
Á leiðinni út gisti ég nokkrar nætur hjá Sigga Gunnars á Njarðargötunni og fékk stöðuna á menningarsambandi Íslands og Albaníu. Eins og allir vita er hann prímus mótor samtakanna Sagnfræðingar á landamæra, en hann er einmitt væntanlegur á meginlandið í byrjun febrúar og þá verður tekið gott tjútt.
Á meðfylgjandi mynd sjást Kiddý og Siggi í góðum gír í túristabúðinni Bankastræti þar sem Kiddý ræður nú ríkjum.
