Bjórleiði
Eins fáránlega og það hljómar þá er ég orðinn frekar leiður á bjór eftir að hafa verið í stöðugri veislu síðustu vikur við að sulla í alls kyns bjórum, bæði belgískum og hollenskum, ekki síst fjölmörgum héraðsbjórum Limburgh. Framan af voru bjórinnkaupin takmörkuð af flutningsgetu, þar sem gullnu veigarnar voru ferjaðar heim í bakpoka ásamt skóladótinu og matarinnkaupunum. Bjórnautnin komst því á nýtt stig eftir að ég lærði að hjóla með bjórkassa og gat því farið að safna birgðum. Úrvalið í búðunum er mjög glæsilegt og því hefur ennþá ekki verið gerð tæmandi skil, en fjölmargir ljúffengir pilsnerar eru í bragðminninu ásamt nokkrum dökkum bjórum og hveitibjórum sem ég hef algerlega fallið flatur fyrir. Þar fyrir utan er af nógu að taka, t.d. yfirgerjuðum bjór og mörgum þykkum og rótsterkum belgískum bjórum sem ég hef ekki komist upp á lagið með.
Þetta ástand gæti náttúrlega aldrei skapast í félagslegri forsjárhyggju Norðurlandanna þar sem regluleg bjórdrykkja er varla nema á færi auðmanna en hér í alræði frjálslyndisins þar sem hasshausar og vændisstarfsmenn stara á mann tómum, firrtum augum á torgum og strætóstoppum bæjarins geta svona hörmungar átt sér stað - þannig er einn af mínum elskuðu lífsförunautum fallin í valinn fyrir óvægnu frjálslyndinu. Ó grimma veröld af hverju hefurðu tekið frá mér þessa lífsnautn, sjálfa bjórástina.
Ég ætla að láta mér þetta að kenningu verða og ganga hægt um dyr frelsisins það sem eftir er. Vissara að láta ekki greiðan aðgang að kjöti og grænmeti á Evrópuverði eyðileggja fyrir sér matarástina. Þannig ætla að ég að blanda íslenskum stúdentaréttum saman við allsnægtirnar héðan af og elda alls kyns innihaldslaust sósusull sem er þykkt með hrísgrjónum eða pasta og borðað með ristuðu brauði.
Á meðfylgjandi mynd sést kassi af belgíska alþýðubjórnum Jupiler sem ég hjólaði með heim úr kjörbúðinni fyrir rúmri viku og stendur enn ósnertur - þannig er eins og sé búið að sjúga úr manni allan vilja og frumkvæði.
said...
uss....ljótt er að heyra!! Ég vona bara að þessu liði takist ekki að eyðileggja matarástina hjá þér, þá myndum við ekki þekkja þig fyrir sama mann!!
Kiddý
Hafdis Sunna said...
Hæ Kristinn, ég er komin til byggða, komin heim í góða matinn hennar mömmu. Keypti Starsky & Hutch á DVD í fríhöfninni - hlakka til að horfa á hana með þér um jólin! Fer bráðum að setja eitthvað úr ævintýraförinni inn á heimasíðuna mína, gaman að lesa um það sem þú hefur verið að bralla. En leitt með bjórinn, vona að bjórleiðaveikin batni, því ég tók nefnilega Guatemalískan Gallo bjór með heim til þess að leyfa þér að smakka - hann þykir mjög góður. Jæja, vona að þú hafir það sem allra best og sért duglegur að læra :-)
Kristinn said...
Ha nei nei, þetta er nú örugglega bara eitthvað tímbundið, hlakka til að koma heim um jólin og hitta ykkur, e.t.v. er þetta bara eitthvað ofnæmi þar sem bjórinn hérna er ekki bruggaður með íslensku vatni.
oakleyses said...
michael kors outlet, oakley sunglasses, louis vuitton, michael kors outlet, uggs on sale, ugg boots, gucci outlet, prada outlet, louboutin, polo ralph lauren outlet, ray ban sunglasses, nike outlet, louis vuitton, ugg boots, louboutin shoes, longchamp outlet, ugg boots, louis vuitton, nike air max, louis vuitton outlet, tiffany and co, prada handbags, polo ralph lauren outlet, nike free, ray ban sunglasses, christian louboutin outlet, burberry, longchamp outlet, louis vuitton outlet, michael kors outlet, oakley sunglasses, tory burch outlet, oakley sunglasses, oakley sunglasses, ray ban sunglasses, kate spade outlet, chanel handbags, longchamp, tiffany jewelry, michael kors outlet, replica watches, ugg boots, burberry outlet online, jordan shoes, michael kors, nike air max, michael kors outlet
oakleyses said...
nike free, air force, ralph lauren pas cher, hollister pas cher, sac longchamp, true religion outlet, true religion jeans, mulberry, hollister, lacoste pas cher, lululemon, michael kors, longchamp pas cher, nike air max, vanessa bruno, abercrombie and fitch, north face, nike air max, nike roshe, coach outlet, nike blazer, true religion jeans, converse pas cher, louboutin pas cher, timberland, ray ban uk, nike free run uk, vans pas cher, kate spade handbags, hermes, coach factory outlet, ray ban pas cher, tn pas cher, true religion jeans, north face, michael kors, new balance pas cher, burberry, coach purses, michael kors, michael kors, sac guess, coach outlet, air max, nike roshe run, air jordan pas cher, hogan, oakley pas cher, nike air max, ralph lauren uk
oakleyses said...
louis vuitton, moncler, juicy couture outlet, barbour, wedding dresses, juicy couture outlet, supra shoes, moncler, moncler outlet, ugg,ugg australia,ugg italia, canada goose outlet, canada goose uk, ugg boots uk, moncler, michael kors outlet, pandora charms, thomas sabo, canada goose, canada goose outlet, replica watches, barbour jackets, michael kors handbags, montre pas cher, moncler, swarovski, sac louis vuitton pas cher, michael kors outlet online, doke gabbana outlet, links of london, pandora jewelry, toms shoes, moncler, louis vuitton, doudoune canada goose, lancel, pandora charms, canada goose, karen millen, bottes ugg, canada goose, moncler, hollister, pandora jewelry, ugg pas cher, ugg,uggs,uggs canada, louis vuitton, marc jacobs, swarovski crystal, coach outlet, canada goose, moncler, louis vuitton