sunnudagur, september 26, 2004
01:40 -
Kaffi og þvottur
Þvottahús heimilisins er waschalon skammt frá lestarstöðinni. Þar eru stórar Electrolux (að sjálfsögðu) þvottavélar sem maður setur pening í og enn stærri þurrkarar. Það sem af er hefur þvottareynslan verið ánægjuleg, reynslan hefur sýnst að það er hægt að ferja allan þvottinn í bakpokanum mínum og þá dugar ein vél fyrir hvítt og önnur fyrir litaðJ Síðan verður þvotturinn bara ansi fínn ef hann er brotinn saman heitur úr þurrkaranum.
Það sem er ennþá skemmtilegra er að þvottahúsið er sambyggt við kaffihús sem er rekið af sömu eigendum. Til að auka enn á samlegðaráhrifin hafa þeir hengt upp matseðilinn frá kaffihúsinu við hliðina á þvottaleiðbeiningunum.
Til að auka enn á upplifunina er mannlífið í þvottahúsinu ekkert slor. Fjölskyldufaðirinn er þvottastjórinn og mætir reglulega með stóra lyklakyppu og lætur þvoendur vita af því að hann fylgist með. Þetta er lítill hvíthærður kall á sextugsaldri sem skartar myndarlegri bumbu og undirstrikar hana með pressuðum kóngabláum buxum og ljósblárri skyrtu. Hann hlýtur að borga Tony Soprano fyrir vernd.
Hollendingar virðast upp til hópa afskaplega hjálplegt fólk og í fyrsta þvottinum naut ég leiðbeininga afskaplega geðþekks og myndarlegs svertlings (ungur svertingi). Næsta skipti var ekki eins gott því þá fyllti þvottahúsið hvíthyskis stórfjölskylda, afi, tvær systur og organdi krakkastóð á þeirra vegum. Kellingarbeyglunum tókst að leggja undir sig alla þurrkarana og stoppaði þurrkferlið reglulega til að færa tuskurnar á milli þeirra af óskiljanlegum ástæðum. Þær voru ekkert á því að eftirláta mér eins og einn þurrkara en Sopranofrændinn gaf þeim augnaráð og á endanum þurfti flókna þurrkkerfið að lúffa fyrir almennri kurteisi.
00:38 -
laugardagur, september 25, 2004
23:47 -
Svíþjóð og Svíar
Siggi Gunnars (zigurt@hotmail.com
23:46 -
fimmtudagur, september 23, 2004
21:16 -
Bruxelles
Skellti mér til Brussel á miðvikudaginn að fylgja Sunnu systir á flugvöllinn. U.þ.b. tveggja tíma skutl í lest og við náðum að ?do Brussels? í eins og hálfs tíma rútuferð um borgina. Eftir þessa stuttu skoðun er ég á því að borgin hafi upp á margt spennandi að bjóða og ætla pottþétt þangað aftur við tækifæri. Reyndar heltist í mig kvef og því hélt ég mig innandyra í rútunni í stað þess að vera uppi á þaki að taka myndir. Þess vegna bera myndirnar keim af drullunni á rúðunum:/ Það var hressandi að sjá íslenska fánann á EFTA byggingunni og mér fannst það móment ekki fá nóga athygli í rútunni. ?That?s us the European free trade agreement! Did you know that it used to be bigger than the EU??
Að sjálfsögðu er ekkert stopp það stutt að maður gefi sér ekki tíma til að kíkja í kjörbúð og sampla prísana og úrvalið. Eins og margir fleiri er ég ákafur stuðningsmaður samtakanna Norrænn vilji (sem leynt og ljóst starfar sem pólítískur frontur hryðjuverkasamtakanna Norrænt réttlæti) og því var það mikið fagnaðarefni að finna bæði Carlsberg og Tuborg í hentugleikabúð á lestarstöðinni. M.a.s. var til eftirlætisbjórinn minn Tuborg Gull, sem var tekinn með heim og stendur til að bjóða sambýlingunum upp á smökkun þar sem norræna jafnvægið mun keppa við belgíska yfirgerjun og vafalítið leggja hana flata.
Í næstu ferð fær Brussel nánari skoðun, sérstaklega verða orð Felixar Bergssonar um gay-senuna höfð að leiðarljósi. ?Soldið hörð, soldið mikið leður, en ofsalega skemmtileg?, sagði Felix Bergsson, leikari og fyrrum umsjónarmaður Stundarinnar okkar. (Hollensku sambýlingunum fannst þetta mjög intressant dæmi um að Ísland væri lítið og fólk væri oft í mjög ólíkum hlutverkum.)
