Til að markaðir virki þarf að ríkja gagnsæi. Upplýsingar um verð og vöru þurfa að liggja fyrir á hverjum tíma. Þannig getur vinnumarkaður aldrei virkað vel, frekar en aðrir markaðir, ef ekki liggja fyrir upplýsingar um kaup og kjör. Þannig dregur launaleynd úr skilvirkni vinnumarkaðarins. Í skjóli ógagnsæis þrífast innherjaklúbbar og samtryggingarfélög.
E.t.v. er birting álagningarskrárinnar ekki gagnlegasta tækið til að tryggja gegnsæi á vinnumarkaði en þar hefur verið haslaður völlur í baráttu þeirra sem vilja opna vinnumarkaðinn upp á gátt og þeirra sem trúa á launaleynd.
Væri ekki nær fyrir SUS að berjast fyrir alvöru markaðsumbótum en að eyða orkunni í einhvern íhaldshégóma?