<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d-3586845363492521829', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

fimmtudagur, mars 16, 2006

01:41 -


Jæja, nú er ég alveg að missa það úr spenningi, er semsagt að fara til meginlandsins á morgun. Flýg til Brussel og gisti á Jacque Brel hostelinu, mjög fyndið þetta er hliðstætt því að væri til gistihúsið Björk Guðmundsdóttir á Íslandi. Á föstudagsmorgun verður svo brunað með lestinni til Maastricht. Lestarskipti verða í Liege þar sem ég ætla að fá mér kaffi, en þar á stöðinni er selt svakalega gott kaffi. Örugglega það besta í Niðurlöndum og þó víðar væri leitað. Ég á eftir að borða svo góðan mat þessa helgi, fá mér góðan bjór og gott vín. Það þarf ekki hörð vísindi til að sýna fram á tilvist kúlínarískra skila á Ermasundi sem maður er því miður röngu megin við. En Skotarnir bæta það nú upp með að vera yndislegt fólk. Hlýir og hjálplegir, algerlega lausir við eyðublaðadýrkunina á meginlandinu. Svona eiga nú allir veikar og sterkar hliðar.

Á föstudag setjum við Kati stefnuna á afslöppun og spjall í Maastricht, en á laugardag verður brunað til Kölnar þar sem við ætlum út á lífið með hommsunum Bill og Thomas, vinum hennar. Þá verður nú tekið á því á dansgólfinu, óhætt að bjóða upp á experimental spor þegar maður er í útlöndum. Svo er nú fólkið hennar Katiar höfðingjar heim að sækja, og verður örugglega boðið upp á eitthvað gott úr vínkjallaranum. Síðan verður forvitnilegt að sjá hvort að froskurinn og broddgeltirnir í garðinum sé komnir úr vetrardvala, þannig verður þetta líka voða kósí.

Síðan koma Árný og Hanna Rósa á föstudag eftir viku. Þá verður nú tekið á því ef ég þekki mínar konur rétt! Þær fengu inni á hostelinu Evrópu sem er hérna í næsta nágrenni. 83 pund fyrir tveggja manna herbergi yfir helgina. Það finnst mér nú vel sloppið, svona ef einhver að spá í verslunarferð.

Helgina þar á eftir fer ég síðan með kórnum til Englands á kirkjutónlistarhátíð í Ripon í Yorkshire (skammt stórra högga á milli eða hvað). Síðan verð ég kominn til Íslands helgina eftir, og þar á eftir verður fylgst með Rokkhátíð Alþýðunnar á Ísafirði, og að sjálfsögðu mun ég leggja mig fram um að fylgjast með Skíðaviknnui. Semsagt taumlaus gleði fram á vor. Reyndar verður líka allt á haus í skólanum þennan tíma en mér hefur alltaf reynst stuð og gleði vera framleiðniaukandi, svo þetta verður góð blanda.

Set með mynd af þessari bílageymslu sem mér finnst töff. Gæti verið að Taggart hafi snúið við eitthvað undirheimalið þarna inni.

|

þriðjudagur, mars 14, 2006

02:06 -

Hér kemur annar þáttur tæknihornsins. Þetta er semagt byggingarsvæði í miðborginni þar sem er búið að rífa hús en eftir standa tveir veggir sem á væntanlega að nota til að skreyta nýju bygginguna. Stálgrindur styðja við veggina. Framhliðin á þessu stálvirki þarf alls ekki að vera ljót, í þessu tilviki er hún notuð til að auglýsa i-pod eins og sjá má.

|

mánudagur, mars 13, 2006

02:54 -Það stendur heima hjá Geira, það er viss bloggkreppa í gangi. Aðallega er það út af tveimur stórum verkefnum sem ég þarf að koma frá mér í næstu viku og er þess vegna að reyna loka mig inni með þeim þangað til þau klárast. Þarna kemur B-mennskan enn og aftur til skjalanna. Sumt fólk getur bútað svona verkefni niður í snyrtilega bita og mjatlað á þeim meðfram öðru milli níu og fimm, en ég enda alltaf í tarnamennsku, drekkandi kaffi og bryðjandi súkkulaði. Næ ekki almennilega tökum á þessu línulega vinnulagi, hjá mér verður þetta alltaf meira eins og að verpa eggi. Maður rembist og rembist og er svo að manni genginn á eftir. Fölur og fimm kílóum feitari en þegar törnin byrjaði. Annars smá skánar þetta með hverju árinu, vorprófin í fjórða bekk voru verst. Þá fitnaði ég heil ósköp. Útskriftarfötin voru svo stór að ári seinna fékk Skúli bróðir þau lánuð til að gifta sig.

