Einhverra hluta vegna virðist svona mósaík hafa meira næringargildi fyrir sálina en reglustikuhverfin þar sem allt er fullkomið. Þegar maður sér að þetta er ekki bara viðurkennt hér í hjarta Evrópu, heldur þykir bara ákjósanlegasta byggingarstæði fyrir pjattleg einbýlishús með verðlaunagörðum þá þykir manni úrbaníseringarraddirnar sem heyrast stundum heima á Ísafirði algjörlega fáránlegar. Öll dýr langt út fyrir bæjarmörkin, helst að fjarlægja innsetningarnar hans Einars Halldórs o.sv.frv. Það er frábært að búa í lifandi umhverfi en sjálfsagt að taka frá nokkrar götur og hafa dauðhreinsaðar fyrir þá sem vilja.
Hérna fer vafalítið eitthvað kreatíft fram.
said...
þetta er alveg hreint frábært, minnir mig á Hlíð hjá afa og ömmu innfrá, það var nú frábær staður.... Mig grunar að pabbi ætli að koma sér upp svona aðstöðu með tilheyrandi húsdýrum þegar hann verður orðinn "einn eftir og öll hin fíflin farin suður" eins og hann segir, mér finnst bara að hann eigi ekkert að vera að bíða eftir því að hinir fari, bara græja þetta í hlíðinni bak við hús hið fyrsta.
Kiddý
Kristinn said...
He he he, þetta er náttúrlega snilld, "þegar öll hin fíflin eru farin suður".
Það verður spennandi að sjá útkomuna þegar Einar Hreins fer að útbúa sér "vinnustofu".