Borðaði lax og drakk hvítvín með Elínu, Gumma og Evu í gærkvöldi, það var ljúft.
Núna sit ég með hnút í maganum, eins og sjálfsagt margir fleiri, og bíð eftir beinni útsendingu frá blaðamannafundi um niðurskurð á þorskveiðum og mótvægisaðgerðum. Býst við hinu versta, engri endurskoðun á umhverfi hafrannsókna og málamynda aðgerðum í byggðamálum. Vona samt það besta, hafrannsóknir verði auknar og vísindamönnum gert mögulegt að keppa um fjárveitingar, að farið verði í alvöru byggðaþróun með fjárfestingu í samgöngum, uppbyggingu rannsóknastarfsemi, endurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, eflingu fjarskipta, aðgengi að opinberum störfum, svæðisbundinni gagnsöfnun, endurskoðun hagstjórnar m.t.t. svæðisbundinna sjónarmiða og niðurfellingu fyrirgreiðslu vegna stóriðju svo veigamestu póstarnir í fjölbyggðastefnu séu nefndir.
Mikið svakalega er ég samt feginn að Einar K. er sjávarútvegsráðherra en ekki Árni Matt. Sá hefði bara afgreitt málið án nokkurar umhugsnunar og slökkt á símanum. Ég held að Einar taki málið mjög til sín.
föstudagur, júlí 06, 2007
10:18 -
© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.