miðvikudagur, ágúst 23, 2006
00:41 -
Keypti American Psycho á DVD um daginn og get svo svarið að hún er betri en mig minnti. Í kjölfarið sárvantar manni náttúrlega að fjárfesta í helstu plötum Robert Palmer og Huey Lewis. Get þó huggað mig við nokkra smelli sem eru vistaðir á MP3 sniði á tölvunni og svo er Whitney Houston til heima á vínil (vill bara taka fram að ég, eins og Dóri Hermanns, trúi þessum eiturlyfjasögum bara ekki upp á hana Whitney Houston).
Síðan finnst mér forvitnilegt að spá í hvaða íslensku tónlist Patrick Bateman gæti hugsanlega fílað. Að mínu mati er Mezzoforte fyrsti kostur fyrir konnósör eins og Patrick. Ef hann væri kynntur fyrir þeim félögum myndi hann e.t.v. segja eitthvað í þessa veru: "Á Surprise Surprise frá árinu 1982 brýst út frumleiki og sköpunarkraftur Mezzoforte en jafnframt er ljóst að hljómsveit er fullmótuð og fáguð. Hljóðfæraleikur er vandaður og hvergi ber á öðru en ýtrustu fagmennsku. Hversu vönduð framleiðsla og upptökustjórn er kemur bersýnilega í ljós í laginu Early Autumn. Ég held hins vegar að Garden party sé óumdeilt meistaraverk hljómsveitarinnar. Það er epísk íhugun um óhlutleika og útvíkkar þýðingu annarra laga á plötunni.
Þroskaferli Mezzoforte heldur svo áfram í gegnum plöturnar Observations frá árinu 1983 og Rising frá 1985. Þar er að finna þýðingarmikil lög sem hreyfa við manni, eins og Midnight Sun og ekki síst Take off sem kallast á við fyrri smelli sveitarinnar. Á þessum árum er fagmennskan og fágunin að ná jafnvel enn nýjum hæðum. Þvílíkir verkmenn, hlustið bara á samspil Eyþórs, Friðriks og Gulla. Maður heyrir jafnvel minnstu blæbrigði hljóðfæranna.
Í mínum huga er viss hápunktur á ferli Mezzoforte þegar þeir gáfu út smáskífuna This is the night. Titillagið er frábært, tvímælalaust eitt af mínum uppáhaldslögum. Þar fer í fyrsta sinn söngvari fyrir hljómsveitinni og má því segja að tónlistin sé poppaðri en áður. Jafnframt gefur það tónlistarmönnunum vettvang til að sýna færni sína við textasmíði.
Seinni plöturnar hafa að mínu viti verið of torræðnar og listsæknar. Þannig fannst mér á margan hátt eðlilegt framhald að Jói Ásmunds og Friðrik Karls skildu ganga til liðs við Stjórnina þar sem þeir sýndu sínar bestu hliðar með fagmannlegum og vönduðum leik á markaðssækinni tónlist."
***
Hef bara ekkert komist í að líta á OECD skýrsluna, en hún á eftir að koma sterk inn!
föstudagur, ágúst 18, 2006
19:41 -
Að margra mati hafa horfur í efnahagslífi Skotlands ekki verið jafn góðar um árabil. Hefðbundnar framleiðslugreinar sem hafa átt undir högg að sækja hafa sótt í sig veðrið í krafti vinnuafls frá nýju Evrópusambandslöndunum. Þetta smitar síðan yfir í þjónustugreinarnar sem eru fyrst og fremst mannaðar heimafólki og allir græða.
Í Glasgow er ekki farið út í búð öðruvísi en að heyra framandi tungumál Austur-Evrópu og þannig er það víst meira og minna um allt Bretland. Í Dublin virtist vera enn fleira fólk að austan og við Elín fengum okkur m.a. síðdegissnarl á pólskum kebab stað. Sá var reyndar mjög slappur eins og virðist nú vera reyndin ef þeir eru ekki alvöru tyrknesk fjölskyldufyrirtæki.
Hið frjálslynda fréttateymi Stöðvar 4 var með úttekt á málinu í kvöld og þar kom fram að 5% íbúa Southampton eru af pólsku bergi brotnir og er borgin því nefnd pólska höfuðborg Bretlands. Þ.s. Pólland er langsamlega stærst nýju EU landanna er fólk þaðan stærsti hluti innflytjendanna og er talað um Polish Invasion.
Hagfræðiprófessor við York háskóla segir innflæði fólksins hafa liðkað svo mikið til á framboðshliðinni að fyrir vikið séu vextir Englandsbanka a.m.k. hálfu prósentustigi lægra en annars væri. Þannig sé tekinn af allur vafi um að hver einasti Breti sé betur settur fyrir vikið.
