Þannig er t.d. í gangi einkavæðing á hitaveitu Suðurnesja sem er langt frá því að fylgja aðferðafræðilegum kröfum sem gerðar eru til slíkra verka. Í staðinn fyrir að um vandað útboð sé að ræða, eins og í tilviki Landsímans, þá situr Árni frændi minn Sigfússon í heita pottinum með einhverjum einkaþotumönnum og vílar um eignir sveitarfélaganna og auðlindir þjóðarinnar.
Harðlínuvinstrimaðurinn Jón Bjarnason skrifar stórgóða grein um nýtingu orkuauðlindanna á Vísi.is í dag. Alveg eins og Berlínarmúrinn féll hefur maður nú upplifað að skynsamlegasta pólitíkin getur stundum komið frá vinstrimönnum. Það þýðir ekki að vera með flokkshund, maður verður bara að viðurkenna það.
http://www.visir.is/article/20070703/SKODANIR03/107030083/1222/SKODANIR
Kristinn said...
Update!
Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Kristján Jónsson úrskurðaði mig geðveikan fyrir að taka mark á Jóni Bjarna en féllst við nánari málaleitan á að endurskoða auðlindastefnu landsins næst þegar hann hitti Kjartan Gunnarsson í aðgerðaherberginu á -15. hæð í Valhöll.
Strax eftir hádegið lét svo Björgvin G. Sigurðsson hafa eftir sér á mbl.is að hann ætlaði að fara og tala yfir hausamótunum á þessum sveitarstjórnarplebbum suður með sjó.
Gaman að vita til þess hversu breiður hópur les bloggið.
Sigga said...
Sjálfstæðismenn eru Framsóknarmenn í dulargervi - sauðir í fálkahömum!
said...
Það þýðir ekkert að hlusta á Kristján Jóns, hann er nefnilega bæði lesblindur (sér bara stafinn S) og svo er hann líka litblindur (sér bara blátt)
kv
Kaupfélagsstjórinn