11, 2008
10:45 -
Einar Áskell með sinn ímyndaða vin og pabba sem las Þjóðviljann er víst algjört léttmeti miðað við það nýjasta í sænskum barnabókum. Samkvæmt ársskýrslu sænsku Barnabókastofnunarinnar eru nýjustu titlarnir verulega safaríkir og stútfullir af brakandi félagslegu raunsæi:
http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/03/11/haettulegt_lif_maedra_i_barnabokum/
Frétt Moggans æsir upp áhuga minn fyrir því að Hálfdán B. Hálfdánsson skipuleggji hópferð um Svíþjóð til að skoða undur opinbera geirans. Það væri nú yndislegt að aka á milli stofnana á etanólknúinni smárútu – hópefli fyrir hádegi og samtalsmeðferð síðdegis.
http://mbl.is/mm/folk/frettir/2008/03/11/haettulegt_lif_maedra_i_barnabokum/
Frétt Moggans æsir upp áhuga minn fyrir því að Hálfdán B. Hálfdánsson skipuleggji hópferð um Svíþjóð til að skoða undur opinbera geirans. Það væri nú yndislegt að aka á milli stofnana á etanólknúinni smárútu – hópefli fyrir hádegi og samtalsmeðferð síðdegis.
laugardagur, mars 08, 2008
00:58 -
Ljóti skandallinn hjá Ólafi Ragnari að tala fyrir verndarhyggju á Búnaðarþingi. Á 19. öldinni mælti Jón Sigurðsson fyrir verslunarfrelsi en á þeirri 21. er forseti lýðveldisins farinn að ljá vikt sína talsmönnum hins gagnstæða. Velmegun heimsins verður mest við frjálsa verslun en samt látum við þrýstihópa vaða uppi. Sagan kennir að opnun markaða ávinnst á mörgum árum en virðist vera hægt að brjóta á bak aftur á mun skemmri tíma. Heimskreppan með öllum sínum hörmungum var skilgetið afkvæmi tollamúra og gekk löturhægt að opna heimsverslunina aftur eftir seinna stríð. Samt leika menn sér að frösum eins og matvælaöryggi sem réttlætingu á verslunarhöftum.
Og hvað kemur verðhækkun matvöru í útlöndum þessum málum við? Er þá ekki um að gera að sæta færis fyrst samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar er þá örlítið betri? Fáránlegast í tollamúrum landbúnaðarins er þeir vernda þá mest sem eiga enga verndun skilið. Besta íslenska hráefnið, mjólk og lambakjöt, þarf enga tollavernd. Íslensk mjólk er á svipuðu verði og fersk mjólk í Evrópu og íslenski neytendur færu aldrei að líta við G-mjólkinni sem nýskupúkarnir á meginlandinu drekka. Unnar mjólkuvörur eru aftur á móti aðför að heilsufari þjóðarinnar, fullar af viðbættum sykri og ógeði, og ætti ekki að halda að nokkrum manni. Svo sjá tollkvótarnir til þess að fyrirbæri eins og parmesan ostur, sem er bara hægt að framleiða á einu svæði í Ítalíu, er skammtaður inn í landið. Íslenska lambakjötið með sitt sérstaka bragt, hreinilega önnur vara en skoska lambakjötið (sem mér finnst mjög gott, en er alls ekki eins mikil villibráð), vara sem nýtur gríðarlegrar tryggðar meðal þjóðarinnar. Hefur sérstakan sess í huga fólks út á hefðir, uppruna og margt fleira. Þarf að vernda þetta fyrir einhverri samkeppni? Þetta er eina vara sinnar tegundar í heiminum! En síðan kemur SÍS mórallinn og eyðileggur allt, því úrvinnsluiðnaðurinn sér til þess að dýrindis hráefni er pakkað í viðbjóðslega kryddlegi svo kjötið verður grafið og grátt. Vona bara að íslenskir sauðfjárbændur fjölmenni á Royal Highland Show og líti í búðir í leiðinni. Það gæti ýtt við byltingarandanum að sjá framsetninguna á ferska skoska kjötinu samanborið við stóru frosnu stykkin heima eða kryddlegna viðbjóðinn. Fara t.d. í Marks og sjá hryggjarsneið með fersku rósmaríni, tilbúna í ofninn. Fékk mér svoleiðis um daginn, steikt í ofninum í 25 mínútur, bleikt og fallegt kjöt, algjör raðfullnægingarmatur.
