<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d4016206\x26blogName\x3d%C3%81stin+mun+sl%C3%ADta+okkur+%C3%AD+sundur\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dSILVER\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://stinnihemm.blogspot.com/\x26vt\x3d-3586845363492521829', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Ástin mun slíta okkur í sundur

Rafrænt tilverustig Kristins Hermannssonar 

laugardagur, desember 17, 2005

00:33 -


Elín kom um daginn og við skemmtum okkur aldeilis vel með allskyns fíflagangi og skensi. Og tókum að sjálfsögðu á því í búðunum. Þannig var ég margefldur á eftir og veitti ekki af því síðan hef ég verið meira og minna límdur við tölvuna að ganga frá allskyns skilaverkefnum.

Í gær var svo haldið jólapartí í skólanum, mjög óformlegt og skemmtilegt. Pitsur, bjór og vín og allir frekar illa sofnir. Þetta endaði náttúrlega með því að það var farið út á lífið undir leiðsögn heimamanna, skálað fyrir drottningunni, Rangers og jólafríinu. Drykkjusiðir heimamanna ganga í sem stystu máli út á að drekka bjór hratt (oft á tíðum úr plastglösum ? stíllinn er sko alls ekki continental). Þannig eru allir mjög fljótlega á herðablöðunum. Þetta var semsagt dúndrandi skemmtilegt en ég stríddi við epíska þynnku í dag. Síminn hringir mjög sjaldan hérna en í anda lögmáls Murphy fékk ég fimm símtöl í dag. Sem er að sjálfsögðu mjög ánægjulegt en ég get ekki sagt að ég hafi haft mikið til málanna að leggja í samtölunum.

Nú er eftir að leggja lokahönd á eitt verkefni, prenta það út og skila á morgun. Síðan ætla að ég fara í bæinn og drekka í mig jólastemmninguna, pakka niður og svona, og mæta svo galvaskur í flug á sunnudgsmorgun. Mér fannst tuttugu þúsund kall í far fram og til baka afskaplega ódýrt og vel sloppið, þangað til málið kom upp í spjalli við Ameríkana sem býr hérna á hæðinni og sagði mér að kærastan hans ætlaði að koma í heimsókn og borgaði um 200 pund fyrir farið milli San Fransisco og London. Ætli það sé ekki u.þ.b. 6 sinnum lengri leið. En auðvitað er margfalt meiri umferð á milli tveggja stórborga en Íslands og Glasgow, svo það er varla hægt að bera þetta saman.

Hlakka ekkert smá til að koma heim. Verð á fullu á sunnudag. Er boðinn í afmæli til Hermanns Inga, hans Skúla bróður, og ef ég þekki það heimili rétt munu borðin svigna undan kræsingum. Síðan ætlum við Björk skólasystir úr HR að taka swing á Jómfrúnni seinnipartinn, það verður stuð. Og vonandi tekst mér að heilsa upp á sem flesta í borginni áður en ég fer vestur á þriðjudagsmorgun.

Set með mynd af Elínu fyrir framan eina af mörgum Celtic búðum í borginni. Planið var að mynda hana fyrir framan Rangers búð líka en það varð ekkert úr því. Eins gott að krakkarnir í skólanum sjá þetta ekki ? maður yrði borinn þungum sökum um páfavillu.

|

þriðjudagur, desember 13, 2005

23:58 -

Þessi maður er þjóðhetja. Vona að hann haldi áfram og spreyji hús skúrkanna úr grænmetissamráðinum. Er nema vona að borgararnir tjái reiði sína þegar ákæruvaldið hefur ekki dug í að hirta þetta siðblinda lið.

http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=/20051213/FRETTIR01/51213056/1091

|

© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.