Ekki nóg með að innflytjendurnir séu mjög vinnufúsir, enda á fjórföldu kaupi miðað við heimalandið, heldur vekur athygli hversu hæfir þeir eru og fjölhæfir. Þannig er farið að verða gæðamerki í byggingariðnaðinum að vera með pólska iðnaðarmenn. Velgengni Pólverja í Bretlandi hefur leitt athyglina að muninum á menntakerfum þessara tveggja ríkja. Kostur pólska kerfisins er sagður hagnýt þjálfun en löstur þess breska (og samfélagsins hlýtur að vera) að mörg ungmenni klári skyldunám illa læs og illa skrifandi með litla talnaleikni. Þá var sagt þau hefðu litla löngum til frekara náms eða starfa. Ég kaus að lesa á milli línanna að krakkagreyin væru náttúrlega marin á sálinni eftir að hafa verið brennimerkt aumingjar.
Ef ég man rétt voru það ekki nema 2 eða 3 lönd sem opnuðu strax vinnumarkaðinn fyrir nýju EU löndunum, líklega Bretland, Írland og Svíþjóð. Þyrfti nú samt að fletta þessu upp, nema hvað... Allavega var vúdu-hagfræðin ekki fjarri góðu gamni frekar en vanalega á meginlandinu og þess vegna harðgirtu t.d. Þjóðverjar, Frakkar og Hollendingar fyrir aðkomu þessa fólks fyrr en fullur aðlögunartími væri liðinn, til að vernda innlend störf að þeir héldu. Nú eru forsvarsmenn atvinnulífsins í Bretlandi farnir að óttast hvað gerist þegar meginlandslöndin verða neydd til að opna ef Pólverjarnir kjósa frekar að vinna t.d. í nágrannaríkjunum þýskalandi og Austurríki en í Bretlandi. Þá geti jákvæðri þróun frá árinu 2004 verið snúið við og skert afkastageta hagkerfisins leitt til verðbólgu og samdráttar.
Sem betur fer var frjáls för launafólks leyfð á Íslandi eftir eins árs aðlögunartíma. Og tóku flestir því fagnandi. Það er verkalýðshreyfingunni til álitsauka (og ég tala sjaldan vel um þá risaeðlu) hversu vel hún var með á nótunum í þessu máli, voru varla nema einstaka lýðskrumsklúbbar sem mótmæltu. Nú sinnir hún vonandi hlutverki sínu og aðstoðar innflytjendur við að njóta réttinda sinna á Íslandi og íslenska vinnumarkaðinum.
mánudagur, ágúst 14, 2006
19:17 -
Kom aftur til Glasgow í morgun eftir æðislega helgi hjá Elínu í Dublin. Var alveg kominn með ofnæmi fyrir bókasafninu og hresstist allur við góðan félagsskap Lellu minnar. Við vorum ekkert að stressa okkur of mikið á túristapakkanum enda sýndi hún mér allt það besta þegar ég kom til hennar í fyrra. Töluðum bara nær stanslaust allan tímann og skiptumst á okkar sérstaklega háfleyga einkahúmor. Bæði orðin nett leið á geta ekki sagt það sem við erum að hugsa án þess að deila í þangað til meiningin er þynnt niður á félagslega viðurkennt plan. Og líka margt í deiglunni hjá okkur báðum svo það var af nógu að taka.
Það er þó ekki laust við að maður hafi verið með hugann heima á Íslandi þar sem svo margir góðir vinir marseruðu niður Laugarveginn í pride-göngunni. Miðað við myndirnar sem maður hefur séð var þetta mikið stuð. Sérstaklega sendum við góða strauma heim á sunnudag þegar við vissum að allir voru þunnir. Vissulega var ég með nettan sammara yfir að hafa ekki mætt, en það er nú ekki líku saman að jafna að borga 5 þúsund kall til að fara til Dublin eða 30 þúsund kall til að komast til Íslands. Ég telst nú samt alveg fullgildur hommi þar sem ég fór í pride-göngu í Glasgow fyrr í sumar. Þannig verð ég örugglega ekki rekinn úr Samtökunum.
Segi þetta gott að sinni, vaknaði í flug klukkan fimm í morgun og er alvega að lognast út af. Set með mynd af Lellu gellu í fjárfestingarbankanum sínum (þar sem hún vinnur sko) Investors Trust í Dublin.