Síðan hafa tollarnir náttúrlega það hlutverk að vernda kjúklinga- og svínaframleiðslu, sem er í eðli sínu iðnaðarframleiðsla. Kæmi mér ekki á óvart að eð fólk hefði valið vildi það frekar lausagöngufugla frá nærliggjandi búi. En ef ég þarf að velja á milli iðnaðarkjúklinga frá Mosfellsbæ eða Póllandi þá vil ég bara þá ódýrari.
Merkilegt þetta með valmöguleikana. Hérna stend ég mig að því að kaupa nautakjöt sem kostar frá 4 pundum og upp í 24 pund kílóið. Ódýra kjötið er frosið argentínsk kjöt sem fæst í Lidl. Stórgott alveg til síns brúks en dýra kjötið er lund sem ég fékk hjá æðislegum slátrara (á Great Western Road rétt hjá Kelvinbridge ef einhver er að leita). Íslenskt nautakjöt er t.d. alveg fáránlega gott til hátíðabrúks, en að borga 1.500 kall kílóið fyrir hakk er bara dónalegt. Sér í lagi meðan ýsan okkar, heimsklassahráefni sem stendur sig á frjálsum markaði, er að fara á 1.200 kall.
Uff.
Set með helgarinnkaupin. Þau eru held ég ekki á neinu útsöluverði, enda fór ég í Marks & Spencers. Það er það flottasta hér (Glasgow er svo working class að við erum ekki með Waitrose). En líka alveg högsta kvalitet. Hlakka mikið til að skella öndinni á pönnuna annað kvöld.
Og hvað kemur verðhækkun matvöru í útlöndum þessum málum við? Er þá ekki um að gera að sæta færis fyrst samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar er þá örlítið betri? Fáránlegast í tollamúrum landbúnaðarins er þeir vernda þá mest sem eiga enga verndun skilið. Besta íslenska hráefnið, mjólk og lambakjöt, þarf enga tollavernd. Íslensk mjólk er á svipuðu verði og fersk mjólk í Evrópu og íslenski neytendur færu aldrei að líta við G-mjólkinni sem nýskupúkarnir á meginlandinu drekka. Unnar mjólkuvörur eru aftur á móti aðför að heilsufari þjóðarinnar, fullar af viðbættum sykri og ógeði, og ætti ekki að halda að nokkrum manni. Svo sjá tollkvótarnir til þess að fyrirbæri eins og parmesan ostur, sem er bara hægt að framleiða á einu svæði í Ítalíu, er skammtaður inn í landið. Íslenska lambakjötið með sitt sérstaka bragt, hreinilega önnur vara en skoska lambakjötið (sem mér finnst mjög gott, en er alls ekki eins mikil villibráð), vara sem nýtur gríðarlegrar tryggðar meðal þjóðarinnar. Hefur sérstakan sess í huga fólks út á hefðir, uppruna og margt fleira. Þarf að vernda þetta fyrir einhverri samkeppni? Þetta er eina vara sinnar tegundar í heiminum! En síðan kemur SÍS mórallinn og eyðileggur allt, því úrvinnsluiðnaðurinn sér til þess að dýrindis hráefni er pakkað í viðbjóðslega kryddlegi svo kjötið verður grafið og grátt. Vona bara að íslenskir sauðfjárbændur fjölmenni á Royal Highland Show og líti í búðir í leiðinni. Það gæti ýtt við byltingarandanum að sjá framsetninguna á ferska skoska kjötinu samanborið við stóru frosnu stykkin heima eða kryddlegna viðbjóðinn. Fara t.d. í Marks og sjá hryggjarsneið með fersku rósmaríni, tilbúna í ofninn. Fékk mér svoleiðis um daginn, steikt í ofninum í 25 mínútur, bleikt og fallegt kjöt, algjör raðfullnægingarmatur.
