<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d1201978586094407619', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

fimmtudagur, janúar 31, 2008

19:31 -

Umferðarverkfræðingur, sem vill ekki koma fram undir nafni, fullyrðir við Ríkisútvarpið að Sundabraut sé mesta órað, og yfirleitt sé núverandi samgöngustefna illa ígrunduð. Hægt væri að leggja betra mat á hvaða lausnir væru bestar ef nútímalegri aðferðum væri beitt.

Þetta kemur ekki á óvart. Samkvæmt mínum heimildum hefur sú grundvallarbreyting orðið á síðustu árum að Íslendingar eiga ekki bara einn eða tvo heldur marga sérmenntaða umferðarverkfræðinga sem hafa sótt sína þekkingu til bestu háskóla á því sviði. Aumingja fólkið er hins vegar í þeirri stöðu að vinna hjá ráðgjafafyrirtækjum sem eru svo háð verkefnum fyrir hið opinbera að opinber gagnrýni myndi einfaldlega kosta vinnunna svo það þyrfti að hrökklast til útlanda.

Að fólk þurfi að koma fram undir nafnleynd á Íslandi til að lýsa skoðunum á tæknilegum úrlausnarefnum er þjóðinni til skammar. Voðalega erum við komin stutt á þroskabrautinni að geta ekki höndlað, unnið úr og nýtt okkur ólík sjónarmið.

En þetta undirstrikar enn og aftur að víglínan í íslenskum þjóðmálum er ekki á milli hægri og vinstri, heldur á milli fúskara og fagmanna. Hún er innan flokkanna en ekki á milli. Á milli fólksins sem vill bara að einhver kall ákveði hlutina og drífi í þeim og þeirra sem vilja opna ákvarðanatökuna og nýta alla þá þekkingu sem þjóðin hefur fjárfest í. Milli gamla feðraveldisins og fólksins sem er endalaust að gera því lífið leitt með sífelldu aðferðafræðiröfli. Ég viðurkenni fúslega að stjórnsýslulega bestu ferlar eru ekki eins skemmtilegir og að hringja beint í Gunnar Birgisson og redda hlutunum en til lengri tíma virkar smámunasemin miklu betur.

Að endingu legg ég til að Vegagerðin verði lögð niður og fólkið (karlarnir) sem bar ábyrgð á að skafa endilanga Kirkjubólshlíðina til efnistöku biðji Ísfirðinga afsökunar fyrir ljót og tilgangslaus umhverfisspjöll.

Lesið fréttina: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item188925/

|

miðvikudagur, janúar 23, 2008

00:04 -

Hef það eftir ritstjórum amerísku útgáfu ársfjórðungsrits séntilmanna (GQ) að framtíðin sé stífgreitt og snyrtilegt hár. Málið sé að gefa skít í frjálslegt yfirbragð og fara að ganga með greiðu í vasanum.

“You don't have to be a madman to appreciate the appeal of a groomed, (prehippie) sixties do. For today's teased and gelled kids, though, it may be a shock to discover that product can actually be used to make hair look neater", men.style.com.

En ef hárið á að vera svona fínt þarf maður væntanlega að vera frekar fínn í tauinu til að vera í stíl. Hálf tilgangslaust að vera með brilljantín í hárinu ef maður er svo bara í gallabuxum og strigaskóm.

Úff maður verður sí-straujandi ef þetta gengur eftir! Mér finnst að það verði að virða það við okkur sem áttum mótunarárin á 10. áratuginum að ástundun hvers kyns fyrirhafnarsamrar tísku er ekki í okkar lífsleiknisetti. Næntísið gekk út á ósniðna poka sem gengu jafnt fyrir bæði kynin og skó sem hæfðu til verka á olíuborpöllum. Flóknar hárgreiðslur voru pottþétt ekki inni í myndinni. Sennilega eina skiptið í sögunni sem staðalmynd lesbía var hátíska.

|

mánudagur, janúar 21, 2008

12:43 -

Í síðustu viku kom út skýrsla hjá Ríkisendurskoðun sem fjallar um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til grunnskólanna (http://rikisend.is/index.php?module=news&action=show&news_id=104&language=is). Þar kom fram gríðarlega margt sem ég hefði haldið að ætti að minnska kosti kalla á meiri skoðun, t.d.:

