<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

föstudagur, júlí 06, 2007

10:18 -

Borðaði lax og drakk hvítvín með Elínu, Gumma og Evu í gærkvöldi, það var ljúft.

Núna sit ég með hnút í maganum, eins og sjálfsagt margir fleiri, og bíð eftir beinni útsendingu frá blaðamannafundi um niðurskurð á þorskveiðum og mótvægisaðgerðum. Býst við hinu versta, engri endurskoðun á umhverfi hafrannsókna og málamynda aðgerðum í byggðamálum. Vona samt það besta, hafrannsóknir verði auknar og vísindamönnum gert mögulegt að keppa um fjárveitingar, að farið verði í alvöru byggðaþróun með fjárfestingu í samgöngum, uppbyggingu rannsóknastarfsemi, endurskoðun á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, eflingu fjarskipta, aðgengi að opinberum störfum, svæðisbundinni gagnsöfnun, endurskoðun hagstjórnar m.t.t. svæðisbundinna sjónarmiða og niðurfellingu fyrirgreiðslu vegna stóriðju svo veigamestu póstarnir í fjölbyggðastefnu séu nefndir.

Mikið svakalega er ég samt feginn að Einar K. er sjávarútvegsráðherra en ekki Árni Matt. Sá hefði bara afgreitt málið án nokkurar umhugsnunar og slökkt á símanum. Ég held að Einar taki málið mjög til sín.


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.