<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

21:15 -


Í þjónustu Dr. Phil

Eins og einhverjar kunna að muna fékk ég bókina Life Strategies eftir ameríska sjónvarpssálfræðinginn Dr. Phil í afmælisgjöf þegar ég varð 25 ára. Reyndar verður að viðurkennast að ég hef ekki lesið hana til fulls en þó gluggað í hana líkt og í nokkra fleiri sjálfshjálpartitla. Líklega er uppáhaldið mitt If Men Could Talk eftir New York gyðinginn Alon Gratch. Svei mér þá ef ætti ekki bara að útbúa leikgerð upp úr bókinni, slík er geðveikin. Þessari hugmynd er hér með vísað til Elínar - það væri gaman að fá eins og einn eða tvo sálarkrísumónóloka til að brjóta upp partýin um jólin. Reyndar finnst mér eins og ég hafi heyrt einhvern segja að það væri búið að blóðmjólka karlakrísur í leikhúsinu svo e.t.v. er þetta frekar hallærisleg hugmynd.

Auðvitað skiptir þetta engu máli nema að svo skemmtilega vill til að undanfarnar vikur hef ég staðið í afskaplega sjálfshjálparlegu prójekti sem er að læra hollensku. Þannig er að mér hefur aldrei tekist að læra þriðja tungumál, a.m.k. ekkert ákveðið þriðja tungumál, heldur tala bara þessa fínu íslensku og ensku og síðan ef það dugar ekki þá fer allt í bland þýska, danska og jafnvel nokkur spænsk orð. Í ljósi sögunnar er því tæpast við miklu að búast úr hollenskunáminu. Þannig hefur heldur ekki mikið gerst, ekki ennþá að minnsta kosti. Fyrstu tímarnir voru vægast sagt neyðarlegir þar sem ég mætti á staðinn fullur sannfæringar um að ég ætlaði að taka þetta með trompi en skildi síðan ekki neitt í neinu meðan allir (a.m.k. flestir) hinir sigldu í gegnum tímana með hægð.

Loksins var sæst á að þetta væri ekki að ganga og farið heim í smiðju að kokka upp nýjar aðferðir til að tækla námið. Á endanum fannst hvorki tæknileg né snjöll aðferð heldur var ráðist í málið með handafli, og hverju einasta orði flett upp í orðabók (fokkings persónulega) og glósað í kennslubókina. Þannig var hægt að skilja leiðbeiningarnar og fá smá tilfinningu fyrir því hvernig þetta virkar. Nú er búið að tækla þrjá kafla með seinvirkri handaflstækninni og því e.t.v. hægt að segja að einhverskonar námsferli sé komið af stað. Kálið er þó ekki sopið (og súpan varla farin að ilma) og því liggur fyrir að ef eitthvað á að verða úr er eins gott að halda þessu áfram fram á vor. Þetta er óttalegt plokk, gengur hægt og reynir á þolinmæðina - að vissu leyti finnst mér fáránlegt að læra eitthvað sem er svona mikið vesen að læra. Þannig hefur mér dottið í hug að líklega væri hollenskan rétt formsatriði ef ég kynni eitthvað í dönsku og þýsku.

Hvatirnar að bakinu tungumálanáminu eru hvorki starfs- né námsframalegs eðlis heldur er frekar um nokkurskonar prinsipp mál að ræða. Núna er nefnilega komið í ljós að hefði ég nennt að standa í orðabókaflettingum í grunn- og menntaskóla þegar til þess var ætlast þá eru sæmilegar líkur til að maður hefði raunverulega skilið eitthvað í dönsku og þýsku en ekki bara harkað af sér þangað til kennslunni lauk eftir þriðja bekk í menntó.

Þannig hefur mér verið mikið hugsað til Dr. Phil þar sem ég reyni að bæta fyrir gamlar syndir með það að markmiði að takast að lokum að kveða niður gamla drauga, dönsku- og þýskuleysið. Ef þetta væri í beinni hjá doktornum þá myndi hann æsa sig svo glampaði á skallann og skamma mig með ameríska hreimnum sínum fyrir að hafa vanrækt sjálfan mig svo grimmdarlega.

?With your self indulgence you have denied yourself of opportunities to grow and have hurt yourself. You?ve got to show this man the respect he deserves and don?t deny him the attention he needs You need to love yourself before you can start to love others - and love is hard work.? Nú myndi salurinn klappa ákaft og ég myndi fara að gráta, hrista hausinn og taka undir með Dr. Phil ?yes sir, yes sir?. Síðan yrði líklega farið í auglýsingar og atriðið notað í tíserum næstu vikna.