21:15 -
Atomoniumið var miklu flottara en ég hafði búist við. Það var byggt árið 1958 og er eftirmynd af járnatómi. Kúlurnar eru 18 metrar í þvermál og rörin 3 metrar. Einhvernveginn tengir maður þetta listaverk við Viggó Viðutan. Ég fékk eitthvað notalegt flassbakk við að horfa á það.
21:12 -
21:10 -
21:09 -
Robert Schumann byggingin sem verður tekin í notkun á nýjan leik innan skamms eftir að áralöngu verki við að hreinsa asbestið innan úr henni verður lokið.
þriðjudagur, september 21, 2004
20:05 -
Í framhaldinu er nauðsynlegt að minnast á að Neil Kinnock var í sjónvarpinu um daginn og lét þau ummæli falla að Brussel væri "the dogshit capital of the world" Eins og allir muna er Kinnock fyrrum formaður breska Verkamannaflokksins en vinnur nú fyrir Brussel í Brussel. Það rignir mikið í Brussel sem Kinnock segir mikla mildi því annars myndu íbúarnir kafna í hundaskít.
19:58 -
Hæ hæ, búinn að vera í túristafíling með Sunnu systir síðan á föstudag. Svaka gaman en núna er lestrarleysissektarkenndin orðin alveg óbærileg. Planið er að taka síðustu túristarispuna í fyrrmálið og skjótast til Brussel, þaðan sem Sunna flýgur kl. þrjú, og ná svo seinnipartinum á bókasafninu. Eins og sést á meðfylgjandi mynd var hjólað á ströndina (árbakkann) á sunnudag, þá var veðrið reyndar orðið heldur mistækt og viðveran eftir því.
19:52 -
fimmtudagur, september 16, 2004
22:28 -
Hérna koma nokkrar rigningarmyndir frá Maastricht. Þær eru teknar á austurbakka árinnar Maas, í hverfinu bakvið lestarstöðina, sem er er svona nokkurskonar New Jersey Stór Maastrichtsvæðisins. Þar blandast úthverfastemmning og miðborgarstemmning - íbúarnir eru allra þjóða kvikindi og eru hrifnari af gervileðri en gengur og gerist með almennt hófstillta bæjarbúa. Dínamíkin milli bæjarhluta hér er þó margfalt niðursoðin m.v. New Jersey og Manhattan enda heyrist mér á fólki að það meti yfirvegun mikils og sé lítið fyrir öfgar.
22:18 -
22:16 -
22:16 -
laugardagur, september 11, 2004
22:53 -
Það er vægast sagt sveitasæla í Veldwezelt, fyrir utan svefnherbergisgluggann hjá mér er tún og víða eru grænmetisreitir inn á milli húsanna og kýr, hestar eða hæns í girðingum - ég hef m.a.s. séð strút. Þessi mynd er tekin við matvörubúðina í hverfinu, þarna er hestur í girðingu á milli húsa og bakvið hann sést í skiltið á SPAR markaðinum.
21:17 -
Hérna kemur líka mynd af Viðskipta- og hagfræðibyggingunni. Eins og þið sjáið er góður floti af hjólum fyrir utan. Þetta hús var klaustur en hefur verið breytt og er m.a. einn af fyrilestrarsölunum kapella.
21:16 -
Veðrið er búið að vera mjög gott síðan um miðja þarsíðustu viku með sól og Spánarhita, þá hefur fólkið hérna verið duglegt að sigla á ánni Maas og á síkjunum í kring til að kæla sig.
mánudagur, september 06, 2004
19:59 -
19:26 -
IKEA – musteri norrænna yfirburða
Síðasti laugardagur var haldinn hátíðlegur með ferð í IKEA sem er eitt af nútímabirtingarformum sænskrar heimsvaldastefnu. Sem Íslendingur er maður, a.m.k. að hluta til, þátttakandi í Norræna öxlinum sem nær frá Vestfjörðum í norðvestri til Helsinki í suðaustri. Þannig lítur maður vitanlega upp til Svíanna sem yfirburðakyns líkt og Ítalir litu upp til bandalagsmanna sinna norðan Alpanna á sínum tíma. Þessir Norrænu yfirburðir birtast m.a. í því að útlendingarnir (Mið-Evrópufólk) sem ég hef rætt málið við mikla það afar mikið fyrir sér að setja sama IKEA (ÆKÍA eins og þeir kalla það) mublurnar. Íslendingar eru hins vegar aldir upp við það frá blautu barnsbeini að setja þær saman og komast því létt frá verkinu eins og aðrar Norðurlandaþjóðir.
