said...
Sko! Ég var sko ekki búinn að lesa þessa færslu hjá þér, en í nótt dreymdi mig að ég væri að gifta mig. Sem sagt við Súni að fara að gifta okkur í gamalli kirkju. Mér fannst ég voða fín og allir í stuði. En svo fór allt að breytast... ég og þú vorum að gifta okkur... og þvílíkt show!! Þú varst búinn að plana þvílík skemmtiatriði, Geir Ólafs poppaði upp úr líkkistu og söng, og ég veit ekki hvað og hvað! Ég fór að taka eftir að ég var í æðislega ljótum skóm og hallærislegum sokkum, og fannst þetta allt mjög skrítið, af hverju ég væri ekki að giftast Súna?! Og við gengum út, úr kirkjunni undir laginu IF YOU TOLERATE THIS THEN YOUR CHILDREN WILL BEE NEXT... man ekki með hverjum.. fullt af artí fartí líði í stuði, Kiddý sagði: Sko svaka flott og allt það, en þið skulið búast við skrítnum ræðum frá eldra fólkinu þegar það er farið að skála! Ég sat svo eftir í bömmer, vissi ekki hvað ég ætti að gera.
Séra Karl sá um athöfnina.
Já það er ekki öll vitleysan eins...
said...
Ég á nú uppskriftina af þessarri rosalegu tertu í matreiðslubók sem tileinkuð er Elvis. Dreymir alltaf um að halda svona Elvis matarboð með ekta amerískum mat úr bókinni og enda svo á tertunni. Kannski maður prófi, verst hvað þetta er svakalega stór uppskrift!
Annars hefði ég drepið fyrir að vera fluga á vegg í draumnum hennar Árnýjar! hahaha
Kristinn said...
Shit, þetta hefur verið agalegur draumur, Manic Street Preachers og allt! Nei ykkar brúðkaup verður sko meira bitastætt. Á frekar vona á Kim Larsen.
Kiddý þú verður að kíla á tertuna! Ef þú heldur Elvis matarboð þá skal ég reyna að endurskapa hádegisverð Jóakims og Alexöndru á Þingvöllum. Tóti getur fengið að vera Davíð Oddson.
said...