En þetta stórverkefni þjóðarinnar, grunnmenntun allra landsmanna, er náttúrlega allt of flókið og erfitt viðfangs til að vekja mikla athygli. Þó ég hefði haldið að nóg væri fyrirliggjandi af mjög merkilegu efni um málið (að auki a.m.k. 2 skýrslur OECD, efni frá Námsmatsstofnun um PISA og samræmdu prófin) til að metta blaðamenn, álitsgjafa og spjallþáttastjórnendur langt fram á vor. Fyrir utan allt það fólk sem starfar inni í kerfinu, þekkir brestina og væri tilvalið að fá til að vitna fyrir þjóðina. A.m.k. þykir mér afar forvitnilegt að heyra sögur vina minna úr kennarastétt. En hvað um það. Mogginn klikkaði a.m.k. ekki og fær mikið respect fyrir. Þannig er leiðarinn í dag:

ÓFULLNÆGJANDI MENNTUN
Ein af grunnforsendum þess að á
Íslandi skapist samfélag þar
sem allir fái notið sín að verðleikum
er að allir íbúar landsins sitji við
sama borð þegar þeir setjast á skólabekk.
Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar
á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
og grunnskólanum eru
dregnar fram sterkar vísbendingar
um að þetta eigi ekki við á Íslandi.
„Eftir stendur svo augljós munur
milli svæðanna að ekki er hægt að
fullyrða að grunnskólabörn sitji við
sama borð alls staðar á landinu,“ segir
í skýrslunni og því er bætt við að
ýmislegt bendi til þess að sums staðar
sé ekki veitt fullnægjandi menntun.
Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu
á laugardag kemur fram í
skýrslunni að gæðaöryggi er ábótavant
í íslenska grunnskólakerfinu.
Árangur nemenda í fáeinum grunnskólum
skeri sig ítrekað úr og sömu
skólarnir séu hvað eftir annað langt
undir meðaltali á samræmdum prófum.
Segir að því megi halda fram að
gæði skóla séu misjöfn, að minnsta
kosti ef litið sé til hlutfalls réttindakennara
og því hugsanlegt að nemendur
fái misgóða þjónustu. 2004 var
hlutfall réttindakennara minna en
helmingur í 13 skólum, sem allir eru á
landsbyggðinni. Sumir þeirra sýndu
ágæta útkomu, en þeirra á meðal
voru einnig þeir, sem hvað lakast hafa
staðið sig á samræmdum prófum.
Það er óverjandi að það megi gefa
sér fyrirfram að lendi barn í tilteknum
skóla megi gefa sér að það hljóti
óviðunandi menntun. Það er ekki
hægt að láta viðgangast að ár eftir ár
sé lakasta útkoman í sömu skólunum.
Ríkisendurskoðun segir að menntamálaráðuneytið
þurfi að setja skýr
markmið með grunnskóla og viðmið
um árangur. Þá skorti tengsl á milli
gæðaeftirlits ráðuneytisins og framlaga
Jöfnunarsjóðs, sem sé því ekki
beitt til að ýta undir og aðstoða skóla
við að uppfylla gæðakröfur.
Markmið skólakerfisins á að vera
að hver einstaklingur fái að blómstra
og njóta sín að verðleikum. Til þess að
það geti gengið eftir þurfa öll börn að
sitja við sama borð í skólum landsins,
hvar sem þau búa. Framlög til grunnskóla
eru hærri hér á landi en í nágrannalöndunum
án þess það skili sér
í sambærilegum námsárangri og nú
þarf að fara ofan í saumana á hvernig
bæta megi úr því. Er ástæðan sú að
ekki hefur verið settur nægur kraftur
í að tryggja að bestu kennararnir
haldist í stéttinni? Það er svo augljóst
að það ætti ekki að þurfa að segja það
að besta leiðin til að bæta námsárangur
er að fá hæfustu kennarana til
starfa og tryggja þeim viðunandi
starfsskilyrði.
Það er alvarlegt mál þegar Ríkisendurskoðun
kemst að þeirri niðurstöðu
að ekki megi fullyrða að grunnskólabörn
sitji við sama borð alls
staðar á Íslandi.