Til að kóróna gleðina yfir IKEA ferðinni var að sjálfsögðu stoppað í mötuneytinu til að fá sér sænskar kjötbollur með brúnni sósu og týttuberjasultu. Mér til mikillar gleði var hægt að fá sænskan Spendrups bjór með.
Síðasti laugardagur var haldinn hátíðlegur með ferð í IKEA sem er eitt af nútímabirtingarformum sænskrar heimsvaldastefnu. Sem Íslendingur er maður, a.m.k. að hluta til, þátttakandi í Norræna öxlinum sem nær frá Vestfjörðum í norðvestri til Helsinki í suðaustri. Þannig lítur maður vitanlega upp til Svíanna sem yfirburðakyns líkt og Ítalir litu upp til bandalagsmanna sinna norðan Alpanna á sínum tíma. Þessir Norrænu yfirburðir birtast m.a. í því að útlendingarnir (Mið-Evrópufólk) sem ég hef rætt málið við mikla það afar mikið fyrir sér að setja sama IKEA (ÆKÍA eins og þeir kalla það) mublurnar. Íslendingar eru hins vegar aldir upp við það frá blautu barnsbeini að setja þær saman og komast því létt frá verkinu eins og aðrar Norðurlandaþjóðir.
Til að kóróna gleðina yfir IKEA ferðinni var að sjálfsögðu stoppað í mötuneytinu til að fá sér sænskar kjötbollur með brúnni sósu og týttuberjasultu. Mér til mikillar gleði var hægt að fá sænskan Spendrups bjór með.
sunnudagur, september 05, 2004
13:01 - Matur fyrir EUR 40
Ég fann loksins hverfisbúðina mína hér í Veldwezelt. Það er semsagt SPAR markaður hér rétt hjá en hann er hálpartinn falinn inni í íbúðahverfi svo það tók smátíma að koma þessu heim og saman. Þegar hef ég keypt í matinn í nokkrum hollenskum mörkuðum og fundist það mikil upplifun. Belgíski markaðurinn var líka mikil upplifun, þeir voru kannski ekki eins framsæknir í fersku tilbúnu réttunum og Hollendingarnir en hafa t.d. sterkt vín á boðstólum fram yfir þá.
Matvörubúðir í útlöndum eru alltaf ódýrari en heima (nema ef vera skyldi markaðurinn á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn) og að sjálfsögðu klikkaði það ekki að þessu sinni. Andrúmsloftið í belgíska markaðinum var vægast sagt spennandi, ég veit ekki hvort það var eins og að fara tuttugu ár fram í tímann eða aftur í tímann. Þetta er lítil búð þar sem er allt til og m.e.a.s. kjötborð og það sem er ennþá merkilegra húsmæður að versla á miðjum föstudegi og allt tekur lengri lengri tíma af því þær þurfa allar að daðra við manninn í kjötborðinu – mjög skemmtilegt. Spurningin er hvort matvörubúðir í Belgíu hafi aldrei tapað þessu kaupmaðurinn á horninu andrúmslofti eða hvort þeir séu búnir að ganga í gegnum allt á að ganga hratt og vera ópersónulegt stigið með afgreiðsluunglinga sem muldra góðann daginn og séu komnir aftur í einskonar retrómarkað með daður í kjötborðinu og gamla kellingu á kassanum sem skipar viðskiptavinunum að fá sér stærstu gerð af fjölnota SPAR innkaupapoka.
Hingað til hef ég verið mjög bremsaður í innkaupunum en nú keypti ég allskonar góðgæti til að maula um helgina fyrir 40 Evrur sem er stórfé hér í námsmannahagkerfinu en auðvitað eru 3.440 krónur hlægilegur peningur í samhenginu kaupa mat og vín fyrir helgina. Í þessari innkaupaferð fékk ég m.a. 6 salernisrúllur, rúnstykki og sætabrauð, 400 gramm lasagna, ólífuolíu, múslí, 2 jógúrtdósir, mozarella, tómat, snakk, kartöfluskífur, fíkjur, skinku úr kjötborðinu, 370 g nautasteik (sem reyndar dugði í tvær máltíðir), nokkuð gott úrval af belgískum bjórum og rauðvín sem var á tilboði.
