Nú skelf ég af aumingjahrolli yfir umræðunni um Silfur Egils og femínistana. Þetta er eiginlega hætt að vera absolút vont og orðið gott-vont, eins og sagt er. Svona á svipaðan hátt og blogg hjá ótrúlega klikkuðu liði sem maður stelst alltaf til að líta á þó þau séu ótrúlega pirrandi.
Hvað er málið? Silfur Egils er jafn karllægur þáttur og bílaþátturinn Top Gear á BBC. Rétt eins og í Top Gear koma saman skoðanaríkir amatörar og blaðra út um rassgatið á sér. Í báðum þáttum birtast konur til málamynda. Báðir þessi karlaþættir eiga sér dyggan aðdáendahóp. Bjánahrollurinn fer í gang þegar fólk reynir að þræta fyrir að þetta sé karlaþáttur. Það er ekkert að því að hafa þannig þætti í sjónvarpinu, rétt eins og við höfum barnaefni fyrir börn, eða Spaugstofuna fyrir gamalt fólk.
Rök Sóleyjar T eru fullkomlega gild. Þetta er karlaþáttur! Og er hún ekki að nýta frelsi sitt sem einstaklingur þegar hún og vinkonur hennar neita að taka þátt af því þeim finnst hann hallærislegur og hann fer í taugarnar á þeim?
Síðan fær hún gamlan vin úr menntó til að slá þessu upp í frétt í blöðunum og koma dissinu þannig á framfæri. Eru svona almannatengslabrellur ekki löngu samþykktar sem fair-game í stjórnmálum? Skil ekki örvæntinguna yfir því að blaðamaðurinn sé vinur hennar. Hvaða ungur íslenskur stjórnmálamaður á ekki vini á blöðunum sem hann nýtir í svona? Ísland er lítið land og valdaklíkur eru byggðar ofan á gamlar klíkur úr menntó. Er þetta ekki löngu orðið opinbert leyndarmál?
Ég er á því að vandamálin séu tvö. Í fyrsta lagi að Silfur Egils sé eini þjóðmálaþátturinn (en það er varla aðstandendum þáttarins að kenna). Í öðru lagi virðist vera lítið þol gagnvart fólki sem tifar ekki í takt við normið. Er það virkilega svona hættulegt að fáeinir einstaklingar leggi mat á samfélagið út frá sjónarhóli róttækrar kynjahyggju?
Fyrir mína parta hef ég miklu meiri áhyggjur af öllum þeim sem samþykkja ríkjandi ástand án þess að efast en þeim sem gagnrýna það.
fimmtudagur, nóvember 29, 2007
16:42 -
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
15:56 -
Húsafriðunarnefnd veri margblessuð.
Það er naív frjálshyggja að vera á móti húsafriðun. E.t.v. mætti hugsa sér betri leiðir, t.d. skattaafslætti. Þannig gæti samfélagið launað þeim sem viðhalda gömlum húsum fyrir þau ytri áhrif sem allir njóta í umhverfi þeirra. En það er tæknilegt atriði. Í þessum efnum er skárra að ofgera menningarpólitíkinni en hitt.
Í stóra grunnskólalóðarmálinu hitti Húsafriðunarnefnd naglann á höfuðið þegar hún benti á að húsafriðunin er byggð á lögum frá Alþingi meðan reglurnar um stærð skólalóða er pappír sem kontóristi í Arnarhváli bjó til.
Það er naív frjálshyggja að vera á móti húsafriðun. E.t.v. mætti hugsa sér betri leiðir, t.d. skattaafslætti. Þannig gæti samfélagið launað þeim sem viðhalda gömlum húsum fyrir þau ytri áhrif sem allir njóta í umhverfi þeirra. En það er tæknilegt atriði. Í þessum efnum er skárra að ofgera menningarpólitíkinni en hitt.
Í stóra grunnskólalóðarmálinu hitti Húsafriðunarnefnd naglann á höfuðið þegar hún benti á að húsafriðunin er byggð á lögum frá Alþingi meðan reglurnar um stærð skólalóða er pappír sem kontóristi í Arnarhváli bjó til.