Dr. Phil er náttúrlega í Ameríku og þetta er náttúrlega ekki stórt persónudrama, heldur meira svona spot on the record sem væri gaman að komast fyrir. Samkvæmt þarfahírarkíi Maslows þýðir þetta þó líklega að maður hafi það ansi gott efnislega og andlega fyrst maður er farinn að velta sér upp úr svona smáatriðum, einhverjir myndu jafnvel segja að maður hefði of mikinn tíma og of lítið af áhyggjum. E.t.v. er maður kominn í næsta stigið á undan stiginu þegar maður fer að ganga til heilara sem fer að ráðleggja manni að vinna út frá miðjunni. Samt finnst mér eins og þetta sé frekar þýðingarmikið. Eins og manni vanti ennþá almennilegt ?closure? á menntaskólann.

Örstutt að lokum, ég hef ekki getað varist reiðinni nú síðustu daga, þar sem ég hef verið að vinna úr gömlum menntaskólakomplexum, gagnvart öllu helvítis pakkinu sem tuggði sífellt á því íslenskt menntakerfi væri ónýtt og enginn lærði nóga stærðfræði og við værum svo ömurleg m.v. Singapúr og Danmörku og útskrifuðumst seint og ég veit ekki hvað og hvað. Með þessar úrtölur er maður búinn að rogast á bakinu síðan maður var unglingur, kengboginn af minnimáttarkennd yfir því að vera afurð ónýts skólakerfis - þetta er náttúrlega bara helvítis rugl, bull, vitleysa og uppspuni frá rótum. Því fleiri þjóða kvikindi sem ég spjalla við verð ég handvissari um að þrátt fyrir allt sé íslenska stúdentsprófið hrein snilld m.v. hvað fólk er að vesenast í öðrum löndum. T.d. sögukennslan (þó Björn Bjarna hafi svo skorið hana niður eftir að við útskrifuðumst). Mér finnst maður bara ferlega kosmó með söguna hans Björns Teitssonar upp á vasann - t.d. er ég búinn að fræða Rich félaga minn á ýmsu úr sögu Bretlands. Hann vissi t.d. ekki að Churchill hefði þurft að segja af sér sem varnarmálaráðherra eftir að Gallipoliinnrásin misheppnaðist árið 1915 (Siggi og Geiri þið leiðréttið ef ég er úti að skíta). Svo virðist fólk ekki gera neitt að viti þó það útskrifist fyrr, heldur hafa flestir Evrópubúarnir drepið tímann með endalausu skiptiprógrammahangsi.

Og hvað háskólastigið varðar þá sakna ég afskaplega mikið allra kennarana í HR sem voru ekki ?alvöru prófessorar? heldur komu úr Kaupþingi og Seðlabankanum og tengdu efnið jafn óðum við það sem var að gerast í þjóðfélaginu. Hagfræðideildin hér telst með þeim öflugustu í Evrópu (og HÍ er ekki einu sinni á blaði) en sumir prófessorarnir eru svo akademískir að þeir vita varla hvað þeir heita. En svona er þetta vestfirska komplexan í hnotskurn, það er búið að berja í okkur að allt sé réttara og betra í Reykjavík og í útlöndum. Ég vil nota tækifærið hér með og segja þessum aumingjum að fara í rassgat! Posted by Hello


Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha! Kristinn, þetta er alveg rétt hjá þér. Segja þeim bara að fara í rassgat! Vona að hollenskunámið fari að skila sér hvað og hverju, hef enga trú á öðru. Góð hugmdyn með sálarkrísuleikgerð upp úr bók Alon Gratch, ég pæli í þessu!!
Annars er ég að fara yfir um úr stressi, allt að verða brjálað í skólanum og ég get ekki beðið eftir að komast heim í jólafrí.
Lov,
Elín.  


Anonymous Nafnlaus said...

