<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d-3586845363492521829', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

mánudagur, október 25, 2004

20:48 -


Fyrsta prófið búið

Jæja þá er maður búinn með fyrsta prófið í mastersnáminu, og gekk bara vel held ég - svaraði 95% af prófinu. Þetta var reyndar mjög strekkt á tíma svo ég ætla rétt að vona að Prófessor Myjsken geti skilið skriftina - líklega er hann samt öllu vanur því það eru nær eingöngu strákar í prógramminu, og menn eins og Hilmar Magnússon sem geta m.a.s. skrifað fallega á ávísanir á balli í Sjallanum eru frekar undantekningin en reglan. Prófið var haldið í íþróttasal svo þetta var skemmtilegt flassbakk í prófin í salnum í fyrsta bekk í menntó.

Það fer ægilegt fallorð af kúrsinum og í dag vantaði 6 af rúmlega 20, svo blóðbaðið er byrjað. Þegar prófið var búið stóð fullt af liði fyrir utan og geispaði undan því að þetta hafi verið erfiðasta próf sem það hafði farið í og e-d þannig - þetta eru náttúrlega aumingjar - það fer ömurlega í taugarnar á mér þegar er farið að tala kúrsa upp og svo eru allir stynjandi af því þeir heyrðu einhvern annan segja að kúrsinn væri svo erfiður. Hversu oft hefur maður heyrt þetta, það var nú bara sálarstríð að sitja STÆ 323, það fór svo svakalegt orð af honum og svo allt þetta kjaftæði ;verkfræðin svo erfið ;læknisfræðin svo erfið ;þetta erfiðara en hitt o.sv.frv. - mýtur og gróusögur allt saman!!! Tek það fram að ég, Þjóðverjarnir og Rich sýndum engin svipbrigði sem fulltrúar norrænnar menningar.

Eftir prófið stungu Þjóðverjarnir Gerrit og Tobias upp á að við fengjum okkur bjór til að halda upp á fyrsta prófið, Rich og Claudia skelltu sér með og það var ferlega næs að fá sér tvo kalda til að ná áttum aftur. Ég fór í þvottahúsið kl. sex en Gerrit og Tobias héldu áfram. Tobias er svo spenntur að detta í það þegar við erum búin á fimmtudag að hann var farinn að tala um það við okkur fyrir hálfum mánuði hvort við ætluðum ekki örugglega að gera eitthvað - maður getur ekki annað dáðst að þýsku fyrirhyggjunni.

Þá er næsta mál hagræn sálfræði á fimmtudag - þykkur bunki af lesefni m.a. kúkakenningar Freuds. Síðan er planið að taka helgarskreppu til Kölnar.

Læt fylgja með þennan fallega lunda sem ég fékk á póstkorti frá Kiddý - Ísland best í heimi!!! Posted by Hello

|

fimmtudagur, október 21, 2004

20:41 -


Professor Muysken & co

Síðasi tíminn í peningahagfræði í dag og við fluttum fyrirlestra um stærstu peningakerfin, við Claudia og Richard fjölluðum um Japan og ég er ekki frá því að við höfum skorað flest stig. Síðan þegar tíminn var búinn fór hópurinn á stúdentakaffið De Pruverij til að halda upp á tímamótin, það var mjög gaman og algerlega óborganlegt þegar þjóðverjarnir fóru að opna fyrir pólítísk óréttuhliðarnar á sér. Einn hnippti meira að segja í annan og spurði hvort það væri rétt að tala svona fyrir framan útlendinga! Samkvæmt þessari reynslu stórskemmtilegt fólk þegar það skríður út úr skelinni. Þá er bara að setja allt á fullt fyrir prófið á mánudag, á morgun verður semsagt haldið "Friday at the Bib"!!!

Fv. Claudia (DE), Jens (DE), Richard (GB), Tobias (DE), ég (þetta gæti nú verið slæm ammælismynd), Gerrit (DE), Song og Wang frá Alþýðulýðveldinu Kína, Lucas (DE) og Profeesor Muysken (NL). Posted by Hello

|

þriðjudagur, október 19, 2004

23:16 -


Mathieu hinn franski fer á kostum þegar talið berst að pólitíkinni - það er sko engin Evrópládeyða þar. ?In France we like socialists - but Chirac is good for business, he goes all over the world to sell Airbus and nuclear technolocy?. Arabísku áhrifin leyna sér heldur ekki, Hollensku sambýligarnir þurfa alltaf að leggjast út af þegar þeir eru búnir að fá sér í haus en Mathieu minnti helst á suðumann í Slippnum, með jónu í kjaftinum nær allt kvöldið og virtist ekkert draga af honum. Posted by Hello