þriðjudagur, nóvember 20, 2007
21:58 -
Held að Bretar séu ruglaðir. Nú þarf ég að fara á sérstakt Health & Safety námskeið sem starfsmaður skólans. Fyrst ætlaði ég bara að humma þetta fram af mér en það gengur víst ekki. Þeir leggja deildarritarann í einelti þangað til maður lofar að mæta. Þetta verður rosalega leiðinlegt og tilgangslaust – ég er eini maðurinn á hæðinni sem bregður ennþá við brunaboðann. Health & Safety reasons er fasismi á kurteisu nótunum. Stjórnlyndir kontóristar geta kæft alls kyns framkvæmdir með vísan til Health & Safety reasons og þá virðist enginn geta sagt neitt. Minnir mig soldið á þegar þegar lögregla og slökkvilið lögðust gegn reifiniu sem Smári Karls og fleira gott fólk reyndi að koma á í menntó. Þá var því borið við að það væru ekki nægar flóttaleiðir þó fjöldi stærðar iðnaðarhurða hafi verið á salnum.
Drottningin og Pusi áttu brúðkaupsafmæli um daginn. Til hamingju!
mánudagur, nóvember 12, 2007
12:06 -
Glæsilegt framtak þing Framtíðarlandsins um Vestfirði. Held það sé hárrétt niðurstaða að ef innviðirnir eru í lagi sjái fólk um að bjarga sér sjálft: http://bb.is/Pages/26?NewsID=108086
Leit aðeins á vefútsendinguna, hef ekki komist í að renna henni allri í gegn en opnunarerindið um aðferðir sem hafa virkað vel og illa í þróun byggða A-Evrópu eftir járntjald er mjög athyglisvert. http://straumur.nyherji.is/mediasite/viewer/NoPopupRedirector.aspx?peid=4feeb5ba-b4e0-4faa-828d-79ed4be99f1e&shouldResize=False
Hér er hægviðri, sól og frost. Þess vegna mætti ég afar hress í morgun, bauð góðan dag og hafði á orði hversu yndislegt veðrið væri. Virðulegur akademón svaraði: „'Tis faakin friisin!“
Leit aðeins á vefútsendinguna, hef ekki komist í að renna henni allri í gegn en opnunarerindið um aðferðir sem hafa virkað vel og illa í þróun byggða A-Evrópu eftir járntjald er mjög athyglisvert. http://straumur.nyherji.is/mediasite/viewer/NoPopupRedirector.aspx?peid=4feeb5ba-b4e0-4faa-828d-79ed4be99f1e&shouldResize=False
Hér er hægviðri, sól og frost. Þess vegna mætti ég afar hress í morgun, bauð góðan dag og hafði á orði hversu yndislegt veðrið væri. Virðulegur akademón svaraði: „'Tis faakin friisin!“
miðvikudagur, nóvember 07, 2007
22:29 -
Netsambandið hérna hefur verið mjög slitrótt síðan ég flutti inn. Sem er náttúrlega ferlegt. Núna er víst búið að gera einhverjar breytingar í húsinu svo það virðast vera betra.
Þannig er allt gott að frétta. Fór meira aðsegja til Noregs um daginn þar sem ég naut fádæma gestrisni þeirra Dána, Dóru og Siggu, sem var þá ekki orðin stjörnublaðaðamaður á BB. Þau skipulögðu stíft skoðunarprógram og svo helltum við okkur út í villt næturlíf Oslóborgar, sem er mjög hæfilegt þegar maður á nokkra mánuði eftir í þrítugt.
Mér fannst borgin sjarmerandi. Það er eitthvað við alla þessa eldri borgara á gönguskíðum. Maturinn soldið bragðlaus en maður getur bara borðað heima hjá sér.
Þannig er allt gott að frétta. Fór meira aðsegja til Noregs um daginn þar sem ég naut fádæma gestrisni þeirra Dána, Dóru og Siggu, sem var þá ekki orðin stjörnublaðaðamaður á BB. Þau skipulögðu stíft skoðunarprógram og svo helltum við okkur út í villt næturlíf Oslóborgar, sem er mjög hæfilegt þegar maður á nokkra mánuði eftir í þrítugt.
Mér fannst borgin sjarmerandi. Það er eitthvað við alla þessa eldri borgara á gönguskíðum. Maturinn soldið bragðlaus en maður getur bara borðað heima hjá sér.
© Kristinn 2005 - Powered for Blogger by Blogger Templates hits.