|

þriðjudagur, janúar 15, 2008

12:29 -

Nú stend ég í stappi við að komast til læknis í Glasgow. Staðan er semsagt sú að flensan er á 8. degi! Búinn að reyna tvisvar að fara í vinnunna en hef fengið það margfalt í bakið. Þannig er ég tilneyddur til að sækja vottorð og ætla að spyrja í leiðinni hvort e.t.v. sé til einhver tæknileg lausn á þessu. Google leit skilaði nokkrum húsráðum eins og að hafa rakatæki í gangi og anda að sér gufu vatns með nokkrum dropum af eucalyptus eða tea tree olíu. Þetta er allt í gangi, en þolinmæðin er alveg á þrotum og ég væri mjög til í að fara til læknis og heimta einhverja patentlausn.

Læknisleitin er í vinnslu – en byrjaði ekki mjög vel. Ferlið er þannig að maður á að finna læknastofu í nágrenninu og skrá sig hjá henni. Ef þeir geta á annað borð bætt við sig sjúklingum þá á maður að fylla út einhver útlendingaeyðublöð og síðan á allt að gerast – svona fræðilega séð. Fyrsta skref er semsagt að finna lækninn. Sjúkrasamlagið er með leitarvél á heimasíðunni sem hjálpar við þetta. Maður semsagt slær inn póstnúmerið og velur hvort eigi að leita að lækni, tannlækni eða apóteki síðan á letarvélin að sýna niðurstöðurnar á korti. Nú er ég búinn að reyna þetta ítrekað en eina kortið sem ég fæ upp er af Mannheim í Þýskalandi. Þetta hlýtur að vera vitnisburður um ráðdeildina í rekstri skosku heimastjórnarinnar – þeir ætla greinilega ekki að gera fólki of auðvelt að sækja rándýra almannaþjónustu. En hvað, ég hringdi í eitthvað símanúmer og var svo vísað í annað og konan þar lofaði að senda mér læknalistann í tölvupósti. Vona að hann skili sér (þó ég eigi nú ekki von á því) þangað til er að reyna fara aðrar leiðir.

Á sínum tíma var ég reyndar að deita skoskan unglækni. Dauðsé eftir að hafa ekki haldið sambandi við hann, ha ha. Örugglega kominn í praxís núna.

|

föstudagur, janúar 11, 2008

22:26 -

Kannski er það rétt hjá Mogganum að formlega séð beri ráðherra einn ábyrgð á skipun dómara og hæfnisnefndin sé einungis til umsagnar – þrátt fyrir hefðina. En þó e.t.v. megi færa rök fyrir því að ráðherra hafi verið í fullum rétti til að taka ákvörðunina, breytir það engu um að hún var slæm.



Er málið ekki augljóst? Hver einasti Íslendingur þekkir muninn á framparti og læri. Ef maður getur ekki skoðað kjötið sjálfur treystir maður frekar mati Péturs Hafstein en Árna Matthísen. Auðvitað velja allir frekar læri en frampart ef hvort tveggja stendur til boða. Þannig er hinn kaldi veruleiki gæðastigveldis kjötbitanna.



Í þessu tilviki var ekki farið yfir strikið heldur keyrt yfir það á jarðýtu. Ef til vill líðst að nota hér um bil aðferðir þegar verið er að ráða umboðsmanns íslenka hestsins, en ekki dómara. Við þurfum að geta treyst dómskerfinu okkar.



Ef svona fær að grassera mun það rýra lífskjör. Smám saman rýrir það afkastagetu hagkerfisins ef ekki er hægt að ganga að lagaumhverfinu sem vísu og treysta stofnunum landsins. Það dregur úr þrótti athafnalífsins ef sífellt þarf að borga undir borðið eða kalla inn greiða til að njóta opinberrar þjónustu. Þannig er ekki að ástæðulausu að landsframleiðsla á hvern Grikkja nær um 24 þúsund dollurum meðan sama tala fyrir Ísland er um 38 þúsund dollarar. Hluti skýringarinnar er að umburðarlyndi gagnvart spillingu er meira hjá frændum okkar fyrir sunnan. Spurning er því hvar ætlum við að draga mörkin? Á það að vera við óvandaðar ráðningar hjá hinu opinbera eða greiðslu undir borðið fyrir læknisþjónustu eins og gerist þar.