Og í tilefni gleðigöngunnar set ég líka með mynd af okkur Binnu á Glasgow Pride í sumar.
miðvikudagur, ágúst 09, 2006
18:10 -
Nýútkomin yfirlitsskýrsla OECD um íslenskan efnahag kemur víða við og tekur saman þá helstu gagnrýnispunkta sem settir hafa verið fram um stjórnun efnahagsmála á Íslandi. Held maður verði að láta sig hafa það að malla í gegnum hana á næstu dögum. Menn ættu helst ekki að vera kjörgengir til Alþingis nema lesa þessar skýrslur á hverju ári og geta þulið upp helstu gagnrýnisatriði. Í flestum tilvikum er ekkert nýtt að koma fram, ég þykist vita að góðir og gegnir hagfræðingar t.d. á Hagfræðistofnun og í Seðlabankanum séu löngu búnir að koma auga á þessi atriði. En það er náttúrlega auðveldara að snúa út úr þeirra gagnrýni en alþjóðlegrar eftirlitsstofnunar eins og OECD. Málin eru líka orðin nokkuð viðurkennd og main stream þegar þau rata inn í skýrslur hjá svona stofnunum. Þetta eru engir róttæklingar, þetta alþjóðlega gengi af hagfræðingum sem situr á kontór í París.
Nú væri staðalvörn slappra þingmanna að halda því fram að ég væri neikvæður niðurrifsseggur að einblína á gagnrýnina í skýrslu sem bendir jafnframt á að í kjölfar frjálsræðisvæðingar íslensks efnahagslífs sé sýnt að vaxtargeta hagkerfisins hafi verið aukin með þeim afleiðingum að íslendingar séu nú 5. ríkasta þjóð heims samkvæmt mælikvarðanum verg landsframleiðsla á mann í dollurum talið. Mér finnst bara engin ástæða til að sætta sig við þennan árangur sem góðan. Hann var góður fyrir nokkrum árum en menn eru búnir að skála ansi oft fyrir sömu umbótunum. Þar að auki er á margan hátt villandi að bera Ísland saman við stór ríki sem eru innbyrðis ólík. Íslendingar eru fremur einsleit þjóð ungs og heilbrigðs fólks. Það er mikil atvinnuþátttaka, lítið um félagsleg vandamál, á einföldu máli þá eru engar undirstéttir á Íslandi til að draga meðaltalið niður. Við erum t.d. ríkari en Bretland og Þýskaland skv. áðurnefndum mælikvarða en á Íslandi er ekki að finna 5. kynslóð atvinnuleysingja í féló blokkum eins og víða í Bretlandi eða 20% atvinnuleysi eins og í Þýskalandi. Mikið nær væri að bera okkur saman við ríkustu svæðin í Evrópu, t.d. Hamborg, Bæjaraland eða London og náttúrlega Lúxemborg sem er effektíft eitt svæði jafnframt því að vera ríki. Einungis með þesskonar samanburði yrði varpað ljósi á hvað við gætum haft það mikið betra.
Samkvæmt skýrslunni er nóg framundan á umbótasviðinu. Vonandi að hæstvirtir þingmenn skoði það. T.d. er lögð til frekari þróun á fyrirkomulagi peningamála og ríkisrekstrar, endurskoðun á stuðningi við íbúðakaupendur, áhersla á frekari bætur í menntakerfinu og slegnir þungir varnaglar við frekari stóriðjuuppbyggingu. Held ég kafi ekki oní smáatriðin fyrr en eftir meiri lestur, en þarna er t.d. lítill kafli um verðtrygginguna sem verður forvitnilegt að skoða. Semsagt jólabókin í ár.
Það er líka tími til kominn að fólka hætti að sitja heima hjá sér og nöldra yfir því hvað það hefur lítið í buddunni án þess að gera neitt frekar í málinu. Þessar skýrslur OECD eru tækið til að reka hvaða stjórnmálamann sem er á gat. Ef þorri almennings færi að kynna sér þessi mál yrðum við vellystingaþjóðfélag á fáum árum. Og allt er þetta í boði á netinu: http://www.oecd.org/dataoecd/22/45/37215813.pdf (reyndar er um að ræða 12 síðna útdrátt úr skýrslunni (en það er nú eiginlega bara betra) maður þarf að borga fyrir skýrsluna í heild sinni).
