Kaffi og þvottur
Þvottahús heimilisins er waschalon skammt frá lestarstöðinni. Þar eru stórar Electrolux (að sjálfsögðu) þvottavélar sem maður setur pening í og enn stærri þurrkarar. Það sem af er hefur þvottareynslan verið ánægjuleg, reynslan hefur sýnst að það er hægt að ferja allan þvottinn í bakpokanum mínum og þá dugar ein vél fyrir hvítt og önnur fyrir litaðJ Síðan verður þvotturinn bara ansi fínn ef hann er brotinn saman heitur úr þurrkaranum.
Það sem er ennþá skemmtilegra er að þvottahúsið er sambyggt við kaffihús sem er rekið af sömu eigendum. Til að auka enn á samlegðaráhrifin hafa þeir hengt upp matseðilinn frá kaffihúsinu við hliðina á þvottaleiðbeiningunum.
Til að auka enn á upplifunina er mannlífið í þvottahúsinu ekkert slor. Fjölskyldufaðirinn er þvottastjórinn og mætir reglulega með stóra lyklakyppu og lætur þvoendur vita af því að hann fylgist með. Þetta er lítill hvíthærður kall á sextugsaldri sem skartar myndarlegri bumbu og undirstrikar hana með pressuðum kóngabláum buxum og ljósblárri skyrtu. Hann hlýtur að borga Tony Soprano fyrir vernd.
Hollendingar virðast upp til hópa afskaplega hjálplegt fólk og í fyrsta þvottinum naut ég leiðbeininga afskaplega geðþekks og myndarlegs svertlings (ungur svertingi). Næsta skipti var ekki eins gott því þá fyllti þvottahúsið hvíthyskis stórfjölskylda, afi, tvær systur og organdi krakkastóð á þeirra vegum. Kellingarbeyglunum tókst að leggja undir sig alla þurrkarana og stoppaði þurrkferlið reglulega til að færa tuskurnar á milli þeirra af óskiljanlegum ástæðum. Þær voru ekkert á því að eftirláta mér eins og einn þurrkara en Sopranofrændinn gaf þeim augnaráð og á endanum þurfti flókna þurrkkerfið að lúffa fyrir almennri kurteisi.
said...
sælir,
það er nú dáldið meiri glæsileiki yfir þér á káboj-myndinni hjá sunnu sys en þeirri sem þú ert með í prófílnum! "Klettafjallakúrekinn" gæti hún jafnvel heitið!
Heilsanir,
Sigga G
Kristinn said...
Góður punktur, spurning hvort expressívur klæðaburður hæfi mér betur en íbygginn einfaldleiki (í sepíatónum). Málið verður tekið til skoðunar hjá vefstjórn.
Kristjan said...
Skemmtileg lesning...vertu stilltur og duglegur að blogga svo hægt sé að fylgjast með hvernig Niðurlendingar koma þér fyrir sjónir. kv KJ