<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

mánudagur, mars 19, 2007

01:06 -


Stærstu tíðindi vikunnar eru svar iðnaðarráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur um þróun fjölda opinberra starfa í landsbyggðarkjördæmum og í byggðakjörnunum Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Í sem stystu máli hefur ríkið verið í mikilli útþenslu nær alls staðar nema á Vestfjörðum. Svarið er lykilplagg í baráttunni fyrir byggðastefnu og áfellisdómur yfir hagsmunavörslu þingmanna og sveitarstjórnarmanna kjördæmisins á undanförnum 12 árum. Mæli með að allir Vestfirðingar prenti það út, hengi upp á ísskáp og hafi tilbúið í jakkavasanum ef þeir skyldu lenda í debati um málið: http://www.althingi.is/altext/133/s/pdf/1154.pdf

Reyni einhver að halda því fram að opinber störf skipti ekki máli fyrir þróun svæða (eins og leiðarahöfundur mbl) þá er það augljós della. Hvernig dettur mönnum í hug að halda því fram að u.þ.b. 40% landsframleiðslunnar skipti engu máli? Bara það að vöxturinn sé hraðari á einu svæði en öðru getur haft afdrifarík áhrif því starf á vegum hins opinber er í reynd tilfærsla (e. transfer) sem hefur áhrif á eftirspurnarhliðinni, að ógleymdum þeim ytri áhrifum sem viss starfsemi kann að hafa.

Vífill Karlsson, hagfræðingur, skrifaði fyrir nokkrum árum grein þar sem hann rakti hvernig í reynd væri í gangi byggðastefna með öfugum formerkjum þar sem ríkið aflaði meira fjár með sköttum á landsbyggðinni en það eyddi á svæðinu. Þannig væri sífellt í gangi tilfærsla frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Þrátt fyrir allt hefur sú grein ekki farið mjög hátt, frekar en annað starf fræðimanna hér á amatöraeyjunni. Mæli líka með að fólk prenti þessa grein út: http://calculus.is/Vifill%20RSP%201%202005.pdf

Ég varð soldið spenntur þegar ég sá að í Silfri Egils hafði verið tekinn frá tími til að fjalla um orkubúskap landsmanna og skellti mér því á þann lið á vef-tíví Vísis.is. Þetta hálftíma spjall var svo sannarlega algjör steypa. Þar mætti Víglundur Þorsteinsson, sem er lykilmaður í íslenska steypuiðnaðinum sem stjórnarformaður BM-Vallár. Hann flutti m.a. afar einfalda útgáfu af hagsögu Íslands sem hverfðist í kringum álver og virkjanir. Ég var sammála honum um að orka yrði ein verðmætasta auðlind 21. aldarinnar en skyldi ekki hvernig hann fékk að út að því ætti að halda áfram sölu til álvera. Svo flutti hann dæmigerðan hræðsluáróður um að fyrirsjáanlegur væri samdráttur í efnahagslífinu og eina sem gæti bjargað því væri áframhaldandi uppbygging álvera. Annars yrði stöðnun, samdráttur og atvinnuleysi.

Staðreyndin er sú að það blasir við erfitt ástand í efnahagslífinu, að hluta til út af þeirri geggjuðu niðurgreiddu stóriðjuuppbyggingu sem hefur átt sér stað. Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor, fjallaði um hagstjórnarmistökin í Speglinum á föstudag og er óhætt að mæla með því erindi: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?date-from=2007-03-16

Sama hvort næsta ríkisstjórn verður skipuð eintómum nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði eða tómum vitleysingum eru allar líkur á að hagvöxtur næstu ára verði minni en áranna á undan. Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi farið í ítarlega skoðun á málinu en tvær vísbendingar blasa við. Búið er að vinna upp þann slaka sem myndaðist í hagkerfinu á 10. áratuginum (og gott betur svo verðbólga hefur ríkt) og þannig setur framboðshliðin vissar skorður við vexti, hann þyrfti f.o.f. að koma af framleiðniaukningu. Undanfarin ár hafa svokölluð auðsáhrif haft mjög jákvæð áhrif á einkaneyslu. Þ.e. hækkandi eignaverð hefur bætt eiginfjárstöðu heimilanna sem hafa síðan notað slakann til aukinnar neyslu. M.a. vegna hækkandi vaxta á heimsvísu eru blikur á lofti um þróun eignaverðs og almenningur þegar orðinn mjög skuldsettur svo minna svigrúm er til neyslu.

