<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

fimmtudagur, júlí 12, 2007

10:35 -

Hvaða hundur er þetta í Dofra Hermannssyni að sveitarstjórnarmenn séu eitthvað minniháttar fyrir að skoða olíuhreinsunarstöðvar?

http://dofri.blog.is/blog/dofri/#entry-260269

Dofri hefur oft hitt naglann á höfuðið í baráttunni gegn ríkisstyrktu virkjanageðveikinni og þannig hef ég oft verið honum innilega sammála en þarna sýndi hann einmitt það andlit sem industrialistarnir vilja að umhverfisverndarsinnarnir sýni – ásjónu yfirlætisams besserwissers.

Það má bara ekki missa þessa umræðu í pólaríserað karp milli aðdáenda og andstæðinga hugsanlegrar olíuhreinsunarstöðvar. Við verðum að leita að rökunum og spara retóríkina – eða lærði fólk ekkert á Kárahnjúkadebatinu? Læt ekki draga mig út í svona heimamenn vs. 101 kjaftæði!

Að sjálfsögðu er öllum fullkomlega heimilt að vera á móti olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum á tilfinningagrundvelli einum saman. Og fólki er fullkomlega frjálst að finnast öll atburðarásin mjög hallærisleg. En menn sem standa þetta framarlega eiga ekki að vera með Erpískan skæting í opinberri umræðu. Það eru allir búnir að fá upp í kok af þessum endalausa skotgrafarhernaði sem helstu álitamál þjóðarinnar virðast alltaf rata í.

Hugmyndin um olíuhreinsunarstöð undirstrikar einmitt að byggðastefna er umhverfisvernd. Trúi ekki öðru en við getum virkjað umhverfisverndarsinnana í að þrýsta á uppbyggingu háskólastigsins á Vestfjörðum með okkur. Tóti Tarfur bendir einmitt á það í Blaðinu í dag að upplögð mótvægisaðgerð gegn niðurskurði aflaheimilda séu rannsóknir á þorskeldi. Það væri einmitt dæmi um háskólastarfsemi sem væri líkleg til að hafa mikil jákvæð áhrif á atvinnulífið á svæðinu.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1279728


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.