<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/4016206?origin\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

16:30 -

Í ísskápnum býður fasani í marineringu, planið að skella honum í ofninn í kvöld! Ákvað að taka áskorun Normans Tebbit, fyrrum ráðherra í stjórn Thatcher – var nefnilega orðinn gríðarlega leiður á vöruúrvali stórmarkaðanna. Norman er í nokkurskonar einkaherferð til að fá fólk til að borða alvöru breskan mat í staðinn fyrir allt verksmiðjujukkið. Þetta byrjaði á því að kallinn fór að ljósrita og dreifa uppskriftum í hverfinu sínu og nú er það gengið svo langt að hann er að undirbúa matreiðslubók!

Þannig þræddi ég slátraraverslanir á laugardag og skellti mér á fasana fyrir 4 pund og 40 pens. Lagði ekki hérann, hann leit út eins og fláður smáhundur að sjá í kjötborðinu.


Ég veit ekkert hvernig þetta heppnast og sannast sagna býst ég ekki við miklu svona í fyrstu tilraun. Prufaði að gúgla fasana og þá kemur í ljós að hanteringin myndi sóma sér ágætlega sem sérstök fræðigrein – hún veltur m.a. á aldri, kyni og stærð fuglana. Síðan er voða mál að greina það, einhverjir litir og eitthvað – skyldi þetta ekki alveg. En las að það væri nett lausn að marinera hann aðeins í olíu og sítrónusafa... Þetta kemur allt í ljós... En ekki var hann nú sérstaklega vel skotinn. Grunar að Skotinn (uhumpf!) sem skaut hann hafi ekki verið afburða skytta því fuglinn var með hagl í bringunni.


Blogger Sigga said...

Það liggur við að maður farið að éta bara riffilskotið, bölvað að bíta í þetta!

Nú á þetta hug minn allan:
http://www.royalhighlandshow.org/
19.-22. júní 2008.

Mikið væri gaman að skella sér!  


Blogger Kristinn said...

Já þetta er bölvað stand, en fuglinn smakkaðist alveg prýðis vel, milt villibráðarbragð. Annars rakst ég á að tímabilinu lauk 1. feb svo annað hvort hefur hann verið vel hanginn eða ólöglegur sem náttúrlega gerir allan mat betri.

Já Sigga, um að gera að skella sér á Royal Highland! Ég styð það og mun taka að mér að skipuleggja dagskrá fyrir og eftir sýninguna ef áhugi er á. Held maður þyrfti að skella sér þessa helgi, spurning bara í hverju maður á að vera. Tími ekki að kaupa mér stígvél fyrir tugi þúsunda eins og þetta lið gengur í.  


Anonymous Nafnlaus said...

Royal higland!!!
Tengist það á einhvern hátt vini mínum honum Highland Park viskíi?  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.