Nú væri staðalvörn slappra þingmanna að halda því fram að ég væri neikvæður niðurrifsseggur að einblína á gagnrýnina í skýrslu sem bendir jafnframt á að í kjölfar frjálsræðisvæðingar íslensks efnahagslífs sé sýnt að vaxtargeta hagkerfisins hafi verið aukin með þeim afleiðingum að íslendingar séu nú 5. ríkasta þjóð heims samkvæmt mælikvarðanum verg landsframleiðsla á mann í dollurum talið. Mér finnst bara engin ástæða til að sætta sig við þennan árangur sem góðan. Hann var góður fyrir nokkrum árum en menn eru búnir að skála ansi oft fyrir sömu umbótunum. Þar að auki er á margan hátt villandi að bera Ísland saman við stór ríki sem eru innbyrðis ólík. Íslendingar eru fremur einsleit þjóð ungs og heilbrigðs fólks. Það er mikil atvinnuþátttaka, lítið um félagsleg vandamál, á einföldu máli þá eru engar undirstéttir á Íslandi til að draga meðaltalið niður. Við erum t.d. ríkari en Bretland og Þýskaland skv. áðurnefndum mælikvarða en á Íslandi er ekki að finna 5. kynslóð atvinnuleysingja í féló blokkum eins og víða í Bretlandi eða 20% atvinnuleysi eins og í Þýskalandi. Mikið nær væri að bera okkur saman við ríkustu svæðin í Evrópu, t.d. Hamborg, Bæjaraland eða London og náttúrlega Lúxemborg sem er effektíft eitt svæði jafnframt því að vera ríki. Einungis með þesskonar samanburði yrði varpað ljósi á hvað við gætum haft það mikið betra.
Samkvæmt skýrslunni er nóg framundan á umbótasviðinu. Vonandi að hæstvirtir þingmenn skoði það. T.d. er lögð til frekari þróun á fyrirkomulagi peningamála og ríkisrekstrar, endurskoðun á stuðningi við íbúðakaupendur, áhersla á frekari bætur í menntakerfinu og slegnir þungir varnaglar við frekari stóriðjuuppbyggingu. Held ég kafi ekki oní smáatriðin fyrr en eftir meiri lestur, en þarna er t.d. lítill kafli um verðtrygginguna sem verður forvitnilegt að skoða. Semsagt jólabókin í ár.
Það er líka tími til kominn að fólka hætti að sitja heima hjá sér og nöldra yfir því hvað það hefur lítið í buddunni án þess að gera neitt frekar í málinu. Þessar skýrslur OECD eru tækið til að reka hvaða stjórnmálamann sem er á gat. Ef þorri almennings færi að kynna sér þessi mál yrðum við vellystingaþjóðfélag á fáum árum. Og allt er þetta í boði á netinu: http://www.oecd.org/dataoecd/22/45/37215813.pdf (reyndar er um að ræða 12 síðna útdrátt úr skýrslunni (en það er nú eiginlega bara betra) maður þarf að borga fyrir skýrsluna í heild sinni).
mánudagur, ágúst 07, 2006
19:40 -
Síðustu daga hefur gengið yfir bylgja af fréttum um hversu mikið CO2 útblástur Breta hefur aukist. Alls konar stofnanir að álykta og senda frá sér skýrslur um þessi mál. Sjálfur skil ég ekki hvað er málið, það er ósköp einfaldlega hægt að leggja útblástursskatt á eldsneyti. Þannig er einfalt að láta fólk og fyrirtæki bera þunga skattsins í samræmi við losunina sem það veldur. Þetta er alveg beisik. Þannig munum við leysa málið á fáeinum árum eða áratugum því þegar efnahagslegu hvatarnir eru fyrir hendi mun fólk leitast við að spara orku og leggja sig fram um að þróa nýjar lausnir. Sagt er að útblástur bandarísks einkabíls hafi minnkað um 50% í kjölfar olíukreppunnar (þá reyndar lögðu yfirvöld sitt af mörkum til að flýta fyrir þróuninni, sem ekki virðist mikil áhugi á hjá W&Co).
Málin flækjast náttúrlega þegar þrýstingur olíumanna og ástríðufullra bíleigenda er tekinn inn í dæmið. Þá tekst meira að segja að þvæla og snúa út úr svona augljósu kennslubókardæmi.
En svona fyrirkomulag þyrfti hreint ekki að vera óþægilegt fyrir þorra almennings. Mætti t.d. nota afraksturinn til að lækka tekjuskatt og flytja þannig skattbyrði af þeim sem vilja stunda kolefnishlutlausan lífsstíl yfir á losarana. Sannir hægri menn hljóta að kjósa reiðhjólið sem samgöngumáta. Þá eru menn hvað mest frjálsir undan álögum hins opinbera og leggjast auk þessa mun léttar á samneysluna en bílafólkið sem þarf að malbika götur undir.
