<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d-3586845363492521829', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

föstudagur, október 21, 2005

18:34 -


Það er hefð fyrir því í Economic Policy prógramminu að fara á pöbbinn á fimmtudögu eftir kennslu. Prófessorinn sem stýrir því spyr á hverjum fimmtudegi hvort fólk ætli ekki örugglega að koma á pöbbinn. Að sjálfsögðu er ekki hægt að klikka á siðum og venjum heimamann. Mér skilst að einn bjór sé á við tvær kjötbollur en af fenginni reynslu er ókosturinn við bjór í kvöldmat sá að maður verður óheyrilega timbraður, þrátt fyrir að hafa ekki endilega drukkið svo mikið. Þannig hefur verið einskonar Trainspotting (ultra) light stemmning á manni í dag. Fór semsagt alveg ónýtur á bókasafnið og skilaði bók sem var komin þrem dögum yfir síðasta skiladag og þurfti að borga eitt pund í sekt. Ha ha ha, það er nú allur bömmerinn, eiginlega er maður að leggja nafn alvöru skosks gjálífis við hégóma.

Kíkti aðeins á Richard og Judy í dag. Þau eru breskt sjónvarpspar sem eru með tveggja tíma síðdegisþátt sem byrjar klukkan 17. Plebbvirtúósar en fara samt fínt í það. Fjalla um t.d. vín og örlítið menningarlegar myndir og reyndar allan fjandann. Ef þau væru á Íslandi ættu þau sponsaðann Land Cruiser. Alveg ekta fín að horfa á í seinna kaffinu. Í dag tóku þau fyrir nýjustu græjurnar fyrir heimilið og það voru flóðavarnir ýmiskonar. Ekki laust við að manni brygði soldið en flóð eru víst orðin svo tíð víða í Bretlandi að fólk er hreinlega farið að búa sig undir að lifa með þeim sem reglulegum hluta tilverunar. Tíðari flóð, öflugri fellibylir, snjólaus skíðasvæði, hversu mikið þarf að ganga á svo fólk fari að taka til sín sneiðina. Ég get alveg tjúllast yfir því hvað virðist vera lítill áhugi á að gera eitthvað raunhæft í umhverfismálum. Núna snýst allt um einhverjar samviskulausnir sem skipta akkúrat engu máli eins og blaðagámarnir í Reykjavík. Í kalda stríðinu æfði almenningur í Bandaríkjunum viðbrögð við kjarnorkuárás. Það voru sýndar auglýsingar í sjónvarpinu þar sem fólk átti að skríða undir borð og draga yfir sig teppi. Kjörorðið var ,,duck and cover!?. Beygja sig og breiða yfir, sem hefði engu breytt ef Sprengjan hefði fallið en fólk var allavega upptekið við þykjustulausnir og möglaði minna á meðan.

Ef á að leysa hnatthlýnunarmálin þarf að setja peninga í að þróa aðra orkugjafa en jarðefnaeldsneyti. Gera kjarnorkuna örugga og þróa svo bíla og flugvélar sem ganga fyrir vetni. Hætta að þykjast með einhverjar grænmetisætulausnir og taka á málinu!

Annars var frétt um það á mbl.is áðan að allir stóru bílaframleiðendurnir eru að veðja á tvinnbíla á bílasýningunni í Tókýó svo fólk er ekki alveg fífl!

Hins vegar heyrði ég í Speglinum um daginn að Jerry Fallwell og álíka trúarofstækissauðir sem styðja GW Bush trúi því að mengun, stríð og plágur séu af hinu góða, því meira því betra, vegna þess að hörmungaskeið sé undanfari endurkomu Krosslafs Helga, eins og Helgi Hóseason nefnir Jesú. Þessir kappar hvetja til brennslu olíu og eru alfarið á mótti friðarumleitunum í miðausturlöndum. Ekki beint upplífgandi. Ótrúlegt hvað menn ætla að eltast lengi við að snúa út úr þessum gömlu austurlensku pennum. Segir nú margt um hvað Íslendingar eru jarðbundnir að hafa ekki tekið upp á því að snúa út Hávamálum eða dubba íslendingasögurnar upp í eitthvað trúarlegt samhengi. Hins vegar þegjum við af krafti yfir bullinu í Bandaríkjunum. Hvorki forráðamenn ríkis né kirkju virðast hafa nokkuð við þessu að segja. Kannski eru þeir bara spenntir fyrir þessu, skírlífi í stað kynfræðslu og trúarinnræting í stað dómgreindar.

