Siggi Gunnars (zigurt@hotmail.com ) sendi mér afskaplega fallegan bækling sem var gefinn út í tilefni heimsóknar sænsku konungshjónanna Karls Gústafs og Silvíu til Íslands. Bæklingurinn ber yfirskriftina Svíþjóð og Svíar en eins og titillinn gefur til kynna er fjallað um undur landsins og afrek frænda okkar sem byggja fjölmennasta ríki Norðurlandanna. Fjórar litprentaðar síður eru enganveginn nóg til að koma á framfæri viðeigandi lýsingum, hinsvegar er óhætt að segja að Svíar gera meira á fjórum síðum en margar þjóðir gera á tíu. Meðal áhugaverðra kafla eru ;Svíþjóð stórt smáríki, friður færði með sér velmegun, milli kapítalisma og sósíalisma og þjóð náttúrudýrkenda. Nánari upplýsingar er að finna á www.sweden.se .