|


23:07 -


Rich á þýska kærustu sem lánaði honum (þýska) Miniinn sinn til að koma í heimsókn, enda hjólið hans alveg á síðasta snúningi. Posted by Hello

|


23:01 -


Paul eða Yinan Wang eins og hann heitir á frummálinu er Austurlenska hæglætið uppmálað. Glöggt er gests augað og hefur Paul átt nokkur frábær innlegg þrátt fyrir erfiða glímu við enskuna. T.d. þótti honum vaxtarlag mitt afar framandi og lét þessi fleygu orð falla "Kristinn i like your belly". Mér skildist í framhaldinu að kúlubumbur væru ekki á hvers manns borði í Alþýðulýðveldinu.  Posted by Hello

|


22:53 -


Hagstúdentar mættu í körrý og bjór á laugardag - myndin heppnaðist samt ekki alveg nógu vel:/ Paul frá Kína, Richard frá Glouchester og Mathieu frá Toulouse. Posted by Hello

|

föstudagur, október 15, 2004

18:42 -


Freud og peningar

Í þessari viku var farið inn á mjög áhugaverðar (athyglisverðar a.m.k.) slóðir þar sem við fjölluðum um Freud og peninga. Samkvæmt kallinum snýst þetta allt um það hvernig krakkar eru vandir af bleyjum af því þeir eru á svo mikilvægu þroskastigi um það leyti - þannig getur þetta víst verið mjög viðkvæmt mál (mikilvægt að barnafólkið í hópnum hugi að þessu, ég skal ljósrita greinina og koma með hana í jólafríinu). Krakkagreyin eru víst voða stolt af hægðunum sem þau skynja sem sína sköpun og afurð eigin líkama - þannig getur það víst verið mjög ruglandi þegar foreldrarnir fara svo að gretta sig yfir kúkalyktinni. Ég verð nú að viðurkenna að ég fór ekki mjög djúpt í þetta, líklega er Freudinn útskýrður betur í uppeldisbókmenntunum en hagfræðibókum!

Eftir langvarandi góðveðurskafla fór að rigna í dag. Það er allavega minna rok með rigningunni hérna en í Reykjavík:/

Spennan er að aukast, fyrsta próf eftir 10 daga og brjálað að gera á öllum vígstöðvum. Krakkarnir úr prógramminu koma í heimsókn til mín á morgun í bjór og karrí - það verður örugglega stemmari. Síðan förum við til Amsterdam á miðvikudag í heimsókn í Seðlabankann - það verður víst e-d drinks og læti.

Frábært að heyra af Ísfirsku nýbylgjunni, ég vona að einhverjir taki myndir og setji á netið og þannig. Úff þetta verður geðveikt stuð hjá ykkur. Niceland platan hans Ödda er að verða gegnumspiluð hjá mér tóm snilld!!! Hvenær kemur svo að debútinu hjá 9/11?s ég er orðinn kreisí spenntur - kannski ætla strákarnir að taka súpergrúpputaktana á þetta og láta fólk bíða í sjö ár eftir plötunni.

Og Kristján Jónsson að leggja Ský undir sig, það verður þá e-d gott vestfirskt efni að lesa í flugvélinni fyrir jólin.

P.s. ég vissi nú ekki alveg hvaða mynd ég ætti setja með Freud en þessa mynd tók ég um daginn þegar ég át yfir mig á McDonalds - kallinn hefur örugglega einhverjar meiningar um það. Posted by Hello

|

sunnudagur, október 10, 2004

19:13 -


Þessi átti nú löngu að vera farin í loftið, Bernstein og Woodward í aksjón á BB á mjög formlegum vikudegi. Eins og myndin ber með sér er verið að varpa ljósi á meinsemdir þjóðfélagsins og engum hlíft. Posted by Hello

|


19:09 -


Claudia austur-þýska og hennar maður Stefan sem var í helgarheimsókn gæða sér á kandí flossi. Eins og sjá má var tívolí í bænum með ærandi hávaða og blikkandi ljósum. Auk hefðbundinna tívolíveitinga eins og kandífloss, íss og pylsa mátti m.a. fá reyktan ál - svona stílbrot virðast ekki fá neitt á fólk hér um slóðir. Posted by Hello

