Ferðin út gekk bara nokkuð vel, óvenju margir Íslendingar í flugvélinni sem gerði barsöluna óvenju góða hjá flugfreyjunum. M.a. voru þrjár systur á miðjum aldri sem sátu fyrir framan mig alveg að fara á kostum. Sú í miðjusætinu var svo full að hinar tvær þurftu að styðja hana út þegar við komum til London. Góðar! Mér fannst þetta frábær flugferð, í þessum teprulega samtíma er gott að vita að gamaldags íslensk léttúðugheit eru ennþá til. Það er algjör nostalgía að fara í flugvél og vera samferða feitum köllum í leður og tweedjökkum sem drekka viskí á leiðinni. Verst að á síðustu árum eru flugvélar orðnar svo hljóðlátar að fyllerísröflið skilst hæglega í nærliggjandi sætaröðum. Ég vil fá flugfélag sem rekur B-727 eða álíka gamla jálka og leyfir reykingar um borð. Svona retróflug.
Þrátt fyrir að hafa hlaupið út úr flugvélinni á Stanstead dugði tíminn ekki til að ná Ryanair til Eindhoven, svo það er fullreynt 90 mínútur duga ekki til vélaskipta, a.m.k. ekki þegar fyrra fluginu seinkar um korter. Hafi einhverjir heyrt raunarekstur minn um kerfiskallana á Schiphool í Amsterdam fyrir jólin þá var allt önnur og liprari stemmning hjá fólkinu á Stanstead - Tjallinn er fínn sko! Þannig fannst snarlega sæti fyrir mig með hollenska flugfélaginu Transavia til Rotterdam, sem fór í loftið einum og hálfum tíma síðar.
Dæmisaga segir að þegar ESB boðar til fundar kl. 9 þá mæti Þjóðverjarnir á slaginu en Hollendingarnir kl. 8:40. Þetta er ekki fjarri lagi því þegar ég mætti um borð korter fyrir brottför, leit öll flugvélin upp og horfði á mig eins og félagslegt viðundur, eins og ég hefð mætt í óperuna korteri of seint í kanínubúningi. Fimm mínútum seinna vorum við lögð af stað og síðan sýndu þær hollensku snilldartakta þegar þær hlupu með barvagninn eftir vélinni og náðu afgreiða 150 manns í 35 mínútna löngu flugi. Enda voru allir með á nótunum, tilbúnir með rétta skiptimynt. En einkennisbúningarnir, dísús kræst, sægræn hörmungarhönnun sem var hafnað í eightísinu, svona flugfélag fengi aldrei flugrekstrarleifi á Íslandi.
Meðfylgjandi mynd var tekin út um gluggann á flugstöð Leifs Eiríkssonar. Reykjanesið skartaði sínu fegursta að vanda. Ég er viss um að Múrmenskingar tárast við að líta á þessa mynd.
Hafdis Sunna said...
Hahaha, hversu fyndið!! - "....leit öll flugvélin upp og horfði á mig eins og félagslegt viðundur, eins og ég hefð mætt í óperuna korteri of seint í kanínubúningi!" Frábært að þú komst heill til Maastricht fyrir rest þrátt fyrir að missa af Ryanair fluginu og þurfa að gista í Rotterdam. Við mamma erum strax byrjaðar að sakna tín, en hlökkum bara því meira til að hitta þig í sumar! Hey, í Gettu betur um daginn var spurt í hvaða landi Maastricht væri og hvorugt liðið gat svarað rétt, iss ;)
said...
Getur ekki verið að þetta sé bara bretanum að kenna? Þegar ég skaust til Berlínar í október, í gegnum Kaupmannahöfn, þá dugði mér 1 klst. í skipti. Reyndar bara rétt svo, vegna þess að taskan mín kom síðust upp á færibandið - en dugði þó.
Eiríkur
Kristinn said...
Þetta eru engar ýkjur skipulagið í hollensku flugvélinni var alveg massíft. Bið voða vel að heilsa ykkur mömu og öllum heima náttúrlega :)
Veistu það Eiríkur ég held að þetta sé hárrétt hjá þér, innritunarsístemið hjá Ryanair er alveg æðislega formlegt, þannig hætta þeir að innrita 40 mínútum fyrir brottför:/ Það munaði bara fáeinum mínútum að ég hefði þetta. Spurning um að fara í gegnum Köben næst.