
Guinnessinn reyndist mjög góður og síðan bauð Elín mér upp á frábæran síder sem heitir Bulmers. Hingað til hef ég ekki verið mjög spenntur fyrir síder og fundist hann helst til sætur en þessi var alveg magnaður, ferskur og minnti jafnvel á vín. Þarna erum við hress í göngutúr á sunnudag.