Síðan hafa tollarnir náttúrlega það hlutverk að vernda kjúklinga- og svínaframleiðslu, sem er í eðli sínu iðnaðarframleiðsla. Kæmi mér ekki á óvart að eð fólk hefði valið vildi það frekar lausagöngufugla frá nærliggjandi búi. En ef ég þarf að velja á milli iðnaðarkjúklinga frá Mosfellsbæ eða Póllandi þá vil ég bara þá ódýrari.
Merkilegt þetta með valmöguleikana. Hérna stend ég mig að því að kaupa nautakjöt sem kostar frá 4 pundum og upp í 24 pund kílóið. Ódýra kjötið er frosið argentínsk kjöt sem fæst í Lidl. Stórgott alveg til síns brúks en dýra kjötið er lund sem ég fékk hjá æðislegum slátrara (á Great Western Road rétt hjá Kelvinbridge ef einhver er að leita). Íslenskt nautakjöt er t.d. alveg fáránlega gott til hátíðabrúks, en að borga 1.500 kall kílóið fyrir hakk er bara dónalegt. Sér í lagi meðan ýsan okkar, heimsklassahráefni sem stendur sig á frjálsum markaði, er að fara á 1.200 kall.
Uff.
Set með helgarinnkaupin. Þau eru held ég ekki á neinu útsöluverði, enda fór ég í Marks & Spencers. Það er það flottasta hér (Glasgow er svo working class að við erum ekki með Waitrose). En líka alveg högsta kvalitet. Hlakka mikið til að skella öndinni á pönnuna annað kvöld.
Matur | Magn | Verð GBP | Verð ISK |
Laxakökur | 4 | 6 | 816 |
Andabrjóst | 500 g | 5,75 | 782 |
Spínat | 250 g | 1,59 | 216 |
Mjólk, lífræn skosk | 1144 ml | 1,03 | 140 |
Heilhveitibrauð | 400 g | 0,99 | 135 |
Haggis | 1 stk | 1,49 | 203 |
Reyktur lax | 100 g | 2,99 | 407 |
Skinkubréf | 1 stk | 1,64 | 223 |
Örbylgjuréttur | 1 stk | 3,29 | 447 |
Lífræn egg | 6 stk | 1,98 | 269 |
Ostur (10 sneiðar) | 1,23 | 167 | |
3.805 |
fimmtudagur, mars 06, 2008
21:18 -
Samkvæmt desember/janúar -hefti Scientific American er líffræðilegur munur á fólki með frjálslyndar og íhaldssamar stjórnmálaskoðanir.
Rannsóknir leiða í ljós að heilavirkni hópanna er mismunandi. Ég er nú ekki mjög læs á sálfræði en eins og ég skil þetta þá liggur munurinn í úrvinnslu heilans á ósamkvæmni og kemur fram í því að frjálslyndir þola betur hið óljósa meðan íhaldsamir þrá meiri strúktúr.
Þyrfti nú að fara að gera svona rannsókn á Íslandi og taka heilamyndir af klikkaðasta liðinu á Moggablogginu.
http://www.sciam.com/article.cfm?id=left-brains-vs-right-brains
Rannsóknir leiða í ljós að heilavirkni hópanna er mismunandi. Ég er nú ekki mjög læs á sálfræði en eins og ég skil þetta þá liggur munurinn í úrvinnslu heilans á ósamkvæmni og kemur fram í því að frjálslyndir þola betur hið óljósa meðan íhaldsamir þrá meiri strúktúr.