Krísa þín með tungumálanámið er auðvitað bara hluti af krísunni að vera maður. Þegar maður á nóg að bíta og brenna, og hundurinn manns var ekki að deyja og konan ekki að fara burt með besta vininum, þá þarf maður nefnilega að fara að takast á við vandamálið að vera maður. Þegar það er ekkert lengur til að beina sjónum okkur annað. Þess vegna er velmegunarpakk alltaf sívælandi - eða þá það sest fyrir framan sjónvarpið/drekkir sér í vinnu (hvað þekkir þú marga yfir þrítugt sem geta rætt um eitthvað annað en a)það sem þeir vinna við eða a) það sem var í sjónvarpinu?) -- ef maður sest niður, saddur og sáttur - þá fyrst byrjar að þyrma yfir öllum endalausum vanköntum manns, maður byrjar að káfa eftir spiki, rifja upp vandræðaleg fyllerí og asnaleg skítakomment sem maður lét fjúka í bræðiskasti, svo skyndilega fer maður að sjá eftir því að hafa skrópað í menntó og ekki lært rassgat, maður rýnir í hárlínuna og danglar í punginn til að sjá hvort hann hafi sigið síðan í gær. Þetta er auðvitað forsendu vandamál. Maður þarf að hafa eitthvað að gera. Ef maður hefur ekkert að gera, ef það er ekkert sem ögrar manni, þá tryllist maður bara og skýtur sig í hausinn af því að maður var að verða sköllóttur eða feitur eða heimskur eða bara af því allt var svo djöfulli mikið í lagi.

Bestu kveðjur,

Eiríkur Norðdahl  


Blogger Kristinn said...

Þetta er auðvitað hárrétt greining, vandinn er ekki að ég sló slöku við í menntó heldur að ég hef tíma til að hugsa um það í dag. Þannig er þetta spurning um að koma sér upp raunverulegu vandamáli til að eyða krísunni, annað hvort innra vandamáli t.d. offitu eða ytra vandamáli, s.s. ofhitnun jarðarinnar eða niðurbroti Feneyja, þriðji kosturinn væri svo að þurrka upp tímann með því að fá sér fleiri sjónvarpsstöðvar. Síðan gæti maður náttúrlega tekið á móti krísunni og boðið hana velkomna í líf sitt, þá væri spurning að skella sér í þáttinn til dr. Phil eða leggjast í það með Elínu að skrifa mónólóga um karlavandamál – þannig myndi maður reyna að njóta krísuástandsins. Þegar öllu er á botninn hvolft er e.t.v. stóra vandamálið að maður vinnur ekki nógu mikið út frá miðjunni.  


Blogger Kristinn said...

Hlakka til að koma heim í jólafrí og taka þessa umræðu föstum tökum með ykkur, hérna er fer jólaprófastressið að fara í gang og það mun ganga rækilega frá öllum existensíalískum krísum.  


Blogger Kristinn said...

Hlakka til að koma heim í jólafrí og taka þessa umræðu föstum tökum með ykkur, hérna er fer jólaprófastressið að fara í gang og það mun ganga rækilega frá öllum existensíalískum krísum.  


Anonymous Nafnlaus said...

þarna þekki ég þig Kristinn!!!
Ég vil líka nota þetta tækifæri og segja liðinu sem þarf að fara í meðferð vegna "jólakvíða" að fara í rassgat!! Ég er alveg búin að fá meira en nóg af fólki sem er haldið dagsyfju og fleiri svoleiðis kjaftæðis-sjúkdómum, og líka af fólki sem þarf að fá áfallahjálp af því að það kviknar í dekkjahaug einhversstaðar!!! huummppphhh!!!
Kiddý  


Blogger Kristinn said...

Nákvæmlega Kiddý, stundum þarf bara að segja "nei hættu nú alveg Gvendur".  


Anonymous Nafnlaus said...

ha ha .. já "Útálandibúingar" í takt við lagið sem rúllar í tölvunni minni núna "Say it loud, I´m black and I´m proud"

tí hí hí

Þorsteinn Yngvi  


Blogger Kristinn said...

Rétt er það Steini, black and proud! Sálin kemur úr slorinu rétt eins og af baðmullarökrunum...  


Blogger oakleyses said...

north face outlet, babyliss, nike air max, p90x workout, nike trainers, abercrombie and fitch, louboutin, iphone 6 cases, insanity workout, timberland boots, vans, valentino shoes, chi flat iron, north face outlet, jimmy choo shoes, hollister, mcm handbags, beats by dre, converse outlet, gucci, ghd, longchamp, lululemon, reebok shoes, vans shoes, birkin bag, soccer jerseys, nike air max, nfl jerseys, ferragamo shoes, new balance, nike huarache, hollister, hollister, soccer shoes, herve leger, ray ban, giuseppe zanotti, converse, mac cosmetics, bottega veneta, instyler, wedding dresses, asics running shoes, oakley, ralph lauren, celine handbags, baseball bats, mont blanc, nike roshe  


Blogger yanmaneee said...

calvin klein outlet
supreme clothing
off white nike
hermes
longchamp handbags
kd 13
hermes birkin bag
yeezy boost
yeezy shoes
supreme hoodie
 


Skrifa ummæli

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.