Í dag var frétt á bb.is um að 17 og 18 ára krakkar hafi verið að reykja hass í bíl. Allir böstaðir og farið með þá á stöðina. Væri ekki nær að lögleiða þetta og taka virðisaukaskatt af öllu saman í stað þess að kynd undir skipulagðri glæpastarfsemi. Hass er varasamt en það er líka brennivín og margt fleira. Á einhverjum tímapunkti verður bara að treysta fólki til að lifa sínu lífi og hætta að hugsa fyrir það.

Malasíski lyfjafræðineminn sem ég leigi með segir ólíklegt að ætluð lyf gegn fuglaflensu virki nokkuð. Flensan breyti sér svo hratt að það sé mjög herfitt að stíla lyf inn á hana. Þetta er nú ljóta móðursýkin. Bresku fjölmiðlarnir eru að missa sig í glannalegum fyrirsögnum. Síðan þegar er talað við sérfræðinga um málið eru þeir alltaf pollrólegir. Maður þarf víst nánast að velta sér upp úr sýktum hænsnum til að geta fengið þetta. Aðstæður á vesturlöndum eru ekkert líkar því sem finnst í Asíu þar sem fólkið beinlínis býr með fiðufénu.

Sunna systir kom í heimsókn frá Danmörku um síðustu helgi. Það var svaka stuð á okkur, fórum í búðir og svona, enda Glasgow númer tvö á eftir London hvað fjölda verslana varðar. Og það sem meira er að skipulagsyfirvöldum hefur tekist að þjappa þeim saman í öflugann verslunarkjarna í miðbænum. Kringlunum er gefið pláss í miðbænum í stað þessa að senda þær lengst í burtu.

Ofurnæma brunavarnarkerfið í húsinu fór af stað áðan í annað skiptið á stuttum tíma. Allir þurftu að fara út og norpa í rigningunni meðan slökkviliðið mætti á staðinn og gekk úr skugga um að allt væri í lagi. Það var einver of kræfur við að elda kvöldmatinn sem olli því að kerfið fór af stað. Gárungarnir kalla þetta ekki ?fire alarm" heldur ?toaster alarm".

Jæja þá er nú búið að hreinsa aðeins út! Set með mynd af Sunnu á búðarápi.

|

miðvikudagur, október 12, 2005

14:41 -


Þessa sérútbúnu baunaspírunarkrukku (sem sést hér með hús nágrannans í baksýn) keypti ég vikunni í heilsubúð hérna rétt hjá. Svaka flott búð, kammó stemmning og afgreiðslufólkið spjallar við mann, soldið svona Yggdrasill ? ég er viss um að Evur Jónsdætur Glasgow venja komur sínar þangað.

Snilldin við krukkuna er að lokið er jafnframt sigti svo það er auðvelt að skola baunirnar og síðan er hægt að láta hana standa á hlið.

Auðvitað fer maður ekki út í baunspírurnar að gamni sínu heldur var ég með sammara eftir að hafa borðað heldur mikið af tilbúnum réttum, sem eru til í ótrúlegu úrvali í matvörubúðunúm hérna, en meira um það seinna.

Neytendamálum hefur ekki verið gert hátt undir höfðinu hér á síðunni lengi og kominn tími til að kíkja betur á þau. Ég hef ekki sagt mitt síðasta Guðni!

Í millitíðinni bendi ég á stórgóða grein Gylfa Ólafssonar á bb.is þar sem hann skýrir út þá stefnu Frjálshyggjufélagsins að vera á móti fjármögnun íþróttamannvirkja með skattpeningum. Þetta eru orð í tíma töluð!

http://bb.is/?PageID=161&NewsID=60283

|

laugardagur, október 08, 2005

23:56 -Kiddý klukkaði mig, og samkvæmt hefðinni á ég að greina frá fimm staðreyndum um mig sem eru ekki á allra vitorði. Helst einhverjum vandræðalegum sérviskum, annað hefði lítið afþreyingargildi.

Númer 1: Þessa dagana er ég að æfa sjálfsbótox. Það gengur út á að taka á öllum sínum andans kröftum við að hreyfa andlitið sem minnst ? líkt og maður hafi farið í bótox meðferð. Þannig reynir maður að vera ekki sífellt að gretta sig þegar maður er að spjalla við fólk, hlæja og þess háttar ? bara vera slakur í framan! Þetta lífræna bótox kostar ekki neitt og skaðar ekki umhverfið, en ég er full viss um að ef fólk kemst í góða æfingu þá virkar þetta alveg eins vel og sprauturnar og seinkar hrukkunum um mörg ár. Gallinn er sá að það er ansi erfitt að halda einbeitingu allan daginn. Það er hins vegar vel yfirstíganlegt ef maður býr yfir járnvilja og stálaga, eins og ég er orðlagður fyrir.

