<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar/4016206?origin\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

miðvikudagur, desember 05, 2007

17:35 -

Eins og margir eru forvitnir um Ísland eru vissir hlutir sem er bara ekki hægt að segja útlendingum. Þeir halda bara að maður sé að bulla í þeim og sé ótrúlega ruglaður. T.d. er ekki hægt að segja fólki að maður hafi hætt afskiptum af stjórnmálum fyrir tæpum áratug eða neina sögu sem byrja á „vinur minn var að spila á alþjóðlegri rokkhátíð í Japan“, ennþá verra þegar maður þarf að leiðrétta „nei ekki hann, ég er að tala um annað band núna.“ Maður virkar ótrúlega hallærislegur svo ekki sé meira sagt.

Nýjasta sagan sem ég ætla ekki að segja í útlöndum er: „My classmate from Reykjavik Uni just took over as president of an investment fund with 1.4 billion pounds in equity.“ Síðan gæti maður bætt við þegar viðmælandinnn segir really. „Yeah, it’s quite a big operation, apparently they got a controlling stake in American Airlines.“

Það þýðir bara ekki að reyna að skýra þetta út, en mikið er ég ánægður með Jón Sig dúxinn okkar úr HR sem er nýtekinn við sem forstjóri FL-Group. Ótrúlega skjótur frami, en ég held það sé líka vandfundinn metnaðargjarnari og duglegri náungi. Þegar slíkur árangur fer saman við yfirvegun og drenglyndi er sérstaklega ljúft að samgleðjast. Áfram Jón!


Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst þú alltaf vera jafn klár og Jón - ef ekki betri,þér fannst bara svo rosalega gott að sofa á morgnan- en þú getur reynt að gera þér í hugarlund hvaða væntingar ég hef til þín!!! Lóló mamma  


Anonymous Nafnlaus said...

Mikil eftirsjá af Hannesi.  


Anonymous Nafnlaus said...

Já, það er Smári sem sér eftir Hannesi. Ég hélt það gengi svo vel hjá honum. Var hann ekki að fá sér pott...  


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.