Þyrfti nú að fara að gera svona rannsókn á Íslandi og taka heilamyndir af klikkaðasta liðinu á Moggablogginu.
http://www.sciam.com/article.cfm?id=left-brains-vs-right-brains
sunnudagur, mars 02, 2008
14:56 -
Eftir margra ára umræðu (samræðu!) okkar Hilmars Magnússonar um kosti og galla inngöngu í Evrópusambandið og upptöku Evrunnar ætla ég að viðurkenna að ég hafði rangt fyrir mér.
Samt vil ég haldatil haga að ég hafði rangt fyrir mér í góðri trú.
Þó margvísleg fræðileg rök hnígi að því að sjálfstæð stjórn ríkisfjármála og peningamála sé besta lausnin fyrir Ísland þá sýnir reynslan að þannig virkar það ekki í reynd. Okkur er einfaldlega ekki sjálfrátt í efnahagsmálum. Því fyrr sem við verðum komin undir stöðugleika- og vaxtarsáttmálann og lútum eftirliti Frankfurt og Brussel því betra.
Við getum einfaldlega ekki sett okkur reglur sjálf. Ég neita að trúa því að stjórnmálamennirnir okkar séu heimskir en furðulegt er að hátt vaxtastig komi öllum á óvart þegar ríkisfjármálin eru úr takti við efnahagslífið og opinber orkufyrirtæki keppast við að koma á stórframkvæmdum með því að niðurgreiða iðnað sem fær að auki gríðarlegar losunarheimildir ókeypis.
Í nýútkominni ársskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar er skemmtilegt graf sem sýnir að ríkisfjármálin og peningastefnan hafa unnið gegn hvorri annarri í tæpan áratug. Þá eru ítrekuð (árleg) tilmæli um það ekki eigi að fara í stóriðjuframkvæmdir nema þær lúti markaðslögmálum. Atvinnugreinar verða að keppa á jafnréttisgrundvelli svo þær skilvirkari ryðji þeim óskilvirkari úr vegi en ekki þannig að þær niðurgreiddu ryðji þeim óniðurgreiddu úr vegi. Þetta er margbúið að útskýra. Annað hvort nenna menn ekki að hlusta eða þeir þykjast ekki skilja.
Samt vil ég haldatil haga að ég hafði rangt fyrir mér í góðri trú.
Þó margvísleg fræðileg rök hnígi að því að sjálfstæð stjórn ríkisfjármála og peningamála sé besta lausnin fyrir Ísland þá sýnir reynslan að þannig virkar það ekki í reynd. Okkur er einfaldlega ekki sjálfrátt í efnahagsmálum. Því fyrr sem við verðum komin undir stöðugleika- og vaxtarsáttmálann og lútum eftirliti Frankfurt og Brussel því betra.
Við getum einfaldlega ekki sett okkur reglur sjálf. Ég neita að trúa því að stjórnmálamennirnir okkar séu heimskir en furðulegt er að hátt vaxtastig komi öllum á óvart þegar ríkisfjármálin eru úr takti við efnahagslífið og opinber orkufyrirtæki keppast við að koma á stórframkvæmdum með því að niðurgreiða iðnað sem fær að auki gríðarlegar losunarheimildir ókeypis.
Í nýútkominni ársskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar er skemmtilegt graf sem sýnir að ríkisfjármálin og peningastefnan hafa unnið gegn hvorri annarri í tæpan áratug. Þá eru ítrekuð (árleg) tilmæli um það ekki eigi að fara í stóriðjuframkvæmdir nema þær lúti markaðslögmálum. Atvinnugreinar verða að keppa á jafnréttisgrundvelli svo þær skilvirkari ryðji þeim óskilvirkari úr vegi en ekki þannig að þær niðurgreiddu ryðji þeim óniðurgreiddu úr vegi. Þetta er margbúið að útskýra. Annað hvort nenna menn ekki að hlusta eða þeir þykjast ekki skilja.
© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.