Númer 2: Ég legg mig fram um að sniðganga áströlsk vín, því þau eru það plebbalegasta af öllu í ríkinu. Þau heita asnalegum nöfnum (t.d. Wolf Blass Yellow Label), eru í tilgerðarlegum umbúðum (allskonar litríkir miðar) og það er reynt að láta þau bragðast óvínlega (alls kyns tilbrigði við ávaxtasafa, mold og tvöfaldan vodka í rauðvín).

Númer 3: Það er álíka plebbalegt að mæra áströlsk vín og kommenta á heimasíðu Silfurs Egils. ?Góð grein hjá þér Egill, þú hittir naglann á höfuðið enn einu sinni?. Samt fylgist ég alltaf með pistlunum hans og kíki ævinlega á kommentin til að kalla fram aumingjahrollinn.

Númer 4: Ég húkkaðist á antikþætti í fyrravetur þar sem ég hafði aðgang að BBC í gegnum belgíska kapalsjónvarpið. Núna er ég búinn að kaupa sjónvarp og hárin rísa á hnakkanum yfir Bretunum að tala um Viktoríanskt postulín. ?No that is typically Edwardian, you can see it from the...? Þetta er rosalega skrýtið, ég hef alltaf verið með hálfgert ofnæmi fyrir svona gömlu drasli og er vonlaus í Kolaportinu.

Númer 5: Borða egg í morgunmat og bryð morgunkorn með mjólk sem miðnætursnarl.

Að lokum ætla ég að klukka Sigga Gunnars. Eins og allir vita þá er Siggi afskaplega analog maður (enda ástin analog eins og frægt er) og því má búast við að hann komist ekki að því strax. Hins vegar mun hann vafalítið bregðast vel við þegar þar að kemur.

Af þessu tilefni skelli ég með mynd af Sigga að taka upp kartöflur á ættaróðali sínu, Rauðanesi í Borgarfirði.

|

sunnudagur, október 02, 2005

23:46 -


Skotar eru orðlagðir fyrir að vera kammó fólk og það sem af er get ég staðfest það. Ég ætlaði að hanga inni í gærkvöldi en þar sem ég bý á besta stað í bænum er það frekar hallærislegt á laugardagskvöldi þegar er fullt af fínum börum í götunni, m.a.s. einn gay-bar. Þannig dreif ég mig út klukkan hálf ellefu, sem er fáránlega seint á mælikvarða heimamanna. Þess vegna voru allir langt komnir í drykkjunni þegar ég mæti á staðinn og frekar asnalegt að sitja einn og súpa bjór. Semsagt ekkert annað að gera en að láta reyna á almennilegheit Skota. Á miðjum staðnum, sem var u.þ.b. eins og Sjallinn (fyrir utan maxímalísku skreytingarnar) var borð með fullt af fólki í góðu stuði. Ég sigtaði út JónÞórinn í hópnum sem reyndist aldeilis á því að ég ætti að setjast með þeim og skemmta mér. Þannig var úr að ég hékk með Terry og félögum allt kvöldið. Ótrúleg almennilegheit! Þegar barnum lokaði fórum við á gay-klúbb, ekki langt frá, sem bauð upp á hefðbundið Evrópopp eða sígilda smelli eins og ABBA og Madonnu, eftir því hvaða hæð var valin.

Að öllum líkindum hafa flestir Íslendingar skoskt blóð í æðum að nokkru leyti. Í grófum dráttum eru ættfeðurnir norrænir að uppruna rúmlega til hálfs og restin af genamenginu er sótt til Bretlandseyja. Mig grunar hins vegar að meðal Íslendinga sé ég yfir meðallagi skoskur. Tjúttlega séð upplifði ég kvöldið sem andlega heimkomu þar sem persónulegir og expressífir stílar voru alls ráðandi. Semsagt ástæða til að rifja upp gömlu taktana.

Í fúlustu alvöru þá minnti dansgólfið á Fat Boy Slim myndbandið, Praise You!

"Við höfum komið um langan veg saman". Dansararnir í Praise You myndbandinu í aksjón.

|


23:11 -

Inni í mér er lítill Svisslendingur að reyna brjótast út ? a.m.k. þessa dagana. Þó maður látist oft vera afskaplega afslappaður gagnvart veraldarvafstri þá eru í gangi massífar aðgerðir við að koma skipulagi á tíma næstu annar. Þetta horfir nú allt til betri vegar eftir nett stresskast í síðustu viku. Hinsvegar er skipulagning mér mjög óeðlislæg og þarf því að tækla hlutina frá hinum endanum, passa að hafa ekki of mikið í gangi í einu og ætla nógan tíma til að hugsa hlutina út og melta. Þannig gæti ég aldrei verið nútímakona.

(Úff, þetta hljómaði eins og Bragi Ólafs)

næsta skref verður að vingast við

A N D R A !

* * *

"en 2l fernurnar voru líka súrar"

|

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.