Skorturinn á losunarkvóta fyrir olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum og hátt verð hans á frjálsum markaði undirstrikar hversu mikið hið opinbera niðurgreiðir áliðnaðinn. Fyrir utan lágt raforkuverð og skattafslætti fá þeir losunarkvótann gefins. Í reynd er um að ræða gríðarlegan byggðastyrk til Akraness, Hafnarfjarðar, Reyðarfjarðar og nágrannabyggða. Sem er eitt og sér ekkert til að missa svefn yfir – en aumingjahrollinn setur að við tilhugsunina um að bestu bitana fá bandarískir kaupsýslumenn sem voru svo klókir að bjóða íslenskum sveitamönnum í kokteil og bjölluhringingar í New York og fá í staðinn auðlindir landsins á silfurfati.
Losunarkvótarnir eru þjóðareign sem á að selja hæstbjóðanda og nota afraksturinn til að lækka tekjuskatt einstaklinga. Það er fáránlegt að fólk þurfi að borga fyrir að mæta í vinnuna en það sé ókeypis að sóða út umhverfið.
said...
Hvar er Stinni Hemm ...
... væri gaman að fá smá fréttir af þér!!
luv Þórunn A