Annars er voða mikið stuð framundan, um leið og þessir pappírar eru frágengnir. Ég er semsagt að fara til Hollands til að vera við útskriftina á föstudag. Væntanlega verður þetta ofur óformlegt ef ég þekki Hollendingana rétt, deildarstjórinn mætir örugglega á gallabuxum og allir verða ægilega hómí. En skólinn býður í drinks seinnipartinn á bar viðskipta- og hagfræðideildarinnar svo ég ætla ekki að kvarta. Síðan fer ég í heimsókn til Kati minnar til Kölnar og flýg heim frá Hahn á sunnudag. Blessað Ryanair, stórkostlegt fyrirtæki! Reyndar á maður víst að vera með svakalegan umhverfismóral yfir svona skreppitúrum, en mér finnst ótrúlegt annað en hægt sé að finna tæknilega lausn á þessu útblástursmáli sé vilji fyrir hendi. Fyrst menn gátu fyrir rúmum sextíu árum handreiknað kjarnorkusprengjuna, þá hlýtur kolefnishlutlaus þotuhreyfill bara að vera formsatriði. Eldflaugar ganga á vetni, það hlýtur að mega útfæra það fyrir flugvélar.

Hér snjóaði í gærkvöldi, í fyrsta sinn í vetur sem snjóar í bænum meira en nokkrar mínútur. Tíu sentímetra jafnfallið og allt fór í panikk. Las á mbl.is að 3.000 manns hefðu verið strandaglópar á næturklúbbum í miðbænum og ekki komist heim til sín. Síðan tiplaði ég yfir slabbið í dag til að fara í ræktina og þá var lokað vegna ?adverse weather conditions?. Mér skilst að það sé almenn vinnustöðvun þegar snjóar í Aþenu, en í Skotlandi! Reyndar er borginni vel skýlt með hólum og hæðum á flesta kanta og þéttri byggð svo það getur verið brjálað veður nokkra kílómetra í burtu án þess að hreyfi vind hérna. Reyndar finnst mér nánast alltaf vera logn hérna.

Heimilissælan stendur í miklum blóma, Indversku strákarnir leggja stöðugan metnað í körríin og ég nýt góðs af því. Það er ekki hlaupið að þessu indverska dæmi, þeir eru eins og húsmæðraskólagengnir fyrir fimmtíu árum, setjandi upp potta í hádeginu fyrir kvöldmatinn. Ég er líka mjög impóneraður yfir því að þeir kalla matinn minn ?continental?, voru þó ekki eins sannfærðir um að það þyrfti ekki að meðhöndla harðfisk neitt. Sögðu þó að hann væri mjög góður þegar væri búið að tyggja nógu mikið.

Í sem stystu máli þá er ég uppfullur af jákvæðum fordómum í garð Indverja eftir sambýlið við Indverska meirihlutann hér á garðinum. Hvernig getur verið annað en gott fólk sem hefur upp til hópa mikinn áhuga á mat. A.m.k. virðist mér það vera tilfellið með þessa krakka hérna. Dhipak og Jidou eru náttúrlega í hótelskólanum en þeir treystu sér samt ekki í samkeppnina á matardeginum í haust. Þar var sko tekist á um virðingu innan hópsins með körrígerð. Nú eru þeir báðir að slá sér upp með kínverskum stelpum úr hótelskólanum svo ég hef fengið að sampla Won Ton súpur og fínerí líka. Þannig er fjölmenningarblissið í fullum gangi. Maður syngur Ebony and Ivory hvern morgun í sturtunni.

|

miðvikudagur, mars 08, 2006

14:20 -

Hressandi fréttir: Marel frekar í Slóvakíu en á Íslandi

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060308/FRETTIR01/60308040/1091

|


14:20 -

Hressandi fréttir: Marel frekar í Slóvakíu en á Íslandi

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20060308/FRETTIR01/60308040/1091

|


01:02 -

Veit ekki hvað þetta tæki var að gera úti í á, en fannst vissara að taka mynd af því.

|

fimmtudagur, mars 02, 2006

16:30 -

Held ég sé hættur að fylgjast með fréttum. Þetta fer bara í skapið á manni.

|


15:47 -

Allt er í heiminum hverfult. Aldrei hefði mér dottið í hug að skástu tillögur í efnahagsmálum myndu koma frá Ingibjörgu Sólrún:

?Ég tel því að nú eigi að gera hlé á ákvarðanaferlinu um ný álver. Gera þær náttúrufarskannanir sem nauðsynlegar eru vegna nýtingar jarðvarma og skoða ýtarlega alla virkjunarkosti sem koma til álita. Að því loknu á að velja þann kost sem er hagkvæmastur fyrir þjóðina. En ég tel líka, að það eigi að skoða það af fullri alvöru að fara nýjar leiðir í þessum málum, afnema þær ívilnanir sem virkjanir og stóriðjufyrirtæki hafa notið og gera kröfu um að greitt verði fyrir aðganginn að náttúruauðlindunum. Það er tímabært að stóriðjuframkvæmdir búi við sömu starfsskilyrði og aðrar framkvæmdir í landinu," sagði Ingibjörg Sólrún, í samtali við mbl.is í dag.

Þetta er náttúrlega ansi loðið en það verður þó að teljast vinstrimönnunum til tekna að þeir sætta sig við að dagar Nýsköpunarstjórnarinnar eru löngu liðnir.

|

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.