|

laugardagur, október 02, 2004

21:51 -


Nóg að gera í Niðurlöndum

Spennan er að aukast í skólanum því nú er önnin hálfnuð og próf eftir rúmar þrjár vikur, 25. og 28. október. Þannig er búið að vera annríki hjá manni hérna í Niðurlöndum og því hefur sambandið við umheiminn ekki verið eins títt og væntingar stóðu til. Þar bætist að félagslífið virðist allt raðast á vikudagana sem mér skilst að sé ekki óalgengt í háskólabæjum hér í Evrópu þar sem stúdentarnir fara oft heim til sín um helgar og því þarf að hafa alla viðburði í miðri viku ef fólk á örugglega að mæta. Kannski er þetta ekki verra fyrirkomulag en annað og til að bregðast við er helgarfókusinn á að núllstilla sig í lærdómnum, sinna samskiptum og heimilisrekstri.

Á fimmtudagskvöld var drinks hjá mastursnemunum í viðskipta- og hagfræðideildinni. Ég mætti ásamt Claudiu frá Austur-Þýskalandi (hún er alveg ekta með húmor fyrir Spreewald gúrkum og allt) en við erum í sama prógramminu og stöppum í hvort annað stálinu á bókasafninu. Samkoman var á de Pruverij sem er einskonar hverfispöbb viðskipta- og hagfræðideildar, lítil og lúinn bar sem býður upp á staðgóðan mat gegn vægu gjaldi og goslausan bjór - eins og þykir fínt hér um slóðir. Á svona opinbera nemendasamkomu mæta nær eingöngu minnihlutahópastúdentarnir en Hollendingarnir, Þjóðverjarnir og Belgarnir eru uppteknari af sínum eigin tengslanetum. Þarna voru t.d. Finninn, Íslendingurinn, Tælendingurinn, Curacaobúinn, Ungverjinn, nokkrir litlir hópar af evrópskum þjóðernum sem telja 2-3 nema og ýmiskonar mismunandi svart fólk, ásamt nokkrum Þjóðverjum. Mitt föruneyti var frekar framlágt eftir stífan dag á bibbinu (sem reynist vera útbreitt slangur fyrir bibliotek, og er búið að vera uppspretta brandara síðan, t.d. fékk hópavinna á föstudag þann glæsilega titil Friday at the Bib) og því var prógramminu slúttað eftir tvo stóra bjóra (sem jafngildir fimm hollenskum - ég er óþreytandi að benda á að ?in Iceland we drink .5 with no foam?) um ellefuleytið.

Samkvæmislífið verður á fullu í næstu viku en á mánudag er forstöðumaður mastersnámsins búinn að boða stúdentana í annarvisst drinks milli 17-19. Sú samkoma verður haldin í Kruijdhuset sem er barinn á skólalóðinni og kemur í góðar þarfir við ýmiskonar tækifæri m.a. deildardrinks, ráðstefnur og útskriftir sem merkilegt nokk fara fram allt árið - mér skilst að það sé safnað saman þangað til eru nógu margir í útskriftarholl og síðan er haldin veisla a.m.k. einu sinni í mánuði. Síðan fagnar deildin 20 ára afmæli með pompi og prakt á föstudaginn. Væntanlega verður það sparifatatilefni en ég ætla samt að spyrja fyrst hvort þetta sé tilefni fyrir ?formal? klæðnað eftir að hafa mætt forstöðumönnum deilda hérna ítrekað á stuttbuxum og t-bol (svoleiðis myndi aldrei gerast í HR, þar hefði það framkallað augnaráð ef nemandi (utan tölvunarfræðideildar) tæki upp á slíku háttalagi). Posted by Hello

|


21:51 -


Það er tæpast hægt að segja að landamærin séu tilkomumikil. Það væri nú til að brjóta upp hversdagsmynstrið ef einhver opinbera blókin gæti fundið það hjá sér að spyrja vegfarendur um pappíra - svona til að brjóta upp áhyggjuleysið. Posted by Hello

|


21:50 -


Prómó fyrir einhvern samkvæmisviðburð. Voða gaman að hafa svona lukkudýr á skólalóðinni en hálf creepy þegar það stendur fyrir aftan mann:/ Posted by Hello

|


21:49 -


Síðasta hliðið á múrunum sem enn stendur uppi, hin sjö urðu þróuninni að bráð. Posted by Hello

|


21:47 -


Síðdegisstemmari.Veðrið er búið að vera mjög fínt síðustu daga og engin rigning!!! Posted by Hello

|

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.