Reyndar finnst mér margir umhverfisverndarsinnar ekki mjög lagnir við að vinna málstað umhverfisins fylgi. Viss gerð lætur að því liggja að endurhvarf til einhverskonar miðaldalífs sé eina sem við getum gert til að forða ragnarökum, svo fylgja gjarnan einhverjar kreddur um dásemdir sjálfsþurftarbúskapar og ömurleika alþjóðavæðingar. Og önnur deild virðist undirlögð af sektarkennd yfir að vera velmegandi nútímamenn og fær maður stundum á tilfinninguna að væntumþykjan fyrir jörðinni sé frekar sprottin af löngum til að refsa neysluseggjum fyrir sólarlandaferðirnar, jeppana og Kringlutúrana frekar en að draga úr útblæstri. Málið sé frekar að beina reiði sinni að táknum burgeisaháttarins en draga úr losun gróðurhúsaloftegunda. Það var einn svoleiðis í fréttunum í kvöld, með gredduglampa í augunum þegar hann heimtaði að yrði sérstaklega ráðist á flugsamgöngur og stóra bíla.
Sérskattur á flug og sérskattur á stóra bíla er vond hugmynd því bæði flugsamgöngur og akstur stórra bíla mengar mismunandi mikið. Skatturinn verður að leggjast beint á orkugjafann í samræmi við útblásturinn frá honum. Þá leitar jeppaliðið í sparneytnari jeppa, flugfélögin í sparneytnari flugvélar og við lögum hegðunarmynstrið að þeirri staðreynd að hvert kíló af CO2 útblæstri okkar hefði skýra samsvörun í heimilisbókhaldinu.
Má til með að linka á heimasíðu amerískrar heimildamyndar um hvernig lobbíistarnir lögðu saman kraft sína til að slá út af borðinu aldeilis magnað rafbílaprógramm sem General Motors stóð fyrir. Samkvæmt þessum aðilum er vetnisbílatæknin óspart notuð til að slá ryki í augu kjósenda því olíuliðið veit að það er langt í að sú tækni verður klár meðan rafmagnsbílarnir eru tæknilega handan við hornið. Óneitanlega forvitnilegt stöff og merkilega mainstream (sbr. Sony), það er greinilegt að alþjóðlegt samsæri frjálslyndu hommajúðademókratatrúleysingjana í Hollívúdd er að hnykla vöðvana: http://www.sonyclassics.com/whokilledtheelectriccar/electric.html
Set með mynd af bílapartasölu Andrew Watt.
fimmtudagur, ágúst 03, 2006
18:09 -
Nú hef ég ákveðið að bæta ráð mitt og birta úttekt Neytendahornsins á matvöruverði í Glasgow. Fór semsagt í Sainsbury's áðan og geymdi strimilinn á góðum stað. Sainsbury's er alls ekki ódýrasta búðin en heldur ekki sú dýrasta, ætli hún sé ekki svona á pari við Nóatun og Hagkaup í gæðastandard.
Eins og sést á meðfylgjandi töflu þá er þetta alls ekki eins ódýrt og að versla í Hollandi en alveg pottþétt skárra en heima. A.m.k. er alveg öruggt að á Íslandi er ekki hægt að kaupa kjúlla í kvöldmatinn fyrir 333 kr., maður fær ekki einu sinni 1944 fyrir það.
Annars sé ég mikið eftir að hafa keypt þetta rúkóla salad, rándýr andskoti. Ætlaði að kaupa annað en það var ekki til. Jæja, eins gott að það smakkist vel.
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
23:40 -
Valdstjórnin er gjörsamlega gengin af göflunum, búið að kalla út víkingasveit vegna illa lyktandi bakpokalinga við Kárahnjúka. Til hvers er þetta löggæslubatterí eiginlega, til að hirða af fólki spægipylsur í Leifsstöð, siga fíkniefnahundi á farþega Ísafjarðarflugvallar og æsa upp náttúruverndarsinna. Come on, er löggan svona vitlaus að fatta ekki að það er einmitt svona bögg sem gerir fúttið í mótmælum. Djävlar fascister! Þar að auki er fáránlegt að lögregla allra landsmanna hegði sér eins og öryggisgæslufyrirtæki fyrir Landsvirkjun, nóg er nú búið að styrkja þessar virkjanir af almannafé án þess að löggan leggi í púkkið líka.
Þetta fólk á heiður skilinn, það gæti sparað þjóðinni stórfé ef sjónarmið umhverfisverndarsinnanna yrðu ofan á.
Þannig segir frá á RÚV: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item80438/
Fyrst þetta er svona gott dæmi, af hverju má þá ekki fara í það án ríkisábyrgðar og setja raforkuna í útboð í stað þess að semja um verðið í reykfylltum bakherbergjum?
Landsvirkjun pereat!
© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.