Nautið kostaði EUR 15 kílóið en var reyndar ekkert sérstaklega gott. Mjög meirt en hálfgert klórbragð af því – sjálfsagt eitthvert verksmiðjupródúkt.
Matvörubúðir í útlöndum eru alltaf ódýrari en heima (nema ef vera skyldi markaðurinn á aðalbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn) og að sjálfsögðu klikkaði það ekki að þessu sinni. Andrúmsloftið í belgíska markaðinum var vægast sagt spennandi, ég veit ekki hvort það var eins og að fara tuttugu ár fram í tímann eða aftur í tímann. Þetta er lítil búð þar sem er allt til og m.e.a.s. kjötborð og það sem er ennþá merkilegra húsmæður að versla á miðjum föstudegi og allt tekur lengri lengri tíma af því þær þurfa allar að daðra við manninn í kjötborðinu – mjög skemmtilegt. Spurningin er hvort matvörubúðir í Belgíu hafi aldrei tapað þessu kaupmaðurinn á horninu andrúmslofti eða hvort þeir séu búnir að ganga í gegnum allt á að ganga hratt og vera ópersónulegt stigið með afgreiðsluunglinga sem muldra góðann daginn og séu komnir aftur í einskonar retrómarkað með daður í kjötborðinu og gamla kellingu á kassanum sem skipar viðskiptavinunum að fá sér stærstu gerð af fjölnota SPAR innkaupapoka.
Hingað til hef ég verið mjög bremsaður í innkaupunum en nú keypti ég allskonar góðgæti til að maula um helgina fyrir 40 Evrur sem er stórfé hér í námsmannahagkerfinu en auðvitað eru 3.440 krónur hlægilegur peningur í samhenginu kaupa mat og vín fyrir helgina. Í þessari innkaupaferð fékk ég m.a. 6 salernisrúllur, rúnstykki og sætabrauð, 400 gramm lasagna, ólífuolíu, múslí, 2 jógúrtdósir, mozarella, tómat, snakk, kartöfluskífur, fíkjur, skinku úr kjötborðinu, 370 g nautasteik (sem reyndar dugði í tvær máltíðir), nokkuð gott úrval af belgískum bjórum og rauðvín sem var á tilboði.
Nautið kostaði EUR 15 kílóið en var reyndar ekkert sérstaklega gott. Mjög meirt en hálfgert klórbragð af því – sjálfsagt eitthvert verksmiðjupródúkt.
fimmtudagur, september 02, 2004
13:09 - Herbergi á hvolfi
12:48 -
IKEA-draumurinn
Belgíska paradísinn er hálfpartinn í rúst í dag, IKEA-mublurnar komu í dag og nú er verið að setja þær saman. Reyndar er það verk allt stopp því það vantar stjörnuskrúfjárn.
IKEA búðin hér á svæðinu er í Heerlen sem er nokkra kílómetra frá Maastricht. Þá tekur maður bara lestina sem kostar EUR 7 fram og til baka og strætó nr. 32 í Heerlen. IKEA er náttúrlega alveg eins og heima á yfirborðinu en þjónustan ekki svipur hjá sjón miðað við Holtagarðana. Hollendingunum hefur tekist á minnka þjónustuna úr lítilli í nánast enga.
Stemmningin var reyndar allt öðruvísi en heima, fólk skoðaði rosalega mikið og verslaði ekkert mjög mikið, enginn með fullar kerrur að bruna í gegn á korteri heldur frekar að hámarka eldhúskollavalið.
Síðan var svaka stemmning í mötuneytinu, þar var allt stappfullt, brjálað að gera og soldil svona úti að borða stemmning á fólki. Þar var að sjálfsögðu boðið upp á bjór sem rann ljúflega niður með sænska heimilismatnum og var góður grunnur fyrir stappið við afgreiðslufólkið.
Að sjálfsögðu taka IKEA of Sweden að sér að skulta vörunum heim gegn vægu gjaldi. Að þessu sinni hentaði mér ekki að fá vörurnar samdægurs og því spurði ég hvort það væri ekki hægt að fá þær á morgun í staðinn. Nei því miður það var ekki hægt og því ekkert annað að gera en sætta sig við það. Afgreiðslumaðurinn benti kurteisislega á að vörunum yrði skutlað heim einhverntíman á næstu átta dögum. Þær komu í dag viku seinna, en í millitíðinni hefur uppblásinn tjalddýna komið í góðar þarfir. Svo heppilega vildi nefnilega til að útileguvörur voru á hálfvirði í einu af vöruhúsum borgarinnar.
Herbergið á Kieselweg á hvolfi.
Belgíska paradísinn er hálfpartinn í rúst í dag, IKEA-mublurnar komu í dag og nú er verið að setja þær saman. Reyndar er það verk allt stopp því það vantar stjörnuskrúfjárn.
IKEA búðin hér á svæðinu er í Heerlen sem er nokkra kílómetra frá Maastricht. Þá tekur maður bara lestina sem kostar EUR 7 fram og til baka og strætó nr. 32 í Heerlen. IKEA er náttúrlega alveg eins og heima á yfirborðinu en þjónustan ekki svipur hjá sjón miðað við Holtagarðana. Hollendingunum hefur tekist á minnka þjónustuna úr lítilli í nánast enga.
Stemmningin var reyndar allt öðruvísi en heima, fólk skoðaði rosalega mikið og verslaði ekkert mjög mikið, enginn með fullar kerrur að bruna í gegn á korteri heldur frekar að hámarka eldhúskollavalið.
Síðan var svaka stemmning í mötuneytinu, þar var allt stappfullt, brjálað að gera og soldil svona úti að borða stemmning á fólki. Þar var að sjálfsögðu boðið upp á bjór sem rann ljúflega niður með sænska heimilismatnum og var góður grunnur fyrir stappið við afgreiðslufólkið.
Að sjálfsögðu taka IKEA of Sweden að sér að skulta vörunum heim gegn vægu gjaldi. Að þessu sinni hentaði mér ekki að fá vörurnar samdægurs og því spurði ég hvort það væri ekki hægt að fá þær á morgun í staðinn. Nei því miður það var ekki hægt og því ekkert annað að gera en sætta sig við það. Afgreiðslumaðurinn benti kurteisislega á að vörunum yrði skutlað heim einhverntíman á næstu átta dögum. Þær komu í dag viku seinna, en í millitíðinni hefur uppblásinn tjalddýna komið í góðar þarfir. Svo heppilega vildi nefnilega til að útileguvörur voru á hálfvirði í einu af vöruhúsum borgarinnar.
Herbergið á Kieselweg á hvolfi.
12:21 -
Loksins kominn í samband
Fjúff, loksins er ég kominn með internettenginu hér í Maastricht. Það var sko ekkert grínmál. Það átti að vera nettenging á hótelinu sem ég var á en það stóðst ekki, svo tók ég á leigu herbergri með nettengingu en þá vantaði kapal. Þegar tölvubúð var fundin og búið að kaupa kapal tók við langt og frústrerandi stillingartímabil, sem var ansi ómarkvisst þar sem illa gekk að ná sambandi við fólk sem hafði e-d vit á tengingunni hérna í húsinu og gat líka gert sig skiljanlegt á ensku. Loks tóks að einangra vandamálið við netkortið í tölvunni, síðan tóku við tilraunir með drivera og margt fleira. Netkortið var úrksurðað látið í gærkvöldi og ég keypti nýtt í dag, þá small þetta allt í gegn.
Fjúff, loksins er ég kominn með internettenginu hér í Maastricht. Það var sko ekkert grínmál. Það átti að vera nettenging á hótelinu sem ég var á en það stóðst ekki, svo tók ég á leigu herbergri með nettengingu en þá vantaði kapal. Þegar tölvubúð var fundin og búið að kaupa kapal tók við langt og frústrerandi stillingartímabil, sem var ansi ómarkvisst þar sem illa gekk að ná sambandi við fólk sem hafði e-d vit á tengingunni hérna í húsinu og gat líka gert sig skiljanlegt á ensku. Loks tóks að einangra vandamálið við netkortið í tölvunni, síðan tóku við tilraunir með drivera og margt fleira. Netkortið var úrksurðað látið í gærkvöldi og ég keypti nýtt í dag, þá small þetta allt í gegn.
© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.