Þannig er það hvorki smásálarlega púkó né menntasnobbuð teknókrasía þegar þess er krafist að hangið sé í smáu letri aðferðarfræða þegar ráðið er í stöður hjá hinu opinbera heldur nauðsyn til að verja og efla lífskjörin í landinu.

|

fimmtudagur, janúar 10, 2008

02:16 -


Ligg heima með flensu og væri sennilega genginn af göflunum ef væri ekki fyrir útvarpi. Maður er ekki í formi til að lesa eða gera neitt og þá kemur útvarpið að góðum notum. BBC 4 er frábær stöð, gegnir hliðstæðu hlutverki og Rás 1 en býður upp á heldur efnismeiri dagskrá. Eiginlega bara magnað hvað Rás 1 er góð sem menningar- og þjóðmálaútvarp 300 þúsund manna þjóðar m.v. hvað 60 milljóna manna þjóð heldur úti. Kann ekki að mæla það en hef á tilfinningunni að BBC4 bjóði upp á 2-3 sinnum meira efni en Rás 1. Sem er ágætt en þeir mættu nú alveg bjóða upp á eitt og eitt ódauðlegt meistaraverk tónbókmenntanna innan um og saman við útvarspleikritin, stjórnmálaskýringarnar og þætti um jafn ólík efni og Downs heilkenni og fátækt í Afríku. En BBC mætti vel tileinka sér þulamenninguna á Rás 1. Þulirnir á BBC eru jafn daufir yfirbragðs og sneyddir sérkennum og bankalínan eða tilkynningin á flugvelli. Vantar alveg spennuþagnirnar.


Heyri í útvarpinu að Bush þykist ætla að rúlla upp hörmungunum í Palestínu á einu bretti. Held að þurfi ekki miklu skólun í málefnum Miðausturlanda til finnast það bull.


Var að ljúka við mjög aðgengilega bók sem Jimmy Carter, forveri hans í Hvíta Húsinu, skrifar og heitir Palestine: Peace not Apartheid. Mér fannst hún alveg frábær, honum tekst ótrúlega vel að gera þetta flókna mál skiljanlegt með því að fara í gegnum tímalínuna stig fyrir stig og kynna til sögunnar helstu persónur og leikendur, allt í mjög knöppu máli.


Mér þótti línan sem Carter tekur mjög athyglisverð. Eins og ég skildi hann þá er kjarninn í þessu í gegnum áratugina að Ísraelar hafa mann fram af manni verið að sölsa undir sig meira land í Palestínu og hafa ekki staðið við samninga. Á Þeirra bæ hefur aldrei verið samræmi milli orða og athafna. Leiðtogar Palestínumanna hafa hegðað sér eins og vitleysingar og vesturveldin hafa aldrei áhuga á málinu lengi í einu.


Carter verður seint talinn einhver róttæklingur. Hann er biblíuspekúlant og fékk fyrst áhuga á svæðinu í gegnum það. Hins vegar er ég alveg viss um að hans lína þætti afar róttæk og and-amerísk á hinu nýkona-infesteraða Íslandi – þar sem enginn opnar munninn um málefni Palestínu án þess að kalla á a.m.k. 3 Morgunblaðsgreinar um rétt Ísraels til sjálfsvarnar og friðþægingu frjálslyndra gagnvart hryðjuverkum.


Rétt til að undirstrika hispursleysi Carters leyfi ég mér að vitna stuttlega í eftirmála hans að kiljuútgáfunni, þar sem hann ræðir um ægivald þrýstihópsins American Isreal Public Affairs Committee (AIPAC) yfir stjórnmálaumræðunni í Bandaríkjunum (og þar sem íslenskir nýkonar ljósrita sitt efni frá Repúplikanaflokknum sitjum við uppi með þessa slagsíðu líka):


„Under AIPAC pressure, there are few significant countervailing voices in the public arena, and any balanced debate is still practically nonexistent in the U.S. Congress or among presidential hopefuls.


The American friends of Israel who demand such subservience are in many cases sincere and well-intentioned people, but on this issue they are tragically mistaken. Their demands subvert America's ability to bring to Israelis what they most desperately need and want – peace and security within recognised borders.“

|

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.