<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

fimmtudagur, september 23, 2004

21:16 -


Bruxelles

Skellti mér til Brussel á miðvikudaginn að fylgja Sunnu systir á flugvöllinn. U.þ.b. tveggja tíma skutl í lest og við náðum að ?do Brussels? í eins og hálfs tíma rútuferð um borgina. Eftir þessa stuttu skoðun er ég á því að borgin hafi upp á margt spennandi að bjóða og ætla pottþétt þangað aftur við tækifæri. Reyndar heltist í mig kvef og því hélt ég mig innandyra í rútunni í stað þess að vera uppi á þaki að taka myndir. Þess vegna bera myndirnar keim af drullunni á rúðunum:/ Það var hressandi að sjá íslenska fánann á EFTA byggingunni og mér fannst það móment ekki fá nóga athygli í rútunni. ?That?s us the European free trade agreement! Did you know that it used to be bigger than the EU??

Að sjálfsögðu er ekkert stopp það stutt að maður gefi sér ekki tíma til að kíkja í kjörbúð og sampla prísana og úrvalið. Eins og margir fleiri er ég ákafur stuðningsmaður samtakanna Norrænn vilji (sem leynt og ljóst starfar sem pólítískur frontur hryðjuverkasamtakanna Norrænt réttlæti) og því var það mikið fagnaðarefni að finna bæði Carlsberg og Tuborg í hentugleikabúð á lestarstöðinni. M.a.s. var til eftirlætisbjórinn minn Tuborg Gull, sem var tekinn með heim og stendur til að bjóða sambýlingunum upp á smökkun þar sem norræna jafnvægið mun keppa við belgíska yfirgerjun og vafalítið leggja hana flata.

Í næstu ferð fær Brussel nánari skoðun, sérstaklega verða orð Felixar Bergssonar um gay-senuna höfð að leiðarljósi. ?Soldið hörð, soldið mikið leður, en ofsalega skemmtileg?, sagði Felix Bergsson, leikari og fyrrum umsjónarmaður Stundarinnar okkar. (Hollensku sambýlingunum fannst þetta mjög intressant dæmi um að Ísland væri lítið og fólk væri oft í mjög ólíkum hlutverkum.) Posted by Hello


Anonymous Nafnlaus said...

Kristinn minn. Bloggið þitt er eitthvað svo fallegt! Myndirnar æðislegar og stíllinn flottur. Elska það, elska þig líka, og vona að ég komist í heimsókn til þín!! Tuborg er víst ódýrasti bjórinn sem þú færð hér í Dublin, hann er kallaðu stúdentabjórinn! Ég hef ekki enn komist í tæri við hann samt, en drukkið þeim mun meira af Guinnes (sem ég er að reyna að venjast...mér finnst hann ekki alveg nógu góður ennþá).
Þín Elín.  


Anonymous Nafnlaus said...

Kristinn, þetta er "the bomb" eins og þeir segja á Ground Zero. Mér finnst orðið eins og ég hafi búið í Maastricht alla ævi, fæddur með gervileðurskeið í munni... setti link á þig frá www.blog.central.is/amen

Heil EFTA!

Eiríkur  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.