En óttist ei, það er mikið starf óunnið við að bæta skilvirkni hagkerfisins og margt klókt hægt að gera til að bæta kjör fólks þó ekki sé keyrður áfram 5-7% nafnvöxtur landsframleiðslu með ríkisreknum eftirspurnaraðgerðum. Það er raunvöxturinn sem gildir!

Set með þetta fína póstkort frá Ísafirði með myndum Árnýjar Herbertsdóttur ljósmyndara. Hægt er að lesa meira um það hér: http://www.isafjordurcollection.com/postcards/?page=ic03


Blogger Eiríkur Örn Norðdahl said...

Já, Kristinn, hvernig væri að stofna flokk með eintómum nóbelsverðlaunahöfum í hagfræði!

Annars skilst mér reyndar að þessi hagfræðiverðlaun séu ekki beinlínis nóbelsverðlaun, þó þau séu kölluð það, heldur einhver della sem svenski riksbankinn tók upp á hjá sjálfum sér.

Þá vil ég einnig, án þess ég sjái beinlínis fyrir mér þú eigir þér heimili annars staðar, furða mig enn og aftur á aðild þinni að Sjálfstæðisflokknum.

Ríkisstjórn af vitleysingum gæti komið til ef tillögur Stefáns Pálssonar, að ég held það hafi veirð, verði að raunveruleika þar sem ógild atkvæði geta af sér óhæfa þingmenn - eins konar þrolla sem gera ógilt í öllum atkvæðagreiðslum á þingi.

Það væri kannski hægt að skipta landinu í tvennt og halda keppni - fyrsti ríkisrekstrar-raunveruleikasjónvarpsþátturinn, þar sem þrollarnir kepptu við riksnobelsverðlaunahafana - þrollarnir fengju Reykjavík suður, nóbelarnir Reykjavík norður, þrollarnir fengju norðurfirði Vestfjarða en nóbelarnir suðurfirðina o.s.frv. o.s.frv.  


Anonymous Nafnlaus said...

Maður fer nú að krefjast eininga í þjóðhagfræði fyrir að lesa pistlana þína.
En ekki hætta! Áfram áfram! Hvar eru peningarnir mínir?!

Kv.
Sigga  


Anonymous Nafnlaus said...

sammála hef einstaklega gaman af þessum pistlum þínum. Hvenær stefnir þú á þing. Færð mitt atkvæði.
kv
KK  


Blogger Smári Karlsson said...

Ég horfði á umrætt Silfur. Hvað var þessi steypukall að gera þarna og hvað var hann að segja?

Svo dregur Egill fram einhvern kristilegan íhaldsmann til að ræða um vændi! Hvað er í gangi?

Ég þoli þetta ekki lengur.  


Blogger Kristinn said...

Nóbelsverðlaunhafaflokkurinn yrði örugglega mjög skemmtilegur. Ótrúlega fjölbreyttur hópur svo þingfundir stæðu líklega fram á nótt á hverjum degi þar sem þeir debötuðu sig niður á bestu lausn.

Já hagfræðinóbellinn er hálfgerður bastarður, án þess ég kunni frekari skil á því. Lofa að lesa mér til fyrir næsta partí.

Sigga ég geri mitt besta. Er ekki frá því að maður komi meiru í verk með hækkandi sól.

Maður þarf að vera orðinn reglulega kreddufastur til að komast á þing. Held sé langt í það ennþá.

Fyrir nokkrum árum voru þættirnir athyglisverðir, nú horfir maður á þetta til að láta ganga fram af sér. Virkar sem Jerry Springer Light.  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.