<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

föstudagur, janúar 11, 2008

22:26 -

Kannski er það rétt hjá Mogganum að formlega séð beri ráðherra einn ábyrgð á skipun dómara og hæfnisnefndin sé einungis til umsagnar – þrátt fyrir hefðina. En þó e.t.v. megi færa rök fyrir því að ráðherra hafi verið í fullum rétti til að taka ákvörðunina, breytir það engu um að hún var slæm.



Er málið ekki augljóst? Hver einasti Íslendingur þekkir muninn á framparti og læri. Ef maður getur ekki skoðað kjötið sjálfur treystir maður frekar mati Péturs Hafstein en Árna Matthísen. Auðvitað velja allir frekar læri en frampart ef hvort tveggja stendur til boða. Þannig er hinn kaldi veruleiki gæðastigveldis kjötbitanna.



Í þessu tilviki var ekki farið yfir strikið heldur keyrt yfir það á jarðýtu. Ef til vill líðst að nota hér um bil aðferðir þegar verið er að ráða umboðsmanns íslenka hestsins, en ekki dómara. Við þurfum að geta treyst dómskerfinu okkar.



Ef svona fær að grassera mun það rýra lífskjör. Smám saman rýrir það afkastagetu hagkerfisins ef ekki er hægt að ganga að lagaumhverfinu sem vísu og treysta stofnunum landsins. Það dregur úr þrótti athafnalífsins ef sífellt þarf að borga undir borðið eða kalla inn greiða til að njóta opinberrar þjónustu. Þannig er ekki að ástæðulausu að landsframleiðsla á hvern Grikkja nær um 24 þúsund dollurum meðan sama tala fyrir Ísland er um 38 þúsund dollarar. Hluti skýringarinnar er að umburðarlyndi gagnvart spillingu er meira hjá frændum okkar fyrir sunnan. Spurning er því hvar ætlum við að draga mörkin? Á það að vera við óvandaðar ráðningar hjá hinu opinbera eða greiðslu undir borðið fyrir læknisþjónustu eins og gerist þar.



Þannig er það hvorki smásálarlega púkó né menntasnobbuð teknókrasía þegar þess er krafist að hangið sé í smáu letri aðferðarfræða þegar ráðið er í stöður hjá hinu opinbera heldur nauðsyn til að verja og efla lífskjörin í landinu.


Blogger Vestfirðingurinn said...

Heyr, heyr!  


Anonymous Nafnlaus said...

það er einig viðbjóðslegt að þegar fyrirgreiðsluflokshestafroðusnakkurinn Árni M. fær "vinnufélagana" til að buffera óssóma sinn með því að beina umræðunni frá aðalartiðum málsins, í þessu tilviki Þ.K.G.
"það á ekki að bitna á fólki hverra manna þeir eru"
Málið snýst ekki rassgat um Þorstein Davíðs, málið snýst um ömurlega og spillta stjórnsýrslu, og því miður er þetta ekki í fyrsta, annað eða þriðja skipti sem Á.M. drullar uppá bak með sambærilegum hætti, þess þó heldur að ráðningar framkvæmdavaldins á fulltrúum dómsvaldsins séu yfir vafa hafin s.b. "frændavæðingunna" hjá B.B. á síðasta kjörtímabili  


Blogger oakleyses said...

coach purses, true religion jeans, nike air max, ray ban pas cher, vans pas cher, ralph lauren pas cher, coach outlet, north face, hogan, true religion outlet, nike free, true religion jeans, air jordan pas cher, hermes, air force, ray ban uk, ralph lauren uk, lululemon, air max, north face, sac guess, new balance pas cher, hollister pas cher, nike air max, mulberry, lacoste pas cher, nike blazer, louboutin pas cher, abercrombie and fitch, nike roshe run, converse pas cher, michael kors, tn pas cher, true religion jeans, longchamp pas cher, nike free run uk, timberland, burberry, nike roshe, michael kors, oakley pas cher, kate spade handbags, michael kors, coach factory outlet, sac longchamp, hollister, coach outlet, michael kors, vanessa bruno, nike air max  


Blogger oakleyses said...

north face outlet, abercrombie and fitch, soccer shoes, birkin bag, nike roshe, hollister, vans shoes, valentino shoes, nike air max, converse, louboutin, wedding dresses, nike air max, mont blanc, north face outlet, asics running shoes, converse outlet, insanity workout, ferragamo shoes, nfl jerseys, baseball bats, nike huarache, iphone 6 cases, reebok shoes, ray ban, nike trainers, giuseppe zanotti, ghd, hollister, gucci, bottega veneta, babyliss, vans, mac cosmetics, celine handbags, beats by dre, oakley, timberland boots, ralph lauren, soccer jerseys, herve leger, new balance, p90x workout, chi flat iron, jimmy choo shoes, longchamp, lululemon, instyler, mcm handbags, hollister  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.