
Þar sem við erum báðir miklir matarunnendur voru helstu undur svæðisins smökkuð. Þar eru náttúrlega á listanum nokkrar stórgóðar bjórtegundir, þó við höfum verið á því að úrvalið og breiddin í Norður-Þýskalandi kæmist ekki tærnar þar sem belgíska bjórmenningin hefur hælana. Af hefðbundnum þýskum mat skelltum við okkur á labskaus, sem er kássa úr rauðrófum, nautakjöti, svínakjöti og síld, borin fram með spældu eggi, og lifur með lauk, brúnni sósu og kartöflumús - semsagt Helga Sigurðar á góðum degi. Þá urðu fjölmargar hágæða kebabbúllur á vegi okkar auk þess sem við skelltum okkur á vel útilátið hlaðborð afganska veitingastaðarins Kabúl. Semsagt stórgóð reisa.

Kristinn said...
Já það væri nú ekki úr vegi að komast í gott Labskaus, annars er ég ekki viss um hversu lystugt það er úr dós. En það er hugurinn